Svona notar þú smáforritið sem notað var í Skaupinu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2024 10:30 Overtune er appið sem notað var í Skaupinu. Eitt atriði í Skaupinu í ár hefur vakið mikla athygli. Í atriðinu sem um ræðir mátti sjá þónokkra þjóðþekkta einstaklinga stíga á stokk, en þar má nefna Boga Ágústsson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Þessir einstaklingar komu þó ekki sjálfir fram, heldur var tækni notuð til að líkja eftir útliti og raddbeitingu þeirra. Undir lok atriðisins kom Hemmi Gunn, en ólíkt hinum frægðarmennunum, er hann látinn. Eftir að atriðið fór í loftið skapaðist umræða um gervigreind hér á landi. Fyrirtækið Overtune stóð að baki atriðisins og sá um tæknivinnuna. Sindri Sindrason ræddi við forsvarsmenn Overtune í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Svona notar þú smáforritið sem notað var í Skaupinu „Við erum einfaldasti tónlistarhugbúnaður í heimi. Fólk tekur upp símann, raðar saman tökkum, syngur inn á þetta og getur gefið út lag á einni,“ segir Sigurður Árnason, framkvæmdarstjóri Overtune. Jason Guðjónsson, meðstofnandi og markaðsstjóri Overtune, fór vel yfir það hvernig maður notar appið sjálft. „Ég held að fólk hafi ekki alveg áttað sig á því hvað gerðist á gamlaárskvöld, íslenska þjóðin. Frá þjóðfélagslegum og efnahagslegum forsendum. Ég get ekki í fljótu bragði hugsað um annað dæmi, hvernig svona umbyltingarkennd tækni er sett inn í heilt þjóðfélag á einu bretti. Þetta er í raun ótrúlegt. Þetta er eins og við hefðum verið að prófa internetið með Póst og Síma árið 1992 með heillri þjóð. Og þessi tækni er bara í símanum þínum,“ segir Sigurður. „Þetta er tækni sem fær öll samfélög til að skjálfa. Silicon Valley í San Fransisco, Mílanó og Lundúnir skelfa öll,“ bætir Sigurður við en hann segist vera stoltur af því að vera brautryðjandi í heiminum í þessari tækni. Hér að ofan má sjá brot úr síðasta innslagi Íslands í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Áramótaskaupið Gervigreind Tækni Ísland í dag Tengdar fréttir Gervigreind vekur Hemma til lífsins meðan löggjafinn sefur Pétur Eggerz Pétursson hjá Overtune er maðurinn á bak við hið afar umdeilda atriði þar sem Hemmi Gunn vaknaði til lífsins í tónlistaratriði. Hann kallar eftir því að löggjafinn setji upp hanskana því framtíðin er mætt. 3. janúar 2024 13:13 Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Þessir einstaklingar komu þó ekki sjálfir fram, heldur var tækni notuð til að líkja eftir útliti og raddbeitingu þeirra. Undir lok atriðisins kom Hemmi Gunn, en ólíkt hinum frægðarmennunum, er hann látinn. Eftir að atriðið fór í loftið skapaðist umræða um gervigreind hér á landi. Fyrirtækið Overtune stóð að baki atriðisins og sá um tæknivinnuna. Sindri Sindrason ræddi við forsvarsmenn Overtune í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Svona notar þú smáforritið sem notað var í Skaupinu „Við erum einfaldasti tónlistarhugbúnaður í heimi. Fólk tekur upp símann, raðar saman tökkum, syngur inn á þetta og getur gefið út lag á einni,“ segir Sigurður Árnason, framkvæmdarstjóri Overtune. Jason Guðjónsson, meðstofnandi og markaðsstjóri Overtune, fór vel yfir það hvernig maður notar appið sjálft. „Ég held að fólk hafi ekki alveg áttað sig á því hvað gerðist á gamlaárskvöld, íslenska þjóðin. Frá þjóðfélagslegum og efnahagslegum forsendum. Ég get ekki í fljótu bragði hugsað um annað dæmi, hvernig svona umbyltingarkennd tækni er sett inn í heilt þjóðfélag á einu bretti. Þetta er í raun ótrúlegt. Þetta er eins og við hefðum verið að prófa internetið með Póst og Síma árið 1992 með heillri þjóð. Og þessi tækni er bara í símanum þínum,“ segir Sigurður. „Þetta er tækni sem fær öll samfélög til að skjálfa. Silicon Valley í San Fransisco, Mílanó og Lundúnir skelfa öll,“ bætir Sigurður við en hann segist vera stoltur af því að vera brautryðjandi í heiminum í þessari tækni. Hér að ofan má sjá brot úr síðasta innslagi Íslands í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Áramótaskaupið Gervigreind Tækni Ísland í dag Tengdar fréttir Gervigreind vekur Hemma til lífsins meðan löggjafinn sefur Pétur Eggerz Pétursson hjá Overtune er maðurinn á bak við hið afar umdeilda atriði þar sem Hemmi Gunn vaknaði til lífsins í tónlistaratriði. Hann kallar eftir því að löggjafinn setji upp hanskana því framtíðin er mætt. 3. janúar 2024 13:13 Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Gervigreind vekur Hemma til lífsins meðan löggjafinn sefur Pétur Eggerz Pétursson hjá Overtune er maðurinn á bak við hið afar umdeilda atriði þar sem Hemmi Gunn vaknaði til lífsins í tónlistaratriði. Hann kallar eftir því að löggjafinn setji upp hanskana því framtíðin er mætt. 3. janúar 2024 13:13