Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 19:31 Fréttamaður spreytir sig á sýndarveruleikagleraugum Apple í dag. Skjáskot Nokkur eintök af nýjum sýndarveruleikagleraugum Apple, sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlum, eru komin til landsins og verða til sýnis í verslunum Nova. Tæknin sem notuð er til að stjórna gleraugunum er afar framúrstefnuleg, eins og fréttamaður komst að við prófun í dag. Það ætlaði allt um koll að keyra vestanhafs í byrjun mánaðar þegar Vision Pro, sýndarveruleikagleraugu Apple, komu í bandarískar verslanir. Við fjölluðum um fárið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nýliðinni viku og sögðum enn fremur frá því að bið yrði á því að gleraugun kæmu hingað í búðir. Það stendur enn, einhver ár gætu verið í innreið Vision Pro á Evrópumarkað og þau verða þar með ekki til sölu hér á landi í bráð. En fáein sýningareintök eru nú komin til landsins á vegum Nova. Hægara sagt en gert, að sögn Ingvars Óskarssonar, vörustjóra Nova. „Það er náttúrulega alveg biðlisti vestanhafs,“ segir Ingvar Óskarsson. „Það þurfti alveg að hafa mikið fyrir því að verða okkur úti um græjuna, vissulega.“ Ingvar og félagar í Nova hafa prufukeyrt gleraugun síðustu daga og láta vel af. „Það er mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru að prófa græjuna í fyrsta sinn. Það er gaman að horfa á hvað fólk verður hissa á því hversu fullkomin þessi græja er í raun og veru,“ segir Ingvar. Skrýtið en tilkomumikið Við sjáum nú til með það! Nú er röðin semsagt komin að fréttmanni að spreyta sig. Prufukeyrsluna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsta mál á dagskrá er að koma gleraugunum fyrir á höfðinu. Snúra sem liggur úr gleraugunum er tengd við rafhlöðu, sem notendur hafa gjarnan í vasanum. Virkni gleraugnanna felst svo í samspili augngota og handahreyfinga. Notandi horfir á það sem hann vill opna og klípur svo hálfpartinn fingrum út í loftið til að klára athöfnina. Fréttamaður getur vel ímyndað sér að erfitt sé að venjast þessu fyrirkomulagi. Undirrituð náði í það minnsta ekki tökum á því eftir stutta prufukeyrslu í dag. En þetta er ansi tilkomumikið. Gleraugun sendu fréttamann á tunglið, þar sem hann virti fyrir sér jörðina úr órafjarlægð og renndi yfir helstu fréttir á Vísi á sama tíma. Þá verða ljósmyndir sem teknar eru með gleraugunum að þrívíðri upplifun en græjan er þó vissulega nokkuð þung, eins og sérfræðingar vestanhafs hafa lýst síðustu daga. Niðurstaðan, eftir þessa örstuttu prufukeyrslu, er sú að fréttamaður telur kannski ekki brýna þörf á tæki sem þessu í safnið. Einkum í ljósi verðmiða upp á hálfa milljón króna. En almenningi gefst nú kostur á að dæma um þetta sjálfur. Áhugasamir geta komið í verslun Nova í Lágmúla og prófað gleraugun frá og með morgundeginum. Þá verða einnig eintök til sýnis í Nova-verslunum í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri frá og með næsta föstudegi. „Þannig getur fólk komið til okkar og skyggnst inn í framtíðina,“ segir Ingvar Óskarsson sölustjóri Nova. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um Vision Pro frá því í síðustu viku má svo horfa á hér. Apple Tækni Verslun Nova Tengdar fréttir Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra vestanhafs í byrjun mánaðar þegar Vision Pro, sýndarveruleikagleraugu Apple, komu í bandarískar verslanir. Við fjölluðum um fárið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nýliðinni viku og sögðum enn fremur frá því að bið yrði á því að gleraugun kæmu hingað í búðir. Það stendur enn, einhver ár gætu verið í innreið Vision Pro á Evrópumarkað og þau verða þar með ekki til sölu hér á landi í bráð. En fáein sýningareintök eru nú komin til landsins á vegum Nova. Hægara sagt en gert, að sögn Ingvars Óskarssonar, vörustjóra Nova. „Það er náttúrulega alveg biðlisti vestanhafs,“ segir Ingvar Óskarsson. „Það þurfti alveg að hafa mikið fyrir því að verða okkur úti um græjuna, vissulega.“ Ingvar og félagar í Nova hafa prufukeyrt gleraugun síðustu daga og láta vel af. „Það er mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru að prófa græjuna í fyrsta sinn. Það er gaman að horfa á hvað fólk verður hissa á því hversu fullkomin þessi græja er í raun og veru,“ segir Ingvar. Skrýtið en tilkomumikið Við sjáum nú til með það! Nú er röðin semsagt komin að fréttmanni að spreyta sig. Prufukeyrsluna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsta mál á dagskrá er að koma gleraugunum fyrir á höfðinu. Snúra sem liggur úr gleraugunum er tengd við rafhlöðu, sem notendur hafa gjarnan í vasanum. Virkni gleraugnanna felst svo í samspili augngota og handahreyfinga. Notandi horfir á það sem hann vill opna og klípur svo hálfpartinn fingrum út í loftið til að klára athöfnina. Fréttamaður getur vel ímyndað sér að erfitt sé að venjast þessu fyrirkomulagi. Undirrituð náði í það minnsta ekki tökum á því eftir stutta prufukeyrslu í dag. En þetta er ansi tilkomumikið. Gleraugun sendu fréttamann á tunglið, þar sem hann virti fyrir sér jörðina úr órafjarlægð og renndi yfir helstu fréttir á Vísi á sama tíma. Þá verða ljósmyndir sem teknar eru með gleraugunum að þrívíðri upplifun en græjan er þó vissulega nokkuð þung, eins og sérfræðingar vestanhafs hafa lýst síðustu daga. Niðurstaðan, eftir þessa örstuttu prufukeyrslu, er sú að fréttamaður telur kannski ekki brýna þörf á tæki sem þessu í safnið. Einkum í ljósi verðmiða upp á hálfa milljón króna. En almenningi gefst nú kostur á að dæma um þetta sjálfur. Áhugasamir geta komið í verslun Nova í Lágmúla og prófað gleraugun frá og með morgundeginum. Þá verða einnig eintök til sýnis í Nova-verslunum í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri frá og með næsta föstudegi. „Þannig getur fólk komið til okkar og skyggnst inn í framtíðina,“ segir Ingvar Óskarsson sölustjóri Nova. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um Vision Pro frá því í síðustu viku má svo horfa á hér.
Apple Tækni Verslun Nova Tengdar fréttir Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent