Ástin á götunni Ísland lagði Hvít-Rússa í Minsk Ísland lagði Hvít-Rússa, 1-2 í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna nú rétt í þessu en leikurinn fór fram í Minsk. Ísland komst yfir á 27. mínútu með marki Katrínar Jónsdóttur eftir hornspyrnu og Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi. Heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar. Sport 6.5.2006 15:51 Þrjú mörk komin í Minsk Staðan í leik Íslands og Hvít-Rússa er orðin 1-2 fyrir Ísland í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Minsk. Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi en heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar. Síðari hálfleikur er nýhafinn. Fyrra mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu íslenska liðsins og hefurKatrín Jónsdóttir verið skráð fyrir því marki. Sport 6.5.2006 15:02 Ísland komið yfir gegn Hvít-Rússum Íslenska kvennalandsliðið hefur náð forystu gegn Hvít-Rússum, 0-1 í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn sem hófst kl. 14 fer fram í Minsk. Mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu en ekki hefur fengist staðfest hvort um sjálfsmark var að ræða eða hver fær markið skráð á sig. Sport 6.5.2006 14:32 Blikar með Namibíumann til reynslu Nýliðar Breiðabliks í Landsbankadeildinni hafa fengið til sín varnarmann til reynslu að nafni Oliver Risser, en hann er namibískur landsliðsmaður og hefur spilað í Þýskalandi undanfarin ár. Risser mun væntanlega verða í liði Blika um helgina þegar liðið mætir KR í æfingaleik. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sport 4.5.2006 16:39 FH deildarbikarmeistari Íslandsmeistarar FH urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í knattspyrnu þegar liðið lagði Keflavík 3-2 í úrslitum í Garðabæ. FH-ingar virtust hafa gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar staðan var 3-0 þeim í vil, en suðurnesjaliðið náði að laga stöðuna í þeim síðari. Sport 3.5.2006 22:25 FH í góðri stöðu Íslandsmeistarar FH hafa yfir 3-0 gegn Keflavík þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik deildarbikarsins í knattspyrnu. Mörk FH skoruðu Sigurvin Ólafsson, Freyr Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson. Sport 3.5.2006 20:51 Jafntefli gegn Andorra Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu gerði í kvöld markalaust jafntefli við Andorra á útivelli í fyrri leik þjóðanna í Evrópukeppninni. Síðari leikurinn fer fram hér heima þann 1. júní og sigurvegarinn kemst áfram í milliriðil keppninnar. Sport 3.5.2006 20:03 Jónas Grani í Fram Jónas Grani Garðarsson, leikmaður Íslandsmeistara FH, er genginn í raðir 1. deildarliðs Fram. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðunni fhingar.net í dag. Jónas Grani átti ekki fast sæti í liði Íslandsmeistaranna í fyrra, en hann gekk til liðs við Hafnfirðinga frá Völsungi á Húsavík á sínum tíma. Sport 3.5.2006 14:05 Slæmt gengi hjá KR "Ég hef ekki áhyggjur af gengi okkar þrátt fyrir að vissulega geti ég ekki verið sáttur með árangur okkar til þessa. Óheppni spilar inn í þar sem við höfum verið að spila með en ekki fengið úrslitin með okkur," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR við Fréttablaðið í gær en liðið tapaði í lokaleik deildabikarsins í gær fyrir 1. deildarliði Fram, 3-2. Sport 20.4.2006 18:32 Ísland stendur í stað Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista Alþjóða Knattspyrnusambandsins sem birtur var í dag. Ísland er sem fyrr í 97. sæti listans. Brasilíumenn eru á toppi listans, Tékkar í öðru sætinu og Hollendingar í því þriðja. Athygli vekur að Bandaríkjamenn eru komnir í fjórða sætið á listanum. Sport 19.4.2006 19:09 Tap fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Hollendingum í æfingaleik þjóðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. Heimamenn komust yfir 1-0 eftir hálftíma leik, en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Sigurmark hollenska liðsins kom svo á 58. mínútu. Sport 12.4.2006 20:01 Jörundur tilkynnir byrjunarliðið Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Hollendingum ytra klukkan 18:00 í kvöld. Hollenska liðið er mjög svipað að styrkleika og það íslenska og því má búast við jöfnum og skemmtilegum leik í kvöld. Sport 12.4.2006 13:10 Severino til Keflavíkur? Keflvíkingar vonast til að ganga frá samningi við ástralska miðvallarleikmanninn Daniel Severino á næstu dögum. Hann heillaði Kristján Guðmundsson í æfingaferð liðsins úti á Spáni, ólíkt rúmenska varnarmanninum Nihad Kourea sem fær ekki samning hjá Suðurnesjaliðinu. Sport 11.4.2006 20:13 Öruggur sigur Njarðvíkinga Njarðvíkingar hafa náð 1-0 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla eftir öruggan sigur á Skallagrími 89-70 á heimavelli sínum í Njarðvík í dag. Brenton Birmingham skoraði 14 stig fyrir Njarðvíkinga og þeir Halldór Karlsson, Egill Jónasson og Jeb Ivey skoruðu 13 stig hver. Axel Kárason var stigahæstur í liði Skallagríms með 16 stig og George Byrd skoraði aðeins 10 stig. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi á mánudagskvöldið. Sport 8.4.2006 17:35 Aðalstjórn KR biðst afsökunar á atburðinum Aðalstjórn KR harmar að ekki hafi verið farið að gildum félagsins á herrakvöldi þess þann 17. mars. Aðalstjórn KR biðst afsökunar á því dómgreindarleysi sem hún telur umræddan atburð endurspegla og telur hann mjög óheppilegan fyrir það umfangsmikla og ábyrga uppeldisstarf sem fram fer hjá KR. Innlent 31.3.2006 16:03 Markalaust hjá Keflavík og Þór A Fimm leikir eru á dagskrá í A-Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Grindavík og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöll og í Fífunni gerðu Keflavík og Þór Akureyri markalaust jafntefli. Sport 19.3.2006 17:40 Gravesen til Fylkis Knattspyrnulið Fylkis hefur er nú við það að ganga frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Peter Gravesen frá liði Herfölge í Danmörku, en Peter þessi ku vera bróðir hins eitilharða Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid á Spáni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Sport 17.3.2006 18:30 Ísland í 19. sæti Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag og er sem fyrr í 19. sæti listans. Þjóðverjar halda efsta sætinu, Bandaríkjamenn eru í öðru og Norðmenn í því þriðja. Sport 17.3.2006 16:45 Ísland niður um eitt sæti Alþjóða knattspyrnusambandið birti í dag nýja styrkleikalista og hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var síðast birtur og situr í því 97. í dag. Engar breytingar hafa orðið á uppröðun efstu þjóða á listanum, þar sem heimsmeistarar Brasilíu sitja enn sem fastast. Sport 15.3.2006 16:51 Hólmar snýr aftur heim Knattspyrnumaðurinn Hómar Örn Rúnarsson, sem verið hefur á mála hjá sænska liðinu Trelleborg undanfarið, er nú á leið aftur heim til Íslands þar sem hann mun halda áfram að spila með liði sínu Keflavík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Sport 14.3.2006 15:45 Keflavík sigraði KR Keflvíkingar unnu í dag góðan 3-1 sigur á KR-ingum í deildarbikar karla í knattspyrnu. Breiðablik og Fjölnir skyldu jöfn 2-2 og Fylkir vann Grindavík 2-1. Sport 11.3.2006 18:27 Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss? Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar. Sport 11.3.2006 01:01 Vill fara frá Þrótti til Fylkis Markmaðurinn knái Fjalar Þorgeirsson hefur mikinn hug á því að fara frá Þrótti og til Fylkis sem vill fá hann í sínar raðir. Fjalar verur samningslaus næsta haust og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning sem Þróttarar hafa boðið honum. Sport 11.3.2006 00:04 Tap fyrir Englendingum Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik þjóðanna á Carrow Road í Norwich. Það var Karen Carney sem skoraði sigurmark enska liðsins skömmu fyrir leikslok. Sport 9.3.2006 22:04 Jörundur tilkynnir byrjunarliðið gegn Englendingum Jörundur Áki Sveinsson hefur nú tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Englendingum í vináttuleik í Norwich í kvöld. Þóra B. Helgadóttir mun þar taka við fyrirliðabandinu af systur sinni Ásthildi, sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Sport 9.3.2006 17:39 Ísland tapaði fyrir Trinidad Íslenska landsliðið í knattspyrnu reið ekki feitum hesti frá fyrsta leik sínum undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Trinidad og Tobago í vináttuleik sem fram fór á Loftus Road í Lundúnum. Það var gamla hetjan Dwight Yorke sem skoraði bæði mörk Trinidad, sitt í hvorum hálfleiknum. Sport 28.2.2006 22:00 Tap hjá Kostic í fyrsta leik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs tapaði illa 4-0 fyrir Skotum í fyrsta leik sínum undir stjórn Lúkasar Kostic í kvöld. Íslenska liðið fékk á sig mark strax í byrjun leiks og var undir 3-0 í hálfleik. Sport 28.2.2006 21:39 Trinidad komið í 2-0 Dwight Yorke er búinn að skora öðru sinni fyrir Trinidad og Tobago gegn Íslendingum í æfingaleik liðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 54. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á íslensku varnarmennina fyrir að bregða sóknarmanni Trinidad inni í teig í skyndisókn. Sport 28.2.2006 21:28 Trinidad leiðir í hálfleik Staðan í leik Íslands og Trinidad er 1-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í æfingaleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Dwight Yorke, sem skoraði markið eftir tíu mínútna leik. Íslenska liðið hefur alls ekki náð sér á strik í hálfleiknum og má þakka fyrir að vera aðeins einu marki undir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 28.2.2006 20:57 Trinidad komið yfir Framherjinn magnaði Dwight Yorke hefur komið liði Trinidad og Tobago yfir gegn Íslendingum í landsleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 10. mínútu eftir að íslenska liðinu mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá markinu og Yorke var ekki í neinum vandræðum með að hamra knöttinn efst í markhornið framhjá Árna Gauti Arasyni. Sport 28.2.2006 20:22 « ‹ 280 281 282 283 284 285 286 287 288 … 334 ›
Ísland lagði Hvít-Rússa í Minsk Ísland lagði Hvít-Rússa, 1-2 í undankeppni HM í knattspyrnu kvenna nú rétt í þessu en leikurinn fór fram í Minsk. Ísland komst yfir á 27. mínútu með marki Katrínar Jónsdóttur eftir hornspyrnu og Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi. Heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar. Sport 6.5.2006 15:51
Þrjú mörk komin í Minsk Staðan í leik Íslands og Hvít-Rússa er orðin 1-2 fyrir Ísland í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Minsk. Ásthildur Helgadóttir kom Íslandi í 0-2 á 51. mínútu úr þröngu færi en heimastúlkur minnkuðu muninn 2 mínútum síðar. Síðari hálfleikur er nýhafinn. Fyrra mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu íslenska liðsins og hefurKatrín Jónsdóttir verið skráð fyrir því marki. Sport 6.5.2006 15:02
Ísland komið yfir gegn Hvít-Rússum Íslenska kvennalandsliðið hefur náð forystu gegn Hvít-Rússum, 0-1 í undankeppni HM í knattspyrnu en leikurinn sem hófst kl. 14 fer fram í Minsk. Mark Íslands kom á 27. mínútu eftir hornspyrnu en ekki hefur fengist staðfest hvort um sjálfsmark var að ræða eða hver fær markið skráð á sig. Sport 6.5.2006 14:32
Blikar með Namibíumann til reynslu Nýliðar Breiðabliks í Landsbankadeildinni hafa fengið til sín varnarmann til reynslu að nafni Oliver Risser, en hann er namibískur landsliðsmaður og hefur spilað í Þýskalandi undanfarin ár. Risser mun væntanlega verða í liði Blika um helgina þegar liðið mætir KR í æfingaleik. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sport 4.5.2006 16:39
FH deildarbikarmeistari Íslandsmeistarar FH urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í knattspyrnu þegar liðið lagði Keflavík 3-2 í úrslitum í Garðabæ. FH-ingar virtust hafa gert út um leikinn í fyrri hálfleik þegar staðan var 3-0 þeim í vil, en suðurnesjaliðið náði að laga stöðuna í þeim síðari. Sport 3.5.2006 22:25
FH í góðri stöðu Íslandsmeistarar FH hafa yfir 3-0 gegn Keflavík þegar flautað hefur verið til leikhlés í úrslitaleik deildarbikarsins í knattspyrnu. Mörk FH skoruðu Sigurvin Ólafsson, Freyr Bjarnason og Tryggvi Guðmundsson. Sport 3.5.2006 20:51
Jafntefli gegn Andorra Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu gerði í kvöld markalaust jafntefli við Andorra á útivelli í fyrri leik þjóðanna í Evrópukeppninni. Síðari leikurinn fer fram hér heima þann 1. júní og sigurvegarinn kemst áfram í milliriðil keppninnar. Sport 3.5.2006 20:03
Jónas Grani í Fram Jónas Grani Garðarsson, leikmaður Íslandsmeistara FH, er genginn í raðir 1. deildarliðs Fram. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðunni fhingar.net í dag. Jónas Grani átti ekki fast sæti í liði Íslandsmeistaranna í fyrra, en hann gekk til liðs við Hafnfirðinga frá Völsungi á Húsavík á sínum tíma. Sport 3.5.2006 14:05
Slæmt gengi hjá KR "Ég hef ekki áhyggjur af gengi okkar þrátt fyrir að vissulega geti ég ekki verið sáttur með árangur okkar til þessa. Óheppni spilar inn í þar sem við höfum verið að spila með en ekki fengið úrslitin með okkur," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR við Fréttablaðið í gær en liðið tapaði í lokaleik deildabikarsins í gær fyrir 1. deildarliði Fram, 3-2. Sport 20.4.2006 18:32
Ísland stendur í stað Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista Alþjóða Knattspyrnusambandsins sem birtur var í dag. Ísland er sem fyrr í 97. sæti listans. Brasilíumenn eru á toppi listans, Tékkar í öðru sætinu og Hollendingar í því þriðja. Athygli vekur að Bandaríkjamenn eru komnir í fjórða sætið á listanum. Sport 19.4.2006 19:09
Tap fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-1 fyrir Hollendingum í æfingaleik þjóðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. Heimamenn komust yfir 1-0 eftir hálftíma leik, en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði metin fyrir íslenska liðið. Sigurmark hollenska liðsins kom svo á 58. mínútu. Sport 12.4.2006 20:01
Jörundur tilkynnir byrjunarliðið Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Hollendingum ytra klukkan 18:00 í kvöld. Hollenska liðið er mjög svipað að styrkleika og það íslenska og því má búast við jöfnum og skemmtilegum leik í kvöld. Sport 12.4.2006 13:10
Severino til Keflavíkur? Keflvíkingar vonast til að ganga frá samningi við ástralska miðvallarleikmanninn Daniel Severino á næstu dögum. Hann heillaði Kristján Guðmundsson í æfingaferð liðsins úti á Spáni, ólíkt rúmenska varnarmanninum Nihad Kourea sem fær ekki samning hjá Suðurnesjaliðinu. Sport 11.4.2006 20:13
Öruggur sigur Njarðvíkinga Njarðvíkingar hafa náð 1-0 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla eftir öruggan sigur á Skallagrími 89-70 á heimavelli sínum í Njarðvík í dag. Brenton Birmingham skoraði 14 stig fyrir Njarðvíkinga og þeir Halldór Karlsson, Egill Jónasson og Jeb Ivey skoruðu 13 stig hver. Axel Kárason var stigahæstur í liði Skallagríms með 16 stig og George Byrd skoraði aðeins 10 stig. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi á mánudagskvöldið. Sport 8.4.2006 17:35
Aðalstjórn KR biðst afsökunar á atburðinum Aðalstjórn KR harmar að ekki hafi verið farið að gildum félagsins á herrakvöldi þess þann 17. mars. Aðalstjórn KR biðst afsökunar á því dómgreindarleysi sem hún telur umræddan atburð endurspegla og telur hann mjög óheppilegan fyrir það umfangsmikla og ábyrga uppeldisstarf sem fram fer hjá KR. Innlent 31.3.2006 16:03
Markalaust hjá Keflavík og Þór A Fimm leikir eru á dagskrá í A-Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Grindavík og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöll og í Fífunni gerðu Keflavík og Þór Akureyri markalaust jafntefli. Sport 19.3.2006 17:40
Gravesen til Fylkis Knattspyrnulið Fylkis hefur er nú við það að ganga frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Peter Gravesen frá liði Herfölge í Danmörku, en Peter þessi ku vera bróðir hins eitilharða Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid á Spáni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Sport 17.3.2006 18:30
Ísland í 19. sæti Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag og er sem fyrr í 19. sæti listans. Þjóðverjar halda efsta sætinu, Bandaríkjamenn eru í öðru og Norðmenn í því þriðja. Sport 17.3.2006 16:45
Ísland niður um eitt sæti Alþjóða knattspyrnusambandið birti í dag nýja styrkleikalista og hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var síðast birtur og situr í því 97. í dag. Engar breytingar hafa orðið á uppröðun efstu þjóða á listanum, þar sem heimsmeistarar Brasilíu sitja enn sem fastast. Sport 15.3.2006 16:51
Hólmar snýr aftur heim Knattspyrnumaðurinn Hómar Örn Rúnarsson, sem verið hefur á mála hjá sænska liðinu Trelleborg undanfarið, er nú á leið aftur heim til Íslands þar sem hann mun halda áfram að spila með liði sínu Keflavík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Sport 14.3.2006 15:45
Keflavík sigraði KR Keflvíkingar unnu í dag góðan 3-1 sigur á KR-ingum í deildarbikar karla í knattspyrnu. Breiðablik og Fjölnir skyldu jöfn 2-2 og Fylkir vann Grindavík 2-1. Sport 11.3.2006 18:27
Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss? Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar. Sport 11.3.2006 01:01
Vill fara frá Þrótti til Fylkis Markmaðurinn knái Fjalar Þorgeirsson hefur mikinn hug á því að fara frá Þrótti og til Fylkis sem vill fá hann í sínar raðir. Fjalar verur samningslaus næsta haust og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning sem Þróttarar hafa boðið honum. Sport 11.3.2006 00:04
Tap fyrir Englendingum Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir Englendingum í vináttuleik þjóðanna á Carrow Road í Norwich. Það var Karen Carney sem skoraði sigurmark enska liðsins skömmu fyrir leikslok. Sport 9.3.2006 22:04
Jörundur tilkynnir byrjunarliðið gegn Englendingum Jörundur Áki Sveinsson hefur nú tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Englendingum í vináttuleik í Norwich í kvöld. Þóra B. Helgadóttir mun þar taka við fyrirliðabandinu af systur sinni Ásthildi, sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Sport 9.3.2006 17:39
Ísland tapaði fyrir Trinidad Íslenska landsliðið í knattspyrnu reið ekki feitum hesti frá fyrsta leik sínum undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar í kvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Trinidad og Tobago í vináttuleik sem fram fór á Loftus Road í Lundúnum. Það var gamla hetjan Dwight Yorke sem skoraði bæði mörk Trinidad, sitt í hvorum hálfleiknum. Sport 28.2.2006 22:00
Tap hjá Kostic í fyrsta leik Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs tapaði illa 4-0 fyrir Skotum í fyrsta leik sínum undir stjórn Lúkasar Kostic í kvöld. Íslenska liðið fékk á sig mark strax í byrjun leiks og var undir 3-0 í hálfleik. Sport 28.2.2006 21:39
Trinidad komið í 2-0 Dwight Yorke er búinn að skora öðru sinni fyrir Trinidad og Tobago gegn Íslendingum í æfingaleik liðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 54. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á íslensku varnarmennina fyrir að bregða sóknarmanni Trinidad inni í teig í skyndisókn. Sport 28.2.2006 21:28
Trinidad leiðir í hálfleik Staðan í leik Íslands og Trinidad er 1-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í æfingaleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Dwight Yorke, sem skoraði markið eftir tíu mínútna leik. Íslenska liðið hefur alls ekki náð sér á strik í hálfleiknum og má þakka fyrir að vera aðeins einu marki undir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 28.2.2006 20:57
Trinidad komið yfir Framherjinn magnaði Dwight Yorke hefur komið liði Trinidad og Tobago yfir gegn Íslendingum í landsleik þjóðanna á Loftus Road í Lundúnum. Markið kom á 10. mínútu eftir að íslenska liðinu mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá markinu og Yorke var ekki í neinum vandræðum með að hamra knöttinn efst í markhornið framhjá Árna Gauti Arasyni. Sport 28.2.2006 20:22
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið