KSÍ gefur út bækling á fjórum tungumálum 3. júní 2008 15:38 Mynd/Heimasíða KSÍ Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Knattspyrnusamband Íslands, Alþjóðahús og Landsbankinn hafa unnið að því í sameiningu síðastliðið ár að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í knattspyrnu á Íslandi. Fyrsti ávöxtur af samstarfinu er ný útgáfa af foreldrabæklingi KSÍ sem þýddur hefur verið á þrjú tungumál - ensku, pólsku og spænsku - til að ná til fleiri innflytjenda. Það er von þeirra sem að bæklingnum standa að útgáfa hans verði til þess að kveikja áhuga barna af erlendum uppruna á því að stunda knattspyrnu og auðvelda foreldrum þeirra aðgang að foreldrastarfi félaganna. Foreldrabæklingurinn kom fyrst út á íslensku árið 2006. Nýja bæklingnum verður dreift til allra aðildarfélaga KSÍ og jafnframt á námskeiðum KSÍ næstu árin. Alþjóðahús kom að verkefninu með fagþekkingu sinni og annaðist þýðingu textans á tungumálin þrjú. Landsbankinn er bakhjarl verkefnisins og hefur kostað útgáfu foreldrabæklingsins ásamt KSÍ. Skipulögð fræðsla um land alltFræðsludeild KSÍ og Alþjóðahús hafa átt nána samvinnu um að þróa námsefni um þjálfun barna og ungmenna af erlendum uppruna til að nota á fjölmörgum námskeiðum KSÍ með þjálfurum og leiðbeinendum. Næsta skref í samstarfinu verður að skipuleggja fræðslu um land allt sem miðast að því að fjölga börnum af erlendum uppruna í knattspyrnunni. Landsbankinn mun áfram styrkja þetta verkefni. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ:"KSÍ leggur mikla áherslu á það í sínu starfi að fótbolti sé fyrir alla. Það er von okkar að útgáfa bæklingsins stuðli að því að börnum innflytjenda fjölgi í knatttpyrnunni hér á landi og auki þátttöku foreldra þeirra í starfi aðildarfélaganna. Grasrótarstarf KSÍ er mjög öflugt og útgáfa foreldrabæklingsins er mikilvægur liður í því starfi. Við þökkum Alþjóðahúsi og Landsbankanum fyrir gott samstarf og vonumst til að bæklingurinn komi að góðum notum innan knattspyrnuhreyfingarinnar." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss:"Alþjóðahúsið leggur áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar aðlögunar. Þar getur hvers kyns íþrótta- og tómstundastarf skipt sköpum fyrir íbúa og skapað dýrmæt vina- og félagstengsl. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein landsins og heimsins alls og má því segja að þar finnum við vettvang, sem er án landamæra. Það er von okkar að þátttaka barna af erlendum uppruna aukist í knattspyrnufélögum landsins. Alþjóðahúsið þakkar fyrir samstarfið við Landsbankann og KSÍ." Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Landsbankans„Við hjá Landsbankanum erum mjög stolt af aðkomu bankans að verkefninu. Bankinn er bakhjarl bæði KSÍ og Alþjóðahúss og sáum við tækifæri í því að styrkja verkefni sem væri hagsmunamál allra. Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á barna- og unglingastarf í stuðningi sínum við KSÍ og íslenska knattspyrnu og málefni innflytjenda í stuðningi við Alþjóðahús. Verkefnið sameinar þetta tvennt á snjallan hátt. Samstarfið við Alþjóðahús og KSÍ hefur verið mjög gott og það er okkur sönn ánægja að halda því áfram." Af vef KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Knattspyrnusamband Íslands, Alþjóðahús og Landsbankinn hafa unnið að því í sameiningu síðastliðið ár að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í knattspyrnu á Íslandi. Fyrsti ávöxtur af samstarfinu er ný útgáfa af foreldrabæklingi KSÍ sem þýddur hefur verið á þrjú tungumál - ensku, pólsku og spænsku - til að ná til fleiri innflytjenda. Það er von þeirra sem að bæklingnum standa að útgáfa hans verði til þess að kveikja áhuga barna af erlendum uppruna á því að stunda knattspyrnu og auðvelda foreldrum þeirra aðgang að foreldrastarfi félaganna. Foreldrabæklingurinn kom fyrst út á íslensku árið 2006. Nýja bæklingnum verður dreift til allra aðildarfélaga KSÍ og jafnframt á námskeiðum KSÍ næstu árin. Alþjóðahús kom að verkefninu með fagþekkingu sinni og annaðist þýðingu textans á tungumálin þrjú. Landsbankinn er bakhjarl verkefnisins og hefur kostað útgáfu foreldrabæklingsins ásamt KSÍ. Skipulögð fræðsla um land alltFræðsludeild KSÍ og Alþjóðahús hafa átt nána samvinnu um að þróa námsefni um þjálfun barna og ungmenna af erlendum uppruna til að nota á fjölmörgum námskeiðum KSÍ með þjálfurum og leiðbeinendum. Næsta skref í samstarfinu verður að skipuleggja fræðslu um land allt sem miðast að því að fjölga börnum af erlendum uppruna í knattspyrnunni. Landsbankinn mun áfram styrkja þetta verkefni. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ:"KSÍ leggur mikla áherslu á það í sínu starfi að fótbolti sé fyrir alla. Það er von okkar að útgáfa bæklingsins stuðli að því að börnum innflytjenda fjölgi í knatttpyrnunni hér á landi og auki þátttöku foreldra þeirra í starfi aðildarfélaganna. Grasrótarstarf KSÍ er mjög öflugt og útgáfa foreldrabæklingsins er mikilvægur liður í því starfi. Við þökkum Alþjóðahúsi og Landsbankanum fyrir gott samstarf og vonumst til að bæklingurinn komi að góðum notum innan knattspyrnuhreyfingarinnar." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss:"Alþjóðahúsið leggur áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar aðlögunar. Þar getur hvers kyns íþrótta- og tómstundastarf skipt sköpum fyrir íbúa og skapað dýrmæt vina- og félagstengsl. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein landsins og heimsins alls og má því segja að þar finnum við vettvang, sem er án landamæra. Það er von okkar að þátttaka barna af erlendum uppruna aukist í knattspyrnufélögum landsins. Alþjóðahúsið þakkar fyrir samstarfið við Landsbankann og KSÍ." Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Landsbankans„Við hjá Landsbankanum erum mjög stolt af aðkomu bankans að verkefninu. Bankinn er bakhjarl bæði KSÍ og Alþjóðahúss og sáum við tækifæri í því að styrkja verkefni sem væri hagsmunamál allra. Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á barna- og unglingastarf í stuðningi sínum við KSÍ og íslenska knattspyrnu og málefni innflytjenda í stuðningi við Alþjóðahús. Verkefnið sameinar þetta tvennt á snjallan hátt. Samstarfið við Alþjóðahús og KSÍ hefur verið mjög gott og það er okkur sönn ánægja að halda því áfram." Af vef KSÍ
Íslenski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira