Ríkisútvarpið

Fréttamynd

Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu

Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt.

Innlent
Fréttamynd

Orð um bækur

Síðustu ár hefur Jórunn Sigurðardóttir staðið vaktina á vettvangi bókmenntanna með þáttinn sinn Orð um bækur á Rás 1 en nú hefur síðasti þátturinn verið sendur út.

Skoðun
Fréttamynd

FÍH hafði betur gegn Rúv

Félagsdómur staðfestir að óheimilt sé að sniðganga ákvæði kjarasamninga sem kveða á um lágmarkskjör í máli FÍH gegn Rúv. Dómurinn féll vegna samninga stofnunarinnar við hljómlistarmenn á Jazzhátíð Reykjavíkur og er fordæmisgefandi, sérstaklega í listgreinum.

Innlent
Fréttamynd

Síma­stulds- og byrlunar­mál í salt­pækli fyrir norðan

Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp.

Innlent
Fréttamynd

„Slaufaðir“ Greifarnir hundfúlir með sögulega samantekt á RÚV

Liðsmenn Greifanna eru allt annað en sáttir með að hafa verið hundsaðir í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands á RÚV. Þeir líta svo á að þeim hafi verið slaufað enda ekkert fjallað um sviðsljós sveitarinnar á því tímabili sem var til umfjöllunar í þætti fyrir tímabilið 1986 til 1992.

Lífið
Fréttamynd

Ríkisstuðningur til fjölmiðla í eigu sykurpabba

Í vikunni var fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar rætt á Alþingi. Um er að ræða frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um áframhaldandi niðurgreiðslur á taprekstri einkarekinna fyrirtækja sem teljast til fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt mun ríkissjóður halda áfram að niðurgreiða rekstrartap þeirra um 400 m. kr. á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV

Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lilja ætlar ekki að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube.

Innlent
Fréttamynd

RÚV má hita sitt grill og éta sitt eigið snakk

Ég var undrandi í gær þegar ég heyrði auglýsingu Ríkisútvarpsins um kynningu á Eurovisionkeppninni. Hitum upp grillin, græjurnar og tökum upp snakkið. Hér er stofnunin að hlutast til um hvað við Íslendingar eigum að borða og maula yfir Eurovisionkeppninni.

Skoðun
Fréttamynd

Segir meinta rit­skoðun á Ríkis­út­varpinu rit­stjórn

Pistlahöfundurinn þekkti Sif Sigmarsdóttir heldur því fram að hún hafi mátt sæta ritskoðun þegar hún lagði til pistla í Morgunútvarp Rásar 2 Ríkisútvarpsins. Dagskrárstjórinn segir þetta úr lausu lofti gripið, um hafi verið að ræða ritstjórn, ekki ritskoðun og á þessu tvennu sé munur.

Innlent
Fréttamynd

Rof á út­sendingu RÚV í nótt

Bilun varð í kerfi Ríkisútvarpsins sem olli því að tímabundið rof varð á útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 á fimmta tímanum í nótt. Unnið er að því að endurræsa öll kerfi að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að skoða veru RÚV á auglýsingamarkaði

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hyggjast setja á laggirnar þriggja manna starfshóp um málefni Ríkisútvarpsins. Hópnum er ætlað að ljúka vinnu sinni eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Allir styrkirnir í RÚV-verkefni

Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að þetta sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu, en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­miðlar og fram­tíðin

Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Rekum RUV ohf „að heiman“

Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara.

Skoðun
Fréttamynd

Eitt stykki RÚV er horfið af aug­lýsinga­markaði

Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót.

Klinkið
Fréttamynd

Hlegið og grátið á frum­sýningu nýrra þátta Ragn­hildar Steinunnar

Það var tvöföld gleði í Háskólabíói síðasta fimmtudag þegar fyrsti þáttur í heimildaþáttaröðinni TVÍBURAR var frumsýndur fyrir troðfullum sal. Þættirnir eru hugarfóstur sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem eignaðist eineggja tvíbura fyrir fjórum árum með eiginmanni sínum Hauki Inga Guðnasyni.

Lífið
Fréttamynd

Væri búin að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði væri það lausnin

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja valda­menn kannski bara veika fjöl­miðla?

Gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar er sorgleg staðfesting á því sem Blaðamannafélagið hefur varað við árum saman – að algjör markaðsbrestur hefur orðið á íslenskum fjölmiðlamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Eins og engi­sprettu­plága gangi yfir markaðinn“

Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. 

Innlent