Innlent

Hættir við að hætta og vill fimm ár í við­bót á RÚV

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stefán Eiríksson er fyrrverandi borgarritari og lögreglustjóri.
Stefán Eiríksson er fyrrverandi borgarritari og lögreglustjóri. Vísir/Vilhelm

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur gert stjórn Ríkisútvarpsins grein fyrir því að hann sé reiðubúinn til að gegna starfinu áfram en ráðningartímabili hans lýkur í byrjun næsta árs.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Samkvæmt frétt blaðsins mun stjórn RÚV mögulega ganga frá endurráðningu Stefáns síðar í þessum mánuði en samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið er útvarpsstjóri ráðinn í fimm ár í senn og heimilt er að endurráða hann einu sinni.

Stefán hafði áður greint frá því í Bítinu á Bylgjunni að hann hefði í hyggju að hætta eftir eitt ráðningartímabil.

„Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×