Að gefnu tilefni Kristján Hreinsson skrifar 1. júlí 2024 09:00 Prófessor Gauti Kristmannsson, bókagagnrýnandi Ríkisútvarpsins, ritar pistil hér á Vísi þann 28. júní s.l. og virðist gáttaður á því að ég skuli voga mér að halda uppi vörnum fyrir íslenska tungu. Í stað þess að skoða af alvöru um hvað mál mitt fjallar, eyðir prófessor Gauti púðri sínu í ómálefnalegt þvaður, rangfærslur, orðhengilshátt, útúrsnúning og endar svo á að ýja að því að ég sé með máli mínu að ráðast að tilteknum hópum fremur en að ráðast gegn því sem ég kýs að kalla hvorugkynssýki. Gauti spyr: „Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu?“ Hér er hann að tala um að notkun hvorugkyns í stað karlkyns sé liður í að koma til móts við tiltekna hópa, eða eins og Gauti ritar: „Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks.“ Þessi orð Gauta staðfesta það sem haldið hefur verið fram. Verið er að reyna að breyta tungumálinu, málfari og máltilfinningu fólks í pólitískum tilgangi. Það sem meira er, þessi breyting byggir á misskilningi, því litið er hjá þeirri staðreynd að hið málfræðilega karlkyn er kynhlutlaust. Annar misskilningur er sá að margt fólk telur samasemmerki vera á milli hins málfræðilega kyns og kyns einstaklinga. Þetta skilja allir sem vilja skilja, en Gauti Kristmannsson, háskólamaður, þýðandi og bókagagnrýnandi RÚV kýs að komast hjá skilningi, að því er virðist í pólitískum tilgangi. Hvers vegna ætti ég að vilja ráðast að fólki á grundvelli kyns eða kynvitundar? Ég ber virðingu fyrir konum og kynsegin fólki. Að drepa málum á dreif með þessum hætti sýnir að Gauti er ekki að átta sig á staðreyndum. Örvæntingarskot prófessorsins missir marks. Vissulega er málstaðurinn gegn rökum mínum máttvana þegar ýja þarf að því að mannvonska búi að baki baráttu minni gegn árásum á íslenska tungu. Bókagagnrýnandi RÚV reynir ítrekað að gera lítið úr því sem er kjarni máls míns. Hann skrifar: „Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls.“ Prófessorinn gagnrýnir stíl fréttatilkynningar minnar, bendir á uppskrúfað orðaval og leyfir sér þann munað að snúa málflutningi mínum á hvolf. Hér er það málefnafátækt Gauta sem upp úr stendur. Hann segir kæru mína vera á hendur fjölmörgum starfsmönnum. Prófessornum ætti þó að vera ljóst að um er að ræða það sem heitir KÆRA VEGNA LÖGBROTA RÍKISÚTVARPSINS. Í stað þess að snúa út úr með hártogunum og hjákátlegum stælum, ætti það að sæma manni sem hefur íslenskuna sem starfsvettvang, að sýna viðleitni minni stuðning. Nei, Gauti Kristmannsson fer þá leið að reyna að gera lítið úr þeim vörnum sem ég held á lofti fyrir íslenska tungu. Hráskinnaleikur hans verður að yndislegri sjálfshæðni. Hér kemur útskýring fyrir Gauta Kristmannsson og aðra sem enn hafa ekki meðtekið um hvað er að tefla: Þegar markvisst er ráðist að málhefð og reynt að afbaka tungumál, þá er ekki hægt að tala um að verið sé að viðhafa lýtalaust tungutak. (Ef orðatildur mitt er einhverjum ofviða, þá biðst ég velvirðingar). Lög um Ríkisútvarpið eru skýr. Þar segir að stofnuninni beri að skila lýtalausri íslensku til landsmanna. Það teljast mállýti að reyna að láta hvorugkyn stýra, þar sem málvenja segir að karlkyn sé ráðandi. Það er ekki og má ekki vera geðþóttaákvörðun starfsmanna sem þar ræður för, heldur er ráðandi sú krafa sem kemur fram í gildandi lögum. Rétt er að taka það fram fyrir þá sem ekki vita, að máltilfinning og réttlætiskennd fara ekki saman í þessu tilfelli. Málvernd stofnunarinnar er lögvarin og þá mega starfsmenn ekki breyta málhefð í pólitískum tilgangi, í nafni forræðishyggju né af öðrum hvötum. Kynhlutlaus íslenska er mýta sem hefur ekkert með raunveruleika að gera. Hugljómunin er kannski fögur en framkvæmdin er andvana fædd afurð og hrákasmíð, reist á hálfkaraðri hugsun. Þeir sem leyfa sér að hugsa þessa hvorugkynsviðleitni til enda komast að því að um meingallað fyrirbæri er að ræða. Talað er um breytt viðhorf, talað er um nýja kynvitund, látið er í það skína að um þróun tungumálsins sé að ræða. Þegar grannt er skoðað, kemur þó í ljós að hér er á ferðinni tilraun sem lýtur að því að fegra siðferði í gegnum kynhlutföll í tungumáli. Hugsunin er ylrík von en framkvæmdin ísköld vatnsgusa. Í kynhreinsunarstefnu þeirri, sem sumir kalla kynhlutlaust mál, eru einkum þrjár gefnar forsendur látnar duga. Hið stórkostlega er þó að þessar forsendur hafa í raun ekkert með málið að gera. Í fyrsta lagi trúa þeir sem aðhyllast hvorugkynssýki að samasemmerki sé á milli kyns í málfræði og kyns í líffræði. (Þessi hégilja kemur m.a. fram í orðum prófessorsins: „Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks.“). Þetta samasemmerki er ríkjandi í því sem reynt er að réttlæta. Krafan er þessi: Fjölga þarf hvorugkynsorðum til þess að koma til móts við þá sem vilja vera í hvorugkyni eða telja að of mörg orð séu í karlkyni. Kyn orða og kyn fólks hefur samt enga nauðsynlega tengingu. (Hvers eiga t.d. Ítalir að gjalda? Í tungumáli þeirra er ekkert hvorugkyn). Í öðru lagi er talað um að verið sé að koma til móts við breytt viðhorf með því að auka vægi hvorugkyns. Þessi viðleitni gengur ekki upp. Siðferði tungutaks liggur ekki í málfræðilegum eiginleikum tungumálsins, siðvitið liggur í orðunum og setningunum sem við notum, þar er það merkingin sem gildir – ekki málfræðileg bygging. Það er því ekkert annað en skinhelgi að ætla sér að breyta siðferði fólks með því að ráðast að grunnstoðum tungumálsins. Hugmyndin er sem sagt sú að heildin þurfi að aðlaga sig að hugarheimi þeirra sem vilja vera í hvorugkyni, ekki með breyttum viðhorfum heldur með því að fjölga orðum í hvorugkyni. Í þriðja lagi er talað um að hvorugkynsvæðingin sé eðlileg þróun tungumálsins. Hér er ekki eðlileg þróun á ferð, heldur forræðishyggja, tilbúin leið, samantekin ráð örfárra einstaklinga sem ætla með þykjustuleik að lyfta einhvers konar friðþægingu á stall í gegnum breytingar á málhefð og það í pólitískum tilgangi. Að ætla að breyta tungumáli og málnotkun í pólitískum tilgangi er forræðis- og alræðishyggja sem á ekki heima í lýðræðisríki. Á grundvelli þeirra raka sem liggja fyrir getur hvorugkynsvæðing tungumálsins aldrei orðið neitt annað en sýndarmennska, án allra tengsla við eðlilega málþróun í samfélaginu. Tungutaki má ekki stýra í pólitískum tilgangi með þvingun, meðvirkni eða með öðrum annarlegum þrýstingi. Á einum stað gerist Gauti Kristmannsson svo grófur að ljúga og segja mig hafa notað orðalag sem ég notaði ekki. Orðrétt skrifar prófessorinn í pistli sínum: „Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna.“ Hið rétta er að ég sagði aldrei að íslenskan væri dauðadæmd vegna aðkomu hvorugkynssýkinnar. Orð Gauta eru þvaður og sýna augljósan skort á málefnalegum rökum. Að gera öðrum upp skoðanir er dæmi um dómgreindarskort og röksemdafátækt. Hér neyðist ég til að birta nokkuð langa tilvitnun í pistil prófessorsins, ekki vegna þess að mér sýnist þar vera gáfulegur orðaflaumur á ferð, heldur vegna þess að sjaldan eða aldrei hef ég séð menn bíta höfuðið af skömminni, brenna sig á sama soðinu og skíta í nytina með slíkum tilþrifum. Gauti ritar: „Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli?“ Það er eins og ætlunin hafi verið að skjóta á mig. Síðan skýtur maðurinn sig í fótinn og svo í höfuðið. Vísvitandi afvegaleiðir prófessorinn umræðuna en samtímis og óafvitandi viðurkennir hann að meinlokan er augljós, brotavilji starfsmanna RÚV er meðvituð árás á íslenska tungu. Hér skal bölið bætt með því að benda á annað verra. Gauti Kristmannsson er ekki svo skyni skroppinn að hann telji mig vera að ráðast að sjálfsagðri málvenju: „Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“?“ Hann veit að ég er að tala um önnur dæmi þar sem afbökunin er greinileg. Engu að síður kýs hann að gera lágkúru að sínu vopni. Ég get þó svarað þessum kjánalegu spurningum Gauta með vísan í það sem segir í lögum. En samkvæmt laganna hljóðan á RÚV að flytja landsmönnum allt efni á lýtalausri íslensku. Ríkisútvarpið er ekki hafið yfir lög og hefur skýrar lagaskyldu gagnvart íslenskunni líkt og áður hefur verið rakið. Svo einfalt er það. Brot á lögum eiga að hafa afleiðingar. Ef ekki, þá hefðu lögin hvorki tilgang né merkingu. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kemur skýrt fram að hverjum starfsmanni er skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt. Þar segir einnig að ef starfsmaður sýnir vankunnáttu í starfi, sýnir af sér óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns, þá skuli forstöðumaður stofnunar veita starfsmanninum skriflega áminningu. Skrif Gauta, geirfuglagreinar og annar fyrirsláttur sýnir okkur hinum þá óstjórn sem ríkir hjá RÚV og sannar að þar eigum við stofnun sem er orðin að stjórnlausu ríki í ríkinu. Staðreyndin er engu að síður sú að yfirmenn og starfsmenn RÚV eru neyddir til að sneiða hjá þeim mállýtum sem Gauti Kristmannsson kýs að hampa í upptalningu sinni. Um er að ræða lagaskyldur og þar eiga undanbrögð að leiða til refsinga. Hápunktur pistils prófessorsins er þegar hann dritar endanlega í eigið hreiður, það gerist þegar hann reynir með upptalningu sinni að kenna okkur hversu vel og vandlega má nota orðið „þau“ í stað „þeir“ en honum tekst samtímis að kenna okkur minni spámönnunum hvernig mállýti spretta fram. Gauti spyr: „Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina?“ Dæmin um galla þeirrar forræðishyggju sem ég kalla hvorugkynssýki, blasa hér við. Frumlagið er „þau“ og ætti að vísa til einhvers. En í hvað er vísað? Er vísað í þau „ungmenni“, þau „fórnarlömb“, þau „gamalmenni“? Svarið er að hér er ekki nein skýr tilvísun. Aftur á móti verður tilvísunin skýr ef spurt er: Hvað þá um þá sem eru „þágufallssjúkir“? Þá sem nota nýju þolmyndina?“ Hér vísar frumlagið með skýrum hætti í „menn“ eða „einstaklinga“. Ég og Gauti Kristmannsson ættum að stofna samtök til verndar íslenskri tungu, við ættum að fá í lið með okkur allt útvarpsfólk, alla fjölmiðlamenn, allt háskólasamfélagið, kennarastéttina og yfirleitt allt fólk sem á þá ósk að íslenskan fái að lifa. Ég á allavega þann draum að íslenskan fái að dafna þrátt fyrir mótbyr. Til þess að svo megi verða þurfum við að berjast gegn öllum vágestum. Kæra mín er liður í því að bjarga íslenskri tungu. Höfundur er maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Prófessor Gauti Kristmannsson, bókagagnrýnandi Ríkisútvarpsins, ritar pistil hér á Vísi þann 28. júní s.l. og virðist gáttaður á því að ég skuli voga mér að halda uppi vörnum fyrir íslenska tungu. Í stað þess að skoða af alvöru um hvað mál mitt fjallar, eyðir prófessor Gauti púðri sínu í ómálefnalegt þvaður, rangfærslur, orðhengilshátt, útúrsnúning og endar svo á að ýja að því að ég sé með máli mínu að ráðast að tilteknum hópum fremur en að ráðast gegn því sem ég kýs að kalla hvorugkynssýki. Gauti spyr: „Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu?“ Hér er hann að tala um að notkun hvorugkyns í stað karlkyns sé liður í að koma til móts við tiltekna hópa, eða eins og Gauti ritar: „Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks.“ Þessi orð Gauta staðfesta það sem haldið hefur verið fram. Verið er að reyna að breyta tungumálinu, málfari og máltilfinningu fólks í pólitískum tilgangi. Það sem meira er, þessi breyting byggir á misskilningi, því litið er hjá þeirri staðreynd að hið málfræðilega karlkyn er kynhlutlaust. Annar misskilningur er sá að margt fólk telur samasemmerki vera á milli hins málfræðilega kyns og kyns einstaklinga. Þetta skilja allir sem vilja skilja, en Gauti Kristmannsson, háskólamaður, þýðandi og bókagagnrýnandi RÚV kýs að komast hjá skilningi, að því er virðist í pólitískum tilgangi. Hvers vegna ætti ég að vilja ráðast að fólki á grundvelli kyns eða kynvitundar? Ég ber virðingu fyrir konum og kynsegin fólki. Að drepa málum á dreif með þessum hætti sýnir að Gauti er ekki að átta sig á staðreyndum. Örvæntingarskot prófessorsins missir marks. Vissulega er málstaðurinn gegn rökum mínum máttvana þegar ýja þarf að því að mannvonska búi að baki baráttu minni gegn árásum á íslenska tungu. Bókagagnrýnandi RÚV reynir ítrekað að gera lítið úr því sem er kjarni máls míns. Hann skrifar: „Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls.“ Prófessorinn gagnrýnir stíl fréttatilkynningar minnar, bendir á uppskrúfað orðaval og leyfir sér þann munað að snúa málflutningi mínum á hvolf. Hér er það málefnafátækt Gauta sem upp úr stendur. Hann segir kæru mína vera á hendur fjölmörgum starfsmönnum. Prófessornum ætti þó að vera ljóst að um er að ræða það sem heitir KÆRA VEGNA LÖGBROTA RÍKISÚTVARPSINS. Í stað þess að snúa út úr með hártogunum og hjákátlegum stælum, ætti það að sæma manni sem hefur íslenskuna sem starfsvettvang, að sýna viðleitni minni stuðning. Nei, Gauti Kristmannsson fer þá leið að reyna að gera lítið úr þeim vörnum sem ég held á lofti fyrir íslenska tungu. Hráskinnaleikur hans verður að yndislegri sjálfshæðni. Hér kemur útskýring fyrir Gauta Kristmannsson og aðra sem enn hafa ekki meðtekið um hvað er að tefla: Þegar markvisst er ráðist að málhefð og reynt að afbaka tungumál, þá er ekki hægt að tala um að verið sé að viðhafa lýtalaust tungutak. (Ef orðatildur mitt er einhverjum ofviða, þá biðst ég velvirðingar). Lög um Ríkisútvarpið eru skýr. Þar segir að stofnuninni beri að skila lýtalausri íslensku til landsmanna. Það teljast mállýti að reyna að láta hvorugkyn stýra, þar sem málvenja segir að karlkyn sé ráðandi. Það er ekki og má ekki vera geðþóttaákvörðun starfsmanna sem þar ræður för, heldur er ráðandi sú krafa sem kemur fram í gildandi lögum. Rétt er að taka það fram fyrir þá sem ekki vita, að máltilfinning og réttlætiskennd fara ekki saman í þessu tilfelli. Málvernd stofnunarinnar er lögvarin og þá mega starfsmenn ekki breyta málhefð í pólitískum tilgangi, í nafni forræðishyggju né af öðrum hvötum. Kynhlutlaus íslenska er mýta sem hefur ekkert með raunveruleika að gera. Hugljómunin er kannski fögur en framkvæmdin er andvana fædd afurð og hrákasmíð, reist á hálfkaraðri hugsun. Þeir sem leyfa sér að hugsa þessa hvorugkynsviðleitni til enda komast að því að um meingallað fyrirbæri er að ræða. Talað er um breytt viðhorf, talað er um nýja kynvitund, látið er í það skína að um þróun tungumálsins sé að ræða. Þegar grannt er skoðað, kemur þó í ljós að hér er á ferðinni tilraun sem lýtur að því að fegra siðferði í gegnum kynhlutföll í tungumáli. Hugsunin er ylrík von en framkvæmdin ísköld vatnsgusa. Í kynhreinsunarstefnu þeirri, sem sumir kalla kynhlutlaust mál, eru einkum þrjár gefnar forsendur látnar duga. Hið stórkostlega er þó að þessar forsendur hafa í raun ekkert með málið að gera. Í fyrsta lagi trúa þeir sem aðhyllast hvorugkynssýki að samasemmerki sé á milli kyns í málfræði og kyns í líffræði. (Þessi hégilja kemur m.a. fram í orðum prófessorsins: „Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks.“). Þetta samasemmerki er ríkjandi í því sem reynt er að réttlæta. Krafan er þessi: Fjölga þarf hvorugkynsorðum til þess að koma til móts við þá sem vilja vera í hvorugkyni eða telja að of mörg orð séu í karlkyni. Kyn orða og kyn fólks hefur samt enga nauðsynlega tengingu. (Hvers eiga t.d. Ítalir að gjalda? Í tungumáli þeirra er ekkert hvorugkyn). Í öðru lagi er talað um að verið sé að koma til móts við breytt viðhorf með því að auka vægi hvorugkyns. Þessi viðleitni gengur ekki upp. Siðferði tungutaks liggur ekki í málfræðilegum eiginleikum tungumálsins, siðvitið liggur í orðunum og setningunum sem við notum, þar er það merkingin sem gildir – ekki málfræðileg bygging. Það er því ekkert annað en skinhelgi að ætla sér að breyta siðferði fólks með því að ráðast að grunnstoðum tungumálsins. Hugmyndin er sem sagt sú að heildin þurfi að aðlaga sig að hugarheimi þeirra sem vilja vera í hvorugkyni, ekki með breyttum viðhorfum heldur með því að fjölga orðum í hvorugkyni. Í þriðja lagi er talað um að hvorugkynsvæðingin sé eðlileg þróun tungumálsins. Hér er ekki eðlileg þróun á ferð, heldur forræðishyggja, tilbúin leið, samantekin ráð örfárra einstaklinga sem ætla með þykjustuleik að lyfta einhvers konar friðþægingu á stall í gegnum breytingar á málhefð og það í pólitískum tilgangi. Að ætla að breyta tungumáli og málnotkun í pólitískum tilgangi er forræðis- og alræðishyggja sem á ekki heima í lýðræðisríki. Á grundvelli þeirra raka sem liggja fyrir getur hvorugkynsvæðing tungumálsins aldrei orðið neitt annað en sýndarmennska, án allra tengsla við eðlilega málþróun í samfélaginu. Tungutaki má ekki stýra í pólitískum tilgangi með þvingun, meðvirkni eða með öðrum annarlegum þrýstingi. Á einum stað gerist Gauti Kristmannsson svo grófur að ljúga og segja mig hafa notað orðalag sem ég notaði ekki. Orðrétt skrifar prófessorinn í pistli sínum: „Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna.“ Hið rétta er að ég sagði aldrei að íslenskan væri dauðadæmd vegna aðkomu hvorugkynssýkinnar. Orð Gauta eru þvaður og sýna augljósan skort á málefnalegum rökum. Að gera öðrum upp skoðanir er dæmi um dómgreindarskort og röksemdafátækt. Hér neyðist ég til að birta nokkuð langa tilvitnun í pistil prófessorsins, ekki vegna þess að mér sýnist þar vera gáfulegur orðaflaumur á ferð, heldur vegna þess að sjaldan eða aldrei hef ég séð menn bíta höfuðið af skömminni, brenna sig á sama soðinu og skíta í nytina með slíkum tilþrifum. Gauti ritar: „Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli?“ Það er eins og ætlunin hafi verið að skjóta á mig. Síðan skýtur maðurinn sig í fótinn og svo í höfuðið. Vísvitandi afvegaleiðir prófessorinn umræðuna en samtímis og óafvitandi viðurkennir hann að meinlokan er augljós, brotavilji starfsmanna RÚV er meðvituð árás á íslenska tungu. Hér skal bölið bætt með því að benda á annað verra. Gauti Kristmannsson er ekki svo skyni skroppinn að hann telji mig vera að ráðast að sjálfsagðri málvenju: „Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“?“ Hann veit að ég er að tala um önnur dæmi þar sem afbökunin er greinileg. Engu að síður kýs hann að gera lágkúru að sínu vopni. Ég get þó svarað þessum kjánalegu spurningum Gauta með vísan í það sem segir í lögum. En samkvæmt laganna hljóðan á RÚV að flytja landsmönnum allt efni á lýtalausri íslensku. Ríkisútvarpið er ekki hafið yfir lög og hefur skýrar lagaskyldu gagnvart íslenskunni líkt og áður hefur verið rakið. Svo einfalt er það. Brot á lögum eiga að hafa afleiðingar. Ef ekki, þá hefðu lögin hvorki tilgang né merkingu. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins kemur skýrt fram að hverjum starfsmanni er skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt. Þar segir einnig að ef starfsmaður sýnir vankunnáttu í starfi, sýnir af sér óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns, þá skuli forstöðumaður stofnunar veita starfsmanninum skriflega áminningu. Skrif Gauta, geirfuglagreinar og annar fyrirsláttur sýnir okkur hinum þá óstjórn sem ríkir hjá RÚV og sannar að þar eigum við stofnun sem er orðin að stjórnlausu ríki í ríkinu. Staðreyndin er engu að síður sú að yfirmenn og starfsmenn RÚV eru neyddir til að sneiða hjá þeim mállýtum sem Gauti Kristmannsson kýs að hampa í upptalningu sinni. Um er að ræða lagaskyldur og þar eiga undanbrögð að leiða til refsinga. Hápunktur pistils prófessorsins er þegar hann dritar endanlega í eigið hreiður, það gerist þegar hann reynir með upptalningu sinni að kenna okkur hversu vel og vandlega má nota orðið „þau“ í stað „þeir“ en honum tekst samtímis að kenna okkur minni spámönnunum hvernig mállýti spretta fram. Gauti spyr: „Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina?“ Dæmin um galla þeirrar forræðishyggju sem ég kalla hvorugkynssýki, blasa hér við. Frumlagið er „þau“ og ætti að vísa til einhvers. En í hvað er vísað? Er vísað í þau „ungmenni“, þau „fórnarlömb“, þau „gamalmenni“? Svarið er að hér er ekki nein skýr tilvísun. Aftur á móti verður tilvísunin skýr ef spurt er: Hvað þá um þá sem eru „þágufallssjúkir“? Þá sem nota nýju þolmyndina?“ Hér vísar frumlagið með skýrum hætti í „menn“ eða „einstaklinga“. Ég og Gauti Kristmannsson ættum að stofna samtök til verndar íslenskri tungu, við ættum að fá í lið með okkur allt útvarpsfólk, alla fjölmiðlamenn, allt háskólasamfélagið, kennarastéttina og yfirleitt allt fólk sem á þá ósk að íslenskan fái að lifa. Ég á allavega þann draum að íslenskan fái að dafna þrátt fyrir mótbyr. Til þess að svo megi verða þurfum við að berjast gegn öllum vágestum. Kæra mín er liður í því að bjarga íslenskri tungu. Höfundur er maður.
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun