Kristjana frá Rúv til Ásmundar Einars Árni Sæberg skrifar 1. október 2024 10:21 Kristjana Arnarsdóttir hefur þegar störf sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars. Stjórnarráðið Kristjana Arnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur undanfarin ár getið sér gott orð á íþróttafréttadeild Ríkisútvarpsins og sem stjórnandi Gettu betur. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Kristjana sé með B.A.-próf í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og MSc-próf í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristjana hafi síðastliðin átta ár starfað hjá Rúv sem íþróttafréttamaður og þáttastjórnandi. Hún hafi til fjölda ára stýrt umfjöllun á Rúv frá mörgum stórmótum í íþróttum, unnið við innlenda dagskrárgerð í sjónvarpi og hafi verið spyrill í spurningaþættinum Gettu betur frá 2019 til 2023. Maki Kristjönu sé Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, og saman eigi þau eina dóttur, Rósu Björk, sem sé tveggja ára. Kristjana hefji störf í dag, 1. október. Hún muni starfa ásamt Teiti Erlingssyni, sem sé einnig aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. Hlakkar til að láta til sín taka „Ég hlakka mikið til að setja mig inn í störf Ásmundar enda eru málefnin sem heyra undir ráðuneytið mér afar hugleikin. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum við að halda áfram að tryggja betra samfélag fyrir öll börnin okkar, efla íslenskt íþróttastarf og styðja við þær umbreytingar sem menntakerfið stendur frammi fyrir,“ segir Kristjana í færslu á Facebook. Þá þakkar hún þeim sem unnið hafa með henni á Rúv undanfarin átta ár fyrir allt, vináttuna, hláturinn, gráturinn, kaffibollana og sminkið, sem hún muni nú þurfa að læra að gera sjálf. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Ríkisútvarpið Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Kristjana sé með B.A.-próf í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og MSc-próf í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristjana hafi síðastliðin átta ár starfað hjá Rúv sem íþróttafréttamaður og þáttastjórnandi. Hún hafi til fjölda ára stýrt umfjöllun á Rúv frá mörgum stórmótum í íþróttum, unnið við innlenda dagskrárgerð í sjónvarpi og hafi verið spyrill í spurningaþættinum Gettu betur frá 2019 til 2023. Maki Kristjönu sé Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, og saman eigi þau eina dóttur, Rósu Björk, sem sé tveggja ára. Kristjana hefji störf í dag, 1. október. Hún muni starfa ásamt Teiti Erlingssyni, sem sé einnig aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. Hlakkar til að láta til sín taka „Ég hlakka mikið til að setja mig inn í störf Ásmundar enda eru málefnin sem heyra undir ráðuneytið mér afar hugleikin. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum við að halda áfram að tryggja betra samfélag fyrir öll börnin okkar, efla íslenskt íþróttastarf og styðja við þær umbreytingar sem menntakerfið stendur frammi fyrir,“ segir Kristjana í færslu á Facebook. Þá þakkar hún þeim sem unnið hafa með henni á Rúv undanfarin átta ár fyrir allt, vináttuna, hláturinn, gráturinn, kaffibollana og sminkið, sem hún muni nú þurfa að læra að gera sjálf.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Ríkisútvarpið Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Sjá meira