Óréttlæti sem verði að leiðrétta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2024 09:03 Sigþór kallar eftir úbótum hjá Ríkisútvarpinu. vísir „Þetta er óréttlæti sem þarf að leiðrétta,“ segir formaður Blindrafélagsins um aðgengi blindra og sjónskertra að efni Ríkisútvarpsins. Hann segir lítið verða úr verki í Efstaleitinu þrátt fyrir fjölda fyrirspurna, bréfa og nýrra lausna. Í aðsendri grein á Vísi fjallar Sigþór U. Hallfreðsson formaður félagsins um aðgengi að efni Ríkisútvarpsins. Kveikjan að skrifum hans er umræða um útsendingar RÚV um gervihnött, sem var hætt 1. júlí og kom flatt upp á sjómenn sem höfðu treyst á útsendinguna á sjó. Menningarmálaráðherra óskaði eftir því í kjölfarið við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. „Við hjá Blindrafélaginu gleðjumst yfir því að tekið hafi verið tillit til stöðu sjómanna. Í þessu samhengi langar okkur þó að benda á að Blindrafélagið hefur sent fjölda fyrirspurna og bréfa til RÚV vegna síðunnar og appsins á þeirra vegum og lengi beðið eftir sjónlýsingum á innlendu efni, og hefur átt marga jákvæða fundi með útvarpsstjóra og öðrum stjórnendum RÚV en lítið verður þó úr verki þrátt fyrir að fjöldi nýrra lausna hafi orðið til á undanförnum árum,“ segir Sigþór. Bent hafi verið á að aðgangur að vefsíðu RÚV virki illa fyrir vefvart. Aðrar fréttaveitur séu með aðgengilegar fréttir fyrir vefvarp og því hægur leikur að bæta úr aðgenginu. „Á sama tíma hefur Blindrafélagið bent á að vefur RÚV og öpp þeirra séu ekki nægilega aðgengileg fyrir skjálesara, sem gerir það erfitt fyrir blinda og sjónskerta að nota þau.“ Sigþór segir frá sérstakri Sjónlýsingarviku sem haldin hafi verið í október, þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, var knúinn til að svara um hvenær væri von á sjónlýsingum. „Okkur hafa enn ekki borist svör en viljum vera bjartsýn á að geta fengið að fylgjast með næstu þáttaröð Aftureldingar og annars íslensks gæðaefnis RÚV og fá að taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu um menningar- og dægurmál. Brýnt sé að RÚV taki aðgengismál alvarlega og geri raunverulegar úrbætur. „Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda, heldur einnig spurning um réttlæti og samfélagslega ábyrgð. Við vonumst til að sjá raunverulegar úrbætur á þessu sviði og hlökkum til þess dags þegar allir, óháð staðsetningu eða fötlun, geta notið þess sem RÚV hefur upp á að bjóða. Við hjá Blindrafélaginu erum tilbúin til samstarfs.“ Ríkisútvarpið Málefni fatlaðs fólks Fjölmiðlar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi fjallar Sigþór U. Hallfreðsson formaður félagsins um aðgengi að efni Ríkisútvarpsins. Kveikjan að skrifum hans er umræða um útsendingar RÚV um gervihnött, sem var hætt 1. júlí og kom flatt upp á sjómenn sem höfðu treyst á útsendinguna á sjó. Menningarmálaráðherra óskaði eftir því í kjölfarið við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. „Við hjá Blindrafélaginu gleðjumst yfir því að tekið hafi verið tillit til stöðu sjómanna. Í þessu samhengi langar okkur þó að benda á að Blindrafélagið hefur sent fjölda fyrirspurna og bréfa til RÚV vegna síðunnar og appsins á þeirra vegum og lengi beðið eftir sjónlýsingum á innlendu efni, og hefur átt marga jákvæða fundi með útvarpsstjóra og öðrum stjórnendum RÚV en lítið verður þó úr verki þrátt fyrir að fjöldi nýrra lausna hafi orðið til á undanförnum árum,“ segir Sigþór. Bent hafi verið á að aðgangur að vefsíðu RÚV virki illa fyrir vefvart. Aðrar fréttaveitur séu með aðgengilegar fréttir fyrir vefvarp og því hægur leikur að bæta úr aðgenginu. „Á sama tíma hefur Blindrafélagið bent á að vefur RÚV og öpp þeirra séu ekki nægilega aðgengileg fyrir skjálesara, sem gerir það erfitt fyrir blinda og sjónskerta að nota þau.“ Sigþór segir frá sérstakri Sjónlýsingarviku sem haldin hafi verið í október, þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, var knúinn til að svara um hvenær væri von á sjónlýsingum. „Okkur hafa enn ekki borist svör en viljum vera bjartsýn á að geta fengið að fylgjast með næstu þáttaröð Aftureldingar og annars íslensks gæðaefnis RÚV og fá að taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu um menningar- og dægurmál. Brýnt sé að RÚV taki aðgengismál alvarlega og geri raunverulegar úrbætur. „Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda, heldur einnig spurning um réttlæti og samfélagslega ábyrgð. Við vonumst til að sjá raunverulegar úrbætur á þessu sviði og hlökkum til þess dags þegar allir, óháð staðsetningu eða fötlun, geta notið þess sem RÚV hefur upp á að bjóða. Við hjá Blindrafélaginu erum tilbúin til samstarfs.“
Ríkisútvarpið Málefni fatlaðs fólks Fjölmiðlar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira