UMF Njarðvík

Fréttamynd

Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn

„Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 99-90 KR | Deildarmeistararnir náðu loks að leggja KR

Deildarmeistarar Njarðvíkur tóku á móti KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hart var tekist á. Alvöru úrslitakeppnisleikur hér í kvöld og rífandi stemming í húsinu. KR-ingar hafa haft gott tak á Njarðvíkingum í vetur og völtuðu yfir þá síðast þegar liðin mættust, svo það má segja það hafi verið smá pressa á deildarmeisturunum fyrir þennan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík – Kefla­vík 98-93| Njarðvík deildarmeistari og Keflavík missti heimavallarréttinn

Njarðvík er deildarmeistari eftir fimm stiga sigur á Keflavík í 22. umferð Subway-deildar karla. Önnur úrslit voru Keflavík óhagstæð sem þýddi að Keflavík missti heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Hörður Axel Vilhjálmsson gat þó glaðst yfir því að hann bætti met Justin Shouse og er Hörður orðinn stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erfiðast að vinna deildarmeistaratitilinn“

Njarðvík tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 98-93. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með árangurinn í deildarkeppninni sem skilaði efsta sætinu.

Sport
Fréttamynd

Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra.

Körfubolti
Fréttamynd

Njarðvíkinga þyrstir í titil

Aliyah Collier segir Njarðvíkinga hungraða í að binda endi á langa titlaþurrð félagsins. Njarðvík varð tvöfaldur meistari 2012 en hefur ekki unnið titil síðan þá. En það gæti breyst um helgina.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Njarð­vík  116-120 | Njarð­víkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik

Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum.

Körfubolti