Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 60-56 | Njarðvíkingar höfðu betur í hörðum Suðurnesjaslag Siggeir Ævarsson skrifar 10. október 2023 23:17 Haukar Njarðvík Subway deild kvenna Vísir/Snædís Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 60-56 í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum. Það eru engar ýkjur að segja að það hafi verið hart tekist á í Ljónagryfjunni í kvöld. Grindvíkingar ætluðu sér greinilega að leika eins þétt upp að línunni og dómararnir leyfðu og það gekk frábærlega í fyrri hálfleik en þar til rétt undir lok hálfleiksins voru Grindvíkingar aðeins með eina villu í 2. leikhluta. Leikurinn var afar jafn og lítið skorað endar varnir beggja liða þéttar fyrir. Njarðvíkingar settu Tynice Martin beint í byrjunarliðið sem virtist riðla leikskipulagi þeirra töluvert. Hún tók 25% af skotum liðsins í fyrri hálfleik og var stigahæst með tíu stig meðan Emilie Hesseldal var aðeins með eitt stig, sem þykir lítið á þeim bænum en var þó að frákasta vel og finna liðsfélaga sína. Grindvíkingar fóru langt á baráttunni og voru yfir með tveimur stigum í hálfleik, staðan 31-33. Njarðvíkingar mættu aftur á móti mjög ákveðnir til leiks í þriðja leikhluta og hertu vörnina til muna. Grindavík skoraði aðeins sjö stig í leikhlutanum ef frá er talinn þristur frá Alexöndru í blálokin. Gestirnir voru þó ekki af baki dottnir og jöfnuðu leikinn 48-48. Eftir það virtust Njarðvíkingar vera með betri tök á leiknum en Grindavík átti eina endurkomu inni og minnkuðu muninn í tvö stig en komust ekki nær. Grindavíkurkonur voru í dauðafæri til að jafna þegar dæmd var umdeild sóknarvilla á Dani Rodriguez og Njarðvíkingar komust í sókn með 24 sekúndur á klukkunni. Sú sókn tók 19 sekúndur áður en Grindvíkingar brutu loks og sendu Emilie Hesseldal á línuna sem innsiglaði sigurinn. Njarðvíkursigur niðurstaðan í leik þar sem kappið bar fegurðina ofurliði en leikurinn var engu að síður afbragðsgóð skemmtun og minnti ákefðin oft á vorleik í úrslitakeppninni frekar en einn af fyrstu leikjum haustsins. Af hverju vann Njarðvík? Þær lögðu grunninn að sigrinum með góðum varnarleik í þriðja leikhluta sem þær unnu 17-10. Grindvíkingar voru samt hársbreidd frá því að jafna leikinn og hefði þessi leikur í raun getað farið á hvorn veginn sem er. Hverjar stóðu upp úr? Tynice Martin var stigahæst Njarðvíkinga með 17 stig en skaut líka mjög mikið. Jana Falsdóttir skoraði 15 stig og þá skilaði Emilie Hesseldal sjö stigum, 21 frákasti og sex stoðsendingum, þrátt fyrir að hitta ekki úr einu skoti af 14 utan af velli. Dani Rodriguez dró vagninn sóknarlega fyrir Grindavík með 14 stig og tók ellefu fráköst. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk ótrúlegt en satt verr að taka fráköst en Grindvíkingum. Grindavík tók 58 fráköst gegn 46 fráköstum hjá heimakonum. Þá gekk Tynice Martin afar illa á vítalínunni, nýtti aðeins fimm af tíu vítaskotum sínum. Hvað gerist næst? Það er erfitt að segja þar sem vefsíða KKÍ sýnir eftirfarandi skilaboð þegar smellt er á Meistaraflokkar: „Unable to display this Article. No presentation template was found“ Með krókaleiðum gat blaðamaður þó komist að því að næsti leikur Grindavíkur er heimaleikur gegn Breiðabliki 17. október og Njarðvíkingar sækja Þór heim á Akureyri sama kvöld. Þorleifur: „Við vorum að taka slæmar ákvarðanir og boltinn gekk ekki nógu vel.“ Lalli hefur oft verið sáttari í leikslok en í kvöldVísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var búinn að ná að pústa aðeins þegar hann mætti í viðtal eftir leikinn í kvöld. „Þetta var alvöru grannaslagur. Hörkuleikur og mikið barist, bara gaman af þessu.“ Hann tók undir orð blaðamanns að þriðji leikhlutinn hafi í raun kostað Grindavík sigurinn í kvöld. „Klárlega. Við lentum í miklum vandræðum sóknarlega í þriðja. Njarðvík var að gera vel. Skipta mikið og voru ákveðnar í því og settu okkar svolítið úr jafnvægi. Við vorum að taka slæmar ákvarðanir og boltinn gekk ekki nógu vel. Gamla góða bara, þær ýttu okkur út úr því sem við vildum gera og tókst það vel.“ Þorleifur var ekki sáttur við sóknarvilluna sem Dani fékk í lokin og fannst þetta vera rangur dómur. „Mér fannst það ekki en ég samdi við dómarann að við myndum báðir skoða þetta. Hún kom klárlega við hana, Njarðvíkinginn, en ég vil meina að það hafi verið Njarðvíkingur sem henni á hana. Það er það sem ég man og ég sá. Ég náði að halda ró minni, sem betur fer því þetta var ennþá hnífjafn leikur en þær náðu að klára þetta.“ Grindvíkingar eru 3-1 í deildinni en þetta var fyrsti ósigur þeirra í haust. Þorleifur sagðist vera nokkuð sáttur með hvernig Grindavík hefur farið af stað. „Virkilega sáttur við byrjunina. Hefði kannski viljað fá einn dag í hvíld í viðbót til að spila á móti Njarðvík. Við hittum illa og kannski einhver þreyta eða einbeitingarleysi en við erum að byrja vel og þurfum að byggja á því góða sem við erum að gera.“ - Sagði Þorleifur að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík
Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 60-56 í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum. Það eru engar ýkjur að segja að það hafi verið hart tekist á í Ljónagryfjunni í kvöld. Grindvíkingar ætluðu sér greinilega að leika eins þétt upp að línunni og dómararnir leyfðu og það gekk frábærlega í fyrri hálfleik en þar til rétt undir lok hálfleiksins voru Grindvíkingar aðeins með eina villu í 2. leikhluta. Leikurinn var afar jafn og lítið skorað endar varnir beggja liða þéttar fyrir. Njarðvíkingar settu Tynice Martin beint í byrjunarliðið sem virtist riðla leikskipulagi þeirra töluvert. Hún tók 25% af skotum liðsins í fyrri hálfleik og var stigahæst með tíu stig meðan Emilie Hesseldal var aðeins með eitt stig, sem þykir lítið á þeim bænum en var þó að frákasta vel og finna liðsfélaga sína. Grindvíkingar fóru langt á baráttunni og voru yfir með tveimur stigum í hálfleik, staðan 31-33. Njarðvíkingar mættu aftur á móti mjög ákveðnir til leiks í þriðja leikhluta og hertu vörnina til muna. Grindavík skoraði aðeins sjö stig í leikhlutanum ef frá er talinn þristur frá Alexöndru í blálokin. Gestirnir voru þó ekki af baki dottnir og jöfnuðu leikinn 48-48. Eftir það virtust Njarðvíkingar vera með betri tök á leiknum en Grindavík átti eina endurkomu inni og minnkuðu muninn í tvö stig en komust ekki nær. Grindavíkurkonur voru í dauðafæri til að jafna þegar dæmd var umdeild sóknarvilla á Dani Rodriguez og Njarðvíkingar komust í sókn með 24 sekúndur á klukkunni. Sú sókn tók 19 sekúndur áður en Grindvíkingar brutu loks og sendu Emilie Hesseldal á línuna sem innsiglaði sigurinn. Njarðvíkursigur niðurstaðan í leik þar sem kappið bar fegurðina ofurliði en leikurinn var engu að síður afbragðsgóð skemmtun og minnti ákefðin oft á vorleik í úrslitakeppninni frekar en einn af fyrstu leikjum haustsins. Af hverju vann Njarðvík? Þær lögðu grunninn að sigrinum með góðum varnarleik í þriðja leikhluta sem þær unnu 17-10. Grindvíkingar voru samt hársbreidd frá því að jafna leikinn og hefði þessi leikur í raun getað farið á hvorn veginn sem er. Hverjar stóðu upp úr? Tynice Martin var stigahæst Njarðvíkinga með 17 stig en skaut líka mjög mikið. Jana Falsdóttir skoraði 15 stig og þá skilaði Emilie Hesseldal sjö stigum, 21 frákasti og sex stoðsendingum, þrátt fyrir að hitta ekki úr einu skoti af 14 utan af velli. Dani Rodriguez dró vagninn sóknarlega fyrir Grindavík með 14 stig og tók ellefu fráköst. Hvað gekk illa? Njarðvíkingum gekk ótrúlegt en satt verr að taka fráköst en Grindvíkingum. Grindavík tók 58 fráköst gegn 46 fráköstum hjá heimakonum. Þá gekk Tynice Martin afar illa á vítalínunni, nýtti aðeins fimm af tíu vítaskotum sínum. Hvað gerist næst? Það er erfitt að segja þar sem vefsíða KKÍ sýnir eftirfarandi skilaboð þegar smellt er á Meistaraflokkar: „Unable to display this Article. No presentation template was found“ Með krókaleiðum gat blaðamaður þó komist að því að næsti leikur Grindavíkur er heimaleikur gegn Breiðabliki 17. október og Njarðvíkingar sækja Þór heim á Akureyri sama kvöld. Þorleifur: „Við vorum að taka slæmar ákvarðanir og boltinn gekk ekki nógu vel.“ Lalli hefur oft verið sáttari í leikslok en í kvöldVísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var búinn að ná að pústa aðeins þegar hann mætti í viðtal eftir leikinn í kvöld. „Þetta var alvöru grannaslagur. Hörkuleikur og mikið barist, bara gaman af þessu.“ Hann tók undir orð blaðamanns að þriðji leikhlutinn hafi í raun kostað Grindavík sigurinn í kvöld. „Klárlega. Við lentum í miklum vandræðum sóknarlega í þriðja. Njarðvík var að gera vel. Skipta mikið og voru ákveðnar í því og settu okkar svolítið úr jafnvægi. Við vorum að taka slæmar ákvarðanir og boltinn gekk ekki nógu vel. Gamla góða bara, þær ýttu okkur út úr því sem við vildum gera og tókst það vel.“ Þorleifur var ekki sáttur við sóknarvilluna sem Dani fékk í lokin og fannst þetta vera rangur dómur. „Mér fannst það ekki en ég samdi við dómarann að við myndum báðir skoða þetta. Hún kom klárlega við hana, Njarðvíkinginn, en ég vil meina að það hafi verið Njarðvíkingur sem henni á hana. Það er það sem ég man og ég sá. Ég náði að halda ró minni, sem betur fer því þetta var ennþá hnífjafn leikur en þær náðu að klára þetta.“ Grindvíkingar eru 3-1 í deildinni en þetta var fyrsti ósigur þeirra í haust. Þorleifur sagðist vera nokkuð sáttur með hvernig Grindavík hefur farið af stað. „Virkilega sáttur við byrjunina. Hefði kannski viljað fá einn dag í hvíld í viðbót til að spila á móti Njarðvík. Við hittum illa og kannski einhver þreyta eða einbeitingarleysi en við erum að byrja vel og þurfum að byggja á því góða sem við erum að gera.“ - Sagði Þorleifur að lokum.