Sport

Richotti hættur og Tenerife hengir upp treyjuna hans

Andri Már Eggertsson skrifar
Richotti í baráttunni við Kristófer Breka. Richotti lék í treyju númer fimm hjá Njarðvík líkt og í Tenerife 
Richotti í baráttunni við Kristófer Breka. Richotti lék í treyju númer fimm hjá Njarðvík líkt og í Tenerife  Vísir/Hulda Margrét

Hinn 36 ára gamli Nicolas Richotti hefur lagt skóna á hilluna eftir langan feril. Richotti lék síðustu tvö tímabilin sem leikstjórnandi Njarðvíkur.

Eftir nítján tímabil í körfubolta hefur Richotti lagt skóna á hilluna. Richotti lék síðustu tvö tímabilin á ferlinum sem leikstjórnandi Njarðvíkur.

Richotti lék í níu ár með Canarias sem er þekktara undir nafninu Lenovo Tenerife. Þar spilaði hann í ACB-deildinni, vann Meistaradeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða.

 

Nú þegar ferlinum er lokið mun hann taka að sér starf innan Lenovo Tenerife. Félagið mun síðan heiðra hann með því að hengja treyjuna hans upp í rjáfur. Það mun því enginn annar innan félagsins leika í treyju númer fimm.

Hann spilaði sín síðustu tvö tímabil með Njarðvík í Subway-deild karla. Hjá Njarðvík vann hann bikarmeistaratitilinn árið 2021. Á síðasta tímabili í Subway-deildinni gerði hann að meðaltali 14 stig og gaf 4.3 stoðsendingar í leik.

Síðasti leikur hans á ferlinum var tap gegn Tindastóli í undanúrslitum. Richotti spilaði 25 mínútur og gerði 12 stig. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×