Spá Vísis í Subway kvenna (1.til 5.): Mörg lið með augu á Íslandsmeistaratitlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2023 12:01 Daniela Wallen spilar nú sitt fimmta tímabil með Keflavík en á enn eftir að vinna stóran titil. Vísir/Hulda Margrét Subway deild kvenna í körfubolta hefst í völd en hún tekur miklum breytingum á milli tímabila. Fleiri lið eru nú í deildinni, deildinni verður tvískipt um mitt tímabil og nú verða tvöfalt fleiri lið í úrslitakeppninni sem þýðir að deildin verður allt öðruvísi en í fyrra. Vísir kynnir liðin til leiks og í dag er komið að þeim fimm liðum sem við teljum að endi í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt í tvennt. Mörg lið ætla sér stóra hluti í deildinni í vetur sem lofar góðu fyrir jafna og spennandi baráttu á toppnum. Deildin mun örugglega vera tvískipt en keppnin um heimavallarrétt í úrslitakeppninni og sjálfan deildarmeistaratitilinn ætti að vera mjög spennandi. Keflavíkurkonur hafa sleikt sárin í sumar eftir klúðrið í fyrravetur og mæta enn sterkari til leiks eftir að hafa endurheimt eins bestu körfuboltakonu landsins í Thelmu Dís Ágústsdóttur. Keflavíkurliðið leit út fyrir að vera besta liðið í fyrra en hafði ekki hausinn í að klára stærstu leiki tímabilsins. Sverrir Þór Sverrisson gerði frábæra hluti með þessar stelpur þegar hann stýrði þeim síðast og það lítur út fyrir að Litlu slátrararnir úr Keflavík hafi aftur náð vopnum sínum að fullu. Nú þarf hausinn hins vegar að vera í lagi. Haukarnir endurheimtu einnig öfluga landsliðskonu í Þóru Kristínu Jónsdóttur og vonast síðan eftir því að Helena Sverrisdóttir komist aftur á lappir. Haukarnir hafa unnið bikarinn oft á síðustu árum en þær hafa ekki tekið þann stóra í fimm ár. Hungrið er örugglega mikið á Ásvöllum í að verða loksins Íslandsmeistari sem mörgum þótti nánast vera sjálfsagður hlutur eftir að þær fengu Helenu aftur heim. Íslandsmeistarar Vals komu mörgum á óvart í fyrravor en þær höfðu rétta hugarfarið og toppuðu á réttum tíma. Liðið hefur nú sótt þjálfarann sem tapaði fyrir þeim í úrslitunum í fyrra og þrátt fyrir brottfall úr meistaraliðinu þá er stór hluti kjarnans áfram klár í slaginn í vetur. Stærsta spurningarmerkið meðal bestu liðanna er kannski Njarðvíkurliðið en Njarðvík 3.0 eins og hægt er að kalla liðið. Annað árið í röð þarf þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson nefnilega nánast að setja saman nýtt lið frá grunni. Rúnar Ingi hefur kallað til fjóra erlenda leikmenn og einn af þeim er gömul stjarna úr íslensku deildinni eða Daninn öflugi Emilie Sofie Hesseldal. Það er aftur á móti erfitt að missa íslenska kjarnann annað árið í röð en lærdómur síðasta tímabils ætti að hjálpa Rúnari við að móta nýtt lið. Grindvíkurliðið lítur fyrir mót að vera þarna mitt á milli. Ekki nógu öflugar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en með mun meiri reynslu og breidd en liðin fyrir neðan þær. Ætli Grindavík sér meira en það þá þurfa margar að ungu leikmönnum liðsins að taka stórt skref fram á við í vetur. Hulda Björk Ólafsdóttir er lykilleikmaður í Grindavíkurliðinu.Vísir/Bára 5. sæti - Grindavík Síðustu tímabil 2022-23: 5. sæti í A-deild 2021-22: 6. sæti í A-deild 2020-21: 3. sæti í B-deild 2019-20: 8. sæti í A-deild 2018-19: 2. sæti í B-deild Árið í fyrra: Grindavíkurliðið tók stórt framfaraskref á milli tímabila, vann næstum því tvöfalt fleiri leiki en tímabilið áður (11 á móti 6) og hækkaði sig um eitt sæti í töflunni. Liðið virtist ætla að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni en gaf eftir á lokasprettinum. Besta frétt sumarsins: Það er alltaf gott að fá öflugan uppalinn leikmann heim og Grindavík endurheimti Ólöfu Rún Óladóttur eftir þrjú tímabil í Keflavík. Ólöf Rún var bara átján ára þegar hún spilaði síðast með Grindavík og var þá með 11,5 stig í leik. Áhyggjuefnið: Liðin fyrir ofan Grindavík hafa styrkt sig verulega fyrir tímabilið en það er minna að frétta af leikmannamálum Grindavíkur. Liðið fékk til sín nýja erlenda leikmenn en þarf nú að treysta á betri frammistöðu sinna eigin stelpna ætli liðið að gera meira en í fyrra. Þarf að eiga gott tímabil: Hulda Björk Ólafsdóttir og Hekla Eik Nökkvadóttir er báðar komnar með tveggja tímabil reynslu í stóru hlutverki í efstu deild og þurfa báðar að taka næsta skref ætli Grindvíkingar að gera eitthvað í vetur. Bjartsýni: Nær heimavallarrétti í úrslitakeppninni með því að ná einu af fjórum efstu sætunum. Svartsýni: Komast ekki í efri hlutann þegar deildinni verður skipt í tvennt. Valskonur unnu Íslandsmeistaratitilinn í vor eftir að hafa toppað á réttum tíma.Vísir/Hulda Margrét 4. sæti - Valur Síðustu tímabil 2022-23: 3. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2021-22: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2020-21: 1. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2019-20: 1. sæti í A-deild 2018-19: 1. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) Árið í fyrra: Valskonur komu mörgum á óvart með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en þær toppuðu heldur betur á hárréttum tíma og höfðu betur í fjórum leikjum í lokaúrslitunum á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Hildur Björg Kjartansdóttir og Embla Kristínardóttir bættust við liðið á miðju tímabili og áttu mikinn þátt í sigrinum í lokin. Besta frétt sumarsins: Valsmenn sömdu aftur við Ástu Júlíu Grímsdóttur sem er hægt að setja í sama flokk og að ná því að semja aftur við Kristófer Acox í karlaliðinu. Það var vissulega áhugi annars staðar. Valsmenn fá því annað tímabil með landsliðskonunum Ástu Júlíu og Hildi Björgu Kjartansdóttur undir körfunni sem mun skapa mótherjum alls konar vandræði. Áhyggjuefnið: Það eru stórar breytingar á milli tímabila á stjórn liðsins. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari hætti með liðið og leikstjórnandinn öflugi Kiana Johnson snýr ekki aftur ekki frekar en reynsluboltarnir Hallveig Jónsdóttir og Embla Kristínardóttir. Það eru því nýjar áherslu og nýjar raddir í hópnum á Hlíðarenda í vetur. Þarf að eiga gott tímabil: Sara Líf Boama er einn mest spennandi leikmaður deildarinnar. Hún hefur sannað sig í deildinni sem varnarmaður og frábær frákastari en um leið og hún fer að skila fleiri stigum á töfluna þá á hún möguleika á því að breyta miklu fyrir Valsliðið. Bjartsýni: Verja Íslandsmeistaratitilinn og vinna jafnvel tvöfalt. Svartsýni: Ná ekki að fylgja eftir góðu tímabili og ná ekki heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 2022 en síðan hefur Rúnar Ingi Erlingsson þurft að setjan saman tvö ný lið.Vísir/Hulda Margrét 3. sæti - Njarðvík Síðustu tímabil 2022-23: 4. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 4. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2020-21: 1. sæti í B-deild 2019-20: 4. sæti í B-deild 2018-19: 4. sæti í B-deild Árið í fyrra: Eftir ævintýrið veturinn 2021-22 var tímabilið í fyrra af allt öðrum toga. Njarðvíkurliðið missti íslenska kjarnann sinn og reyndi að búa til nýtt lið úr nýjum leikmönnum en það gekk ekki upp. Liðið komst samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir að missa sinn besta leikmann í meiðsli. Besta frétt sumarsins: Njarðvíkingar stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna með því að semja við hana dönsku Emilie Sofie Hesseldal sem hefur unnið alls staðar þar sem hún kemur þar á meðal sögulegan bikarmeistaratitil með Skallagrím 2020. Áhyggjuefnið: Annað árið í röð þarf Rúnar Ingi Erlingsson og búa algjörlega til nýtt lið. Fjórir nýir erlendir leikmenn þurfa bæði að passa saman og passa inn í hópinn. Þarf að eiga gott tímabil: Lára Ásgeirsdóttir kemur heim úr námi í Bandaríkjunum og er skyndilega orðinn reyndasti íslenski leikmaðurinn í hópnum. Hún var í litlu hlutverki í Íslandsmeistaraliðinu 2022 en hefur alla burði til að fá meiri ábyrgð í þessu liði sem ætlar sér líka stóra hluti. Bjartsýni: Endurtaka ævintýrið frá 2021-22 og vinna titil eða titla. Svartsýni: Lenda í vandræðum með að setja saman nýtt lið og enda í neðri hlutanum þegar deildinni verður skipt í tvennt. Ef Helena Sverrisdóttir kemst aftur af stað fyrir alvöru þá gæti hún breytt miklu fyrir Haukaliðið.Vísir/Bára 2. sæti - Haukar Síðustu tímabil 2022-23: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 3. sæti í A-deild (Lokaúrslit) 2020-21: 2. sæti í A-deild (Lokaúrslit) 2019-20: 5. sæti í A-deild 2018-19: 6. sæti í A-deild Árið í fyrra: Haukarnir voru líklegir til afreka í fyrra og gerðu vel í að verða bikarmeistarar. Þær töpuðu hins vegar fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í Val og þrátt fyrir að komast í oddaleik þá var það ekki nóg til að komast í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Besta frétt sumarsins: Landsliðskonan Þóra Kristín Jónsdóttir snéri aftur heim á Ásvelli eftir ára meistaranám í Danmörku þar sem hún náði ekki bara meistaraprófi utan vallar heldur einnig meistaratitlum innan vallar með Falcon liðinu. Áhyggjuefnið: Staðan á Helenu Sverrisdóttur. Helena var lítið með vegna meiðsla á síðustu leiktíð og það munaði mikið um það á lokasprettinum að hún var ekki heil og í formi. Helena var ekki með í Meistarakeppninni og það stefnir því í svipað vesen á henni á þessari leiktíð. Það yrðu ekki góðar fréttir fyrir titilvonir liðsins. Þarf að eiga gott tímabil: Tinna Guðrún Alexandersdóttir tók stórt skref á síðasta tímabili og mikilvægi hennar verður ekkert minna í ár. Frábær bakvörður á báðum endum vallarins og er algjör gerandi í leik liðsins ekki síst þegar Helena er frá. Bjartsýni: Íslandsmeistarar og vinna jafnvel bikarinn að auki. Svartsýni: Verða ekki í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir verða í stórum hlutverkum hjá Keflavík í vetur.Vísir/Hulda Margrét 1. sæti - Keflavík Síðustu tímabil 2022-23: 1. sæti í A-deild (Lokaúrslit) 2021-22: 5. sæti í A-deild 2020-21: 3. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2019-20: 3. sæti í A-deild 2018-19: 2. sæti í A-deild (Lokaúrslit) Árið í fyrra: Keflavík leit út fyrir að vera besta liðið í fyrravetur. Liðið vann deildarmeistaratitilinn nokkuð sannfærandi en liðið fór á taugum á stóra sviðinu, bæði með því að tapa bikarúrslitaleiknum með 28 stigum sem og að tapa 3-1 á móti Val í úrslitaeinvíginu um titilinn. Tvö silfur voru því vonbrigði miðað við hvað liðið leit vel út. Besta frétt sumarsins: Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir því að endurheimta frábæran leikmann eins og Thelmu Dís Ágústsdóttur sem er komin heim eftir fimm ára nám í Ball State í Bandaríkjunum. Keflavík vann þrjá stóra titla á síðustu tveimur heilu tímabilum hennar með liðinu. Áhyggjuefnið: Kvennalið Keflavík hefur ekki unnið stóran titil í fimm ár sem þykir afar langur tíma hjá stórveldinu. Eftir vonbrigðin miklu í fyrra er pressan enn meiri á liðinu að klára dæmið í ár enda er allt til alls til að vinna titlana í vetur. Þarf að eiga gott tímabil: Birna Benónýsdóttir hefur alla burði til að vera besti miðherji deildarinnar og einstakur leikmaður fyrir Keflavíkurliðið. Birna átti fínt tímabil í fyrra en með enn betri leik getur hún gert gæfumuninn fyrir Keflavíkurkonur í vetur. Bjartsýni: Breyta silfrunum sáru í fyrra í tvö glansandi gull í vetur. Svartsýni: Missa aftur af því að vinna titil þrátt fyrir að vera með mjög öflugt lið. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Valur Haukar UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Vísir kynnir liðin til leiks og í dag er komið að þeim fimm liðum sem við teljum að endi í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt í tvennt. Mörg lið ætla sér stóra hluti í deildinni í vetur sem lofar góðu fyrir jafna og spennandi baráttu á toppnum. Deildin mun örugglega vera tvískipt en keppnin um heimavallarrétt í úrslitakeppninni og sjálfan deildarmeistaratitilinn ætti að vera mjög spennandi. Keflavíkurkonur hafa sleikt sárin í sumar eftir klúðrið í fyrravetur og mæta enn sterkari til leiks eftir að hafa endurheimt eins bestu körfuboltakonu landsins í Thelmu Dís Ágústsdóttur. Keflavíkurliðið leit út fyrir að vera besta liðið í fyrra en hafði ekki hausinn í að klára stærstu leiki tímabilsins. Sverrir Þór Sverrisson gerði frábæra hluti með þessar stelpur þegar hann stýrði þeim síðast og það lítur út fyrir að Litlu slátrararnir úr Keflavík hafi aftur náð vopnum sínum að fullu. Nú þarf hausinn hins vegar að vera í lagi. Haukarnir endurheimtu einnig öfluga landsliðskonu í Þóru Kristínu Jónsdóttur og vonast síðan eftir því að Helena Sverrisdóttir komist aftur á lappir. Haukarnir hafa unnið bikarinn oft á síðustu árum en þær hafa ekki tekið þann stóra í fimm ár. Hungrið er örugglega mikið á Ásvöllum í að verða loksins Íslandsmeistari sem mörgum þótti nánast vera sjálfsagður hlutur eftir að þær fengu Helenu aftur heim. Íslandsmeistarar Vals komu mörgum á óvart í fyrravor en þær höfðu rétta hugarfarið og toppuðu á réttum tíma. Liðið hefur nú sótt þjálfarann sem tapaði fyrir þeim í úrslitunum í fyrra og þrátt fyrir brottfall úr meistaraliðinu þá er stór hluti kjarnans áfram klár í slaginn í vetur. Stærsta spurningarmerkið meðal bestu liðanna er kannski Njarðvíkurliðið en Njarðvík 3.0 eins og hægt er að kalla liðið. Annað árið í röð þarf þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson nefnilega nánast að setja saman nýtt lið frá grunni. Rúnar Ingi hefur kallað til fjóra erlenda leikmenn og einn af þeim er gömul stjarna úr íslensku deildinni eða Daninn öflugi Emilie Sofie Hesseldal. Það er aftur á móti erfitt að missa íslenska kjarnann annað árið í röð en lærdómur síðasta tímabils ætti að hjálpa Rúnari við að móta nýtt lið. Grindvíkurliðið lítur fyrir mót að vera þarna mitt á milli. Ekki nógu öflugar til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en með mun meiri reynslu og breidd en liðin fyrir neðan þær. Ætli Grindavík sér meira en það þá þurfa margar að ungu leikmönnum liðsins að taka stórt skref fram á við í vetur. Hulda Björk Ólafsdóttir er lykilleikmaður í Grindavíkurliðinu.Vísir/Bára 5. sæti - Grindavík Síðustu tímabil 2022-23: 5. sæti í A-deild 2021-22: 6. sæti í A-deild 2020-21: 3. sæti í B-deild 2019-20: 8. sæti í A-deild 2018-19: 2. sæti í B-deild Árið í fyrra: Grindavíkurliðið tók stórt framfaraskref á milli tímabila, vann næstum því tvöfalt fleiri leiki en tímabilið áður (11 á móti 6) og hækkaði sig um eitt sæti í töflunni. Liðið virtist ætla að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni en gaf eftir á lokasprettinum. Besta frétt sumarsins: Það er alltaf gott að fá öflugan uppalinn leikmann heim og Grindavík endurheimti Ólöfu Rún Óladóttur eftir þrjú tímabil í Keflavík. Ólöf Rún var bara átján ára þegar hún spilaði síðast með Grindavík og var þá með 11,5 stig í leik. Áhyggjuefnið: Liðin fyrir ofan Grindavík hafa styrkt sig verulega fyrir tímabilið en það er minna að frétta af leikmannamálum Grindavíkur. Liðið fékk til sín nýja erlenda leikmenn en þarf nú að treysta á betri frammistöðu sinna eigin stelpna ætli liðið að gera meira en í fyrra. Þarf að eiga gott tímabil: Hulda Björk Ólafsdóttir og Hekla Eik Nökkvadóttir er báðar komnar með tveggja tímabil reynslu í stóru hlutverki í efstu deild og þurfa báðar að taka næsta skref ætli Grindvíkingar að gera eitthvað í vetur. Bjartsýni: Nær heimavallarrétti í úrslitakeppninni með því að ná einu af fjórum efstu sætunum. Svartsýni: Komast ekki í efri hlutann þegar deildinni verður skipt í tvennt. Valskonur unnu Íslandsmeistaratitilinn í vor eftir að hafa toppað á réttum tíma.Vísir/Hulda Margrét 4. sæti - Valur Síðustu tímabil 2022-23: 3. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2021-22: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2020-21: 1. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2019-20: 1. sæti í A-deild 2018-19: 1. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) Árið í fyrra: Valskonur komu mörgum á óvart með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en þær toppuðu heldur betur á hárréttum tíma og höfðu betur í fjórum leikjum í lokaúrslitunum á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Hildur Björg Kjartansdóttir og Embla Kristínardóttir bættust við liðið á miðju tímabili og áttu mikinn þátt í sigrinum í lokin. Besta frétt sumarsins: Valsmenn sömdu aftur við Ástu Júlíu Grímsdóttur sem er hægt að setja í sama flokk og að ná því að semja aftur við Kristófer Acox í karlaliðinu. Það var vissulega áhugi annars staðar. Valsmenn fá því annað tímabil með landsliðskonunum Ástu Júlíu og Hildi Björgu Kjartansdóttur undir körfunni sem mun skapa mótherjum alls konar vandræði. Áhyggjuefnið: Það eru stórar breytingar á milli tímabila á stjórn liðsins. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari hætti með liðið og leikstjórnandinn öflugi Kiana Johnson snýr ekki aftur ekki frekar en reynsluboltarnir Hallveig Jónsdóttir og Embla Kristínardóttir. Það eru því nýjar áherslu og nýjar raddir í hópnum á Hlíðarenda í vetur. Þarf að eiga gott tímabil: Sara Líf Boama er einn mest spennandi leikmaður deildarinnar. Hún hefur sannað sig í deildinni sem varnarmaður og frábær frákastari en um leið og hún fer að skila fleiri stigum á töfluna þá á hún möguleika á því að breyta miklu fyrir Valsliðið. Bjartsýni: Verja Íslandsmeistaratitilinn og vinna jafnvel tvöfalt. Svartsýni: Ná ekki að fylgja eftir góðu tímabili og ná ekki heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Njarðvík varð Íslandsmeistari vorið 2022 en síðan hefur Rúnar Ingi Erlingsson þurft að setjan saman tvö ný lið.Vísir/Hulda Margrét 3. sæti - Njarðvík Síðustu tímabil 2022-23: 4. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 4. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2020-21: 1. sæti í B-deild 2019-20: 4. sæti í B-deild 2018-19: 4. sæti í B-deild Árið í fyrra: Eftir ævintýrið veturinn 2021-22 var tímabilið í fyrra af allt öðrum toga. Njarðvíkurliðið missti íslenska kjarnann sinn og reyndi að búa til nýtt lið úr nýjum leikmönnum en það gekk ekki upp. Liðið komst samt í úrslitakeppnina þrátt fyrir að missa sinn besta leikmann í meiðsli. Besta frétt sumarsins: Njarðvíkingar stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna með því að semja við hana dönsku Emilie Sofie Hesseldal sem hefur unnið alls staðar þar sem hún kemur þar á meðal sögulegan bikarmeistaratitil með Skallagrím 2020. Áhyggjuefnið: Annað árið í röð þarf Rúnar Ingi Erlingsson og búa algjörlega til nýtt lið. Fjórir nýir erlendir leikmenn þurfa bæði að passa saman og passa inn í hópinn. Þarf að eiga gott tímabil: Lára Ásgeirsdóttir kemur heim úr námi í Bandaríkjunum og er skyndilega orðinn reyndasti íslenski leikmaðurinn í hópnum. Hún var í litlu hlutverki í Íslandsmeistaraliðinu 2022 en hefur alla burði til að fá meiri ábyrgð í þessu liði sem ætlar sér líka stóra hluti. Bjartsýni: Endurtaka ævintýrið frá 2021-22 og vinna titil eða titla. Svartsýni: Lenda í vandræðum með að setja saman nýtt lið og enda í neðri hlutanum þegar deildinni verður skipt í tvennt. Ef Helena Sverrisdóttir kemst aftur af stað fyrir alvöru þá gæti hún breytt miklu fyrir Haukaliðið.Vísir/Bára 2. sæti - Haukar Síðustu tímabil 2022-23: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 3. sæti í A-deild (Lokaúrslit) 2020-21: 2. sæti í A-deild (Lokaúrslit) 2019-20: 5. sæti í A-deild 2018-19: 6. sæti í A-deild Árið í fyrra: Haukarnir voru líklegir til afreka í fyrra og gerðu vel í að verða bikarmeistarar. Þær töpuðu hins vegar fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í Val og þrátt fyrir að komast í oddaleik þá var það ekki nóg til að komast í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð. Besta frétt sumarsins: Landsliðskonan Þóra Kristín Jónsdóttir snéri aftur heim á Ásvelli eftir ára meistaranám í Danmörku þar sem hún náði ekki bara meistaraprófi utan vallar heldur einnig meistaratitlum innan vallar með Falcon liðinu. Áhyggjuefnið: Staðan á Helenu Sverrisdóttur. Helena var lítið með vegna meiðsla á síðustu leiktíð og það munaði mikið um það á lokasprettinum að hún var ekki heil og í formi. Helena var ekki með í Meistarakeppninni og það stefnir því í svipað vesen á henni á þessari leiktíð. Það yrðu ekki góðar fréttir fyrir titilvonir liðsins. Þarf að eiga gott tímabil: Tinna Guðrún Alexandersdóttir tók stórt skref á síðasta tímabili og mikilvægi hennar verður ekkert minna í ár. Frábær bakvörður á báðum endum vallarins og er algjör gerandi í leik liðsins ekki síst þegar Helena er frá. Bjartsýni: Íslandsmeistarar og vinna jafnvel bikarinn að auki. Svartsýni: Verða ekki í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir verða í stórum hlutverkum hjá Keflavík í vetur.Vísir/Hulda Margrét 1. sæti - Keflavík Síðustu tímabil 2022-23: 1. sæti í A-deild (Lokaúrslit) 2021-22: 5. sæti í A-deild 2020-21: 3. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2019-20: 3. sæti í A-deild 2018-19: 2. sæti í A-deild (Lokaúrslit) Árið í fyrra: Keflavík leit út fyrir að vera besta liðið í fyrravetur. Liðið vann deildarmeistaratitilinn nokkuð sannfærandi en liðið fór á taugum á stóra sviðinu, bæði með því að tapa bikarúrslitaleiknum með 28 stigum sem og að tapa 3-1 á móti Val í úrslitaeinvíginu um titilinn. Tvö silfur voru því vonbrigði miðað við hvað liðið leit vel út. Besta frétt sumarsins: Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir því að endurheimta frábæran leikmann eins og Thelmu Dís Ágústsdóttur sem er komin heim eftir fimm ára nám í Ball State í Bandaríkjunum. Keflavík vann þrjá stóra titla á síðustu tveimur heilu tímabilum hennar með liðinu. Áhyggjuefnið: Kvennalið Keflavík hefur ekki unnið stóran titil í fimm ár sem þykir afar langur tíma hjá stórveldinu. Eftir vonbrigðin miklu í fyrra er pressan enn meiri á liðinu að klára dæmið í ár enda er allt til alls til að vinna titlana í vetur. Þarf að eiga gott tímabil: Birna Benónýsdóttir hefur alla burði til að vera besti miðherji deildarinnar og einstakur leikmaður fyrir Keflavíkurliðið. Birna átti fínt tímabil í fyrra en með enn betri leik getur hún gert gæfumuninn fyrir Keflavíkurkonur í vetur. Bjartsýni: Breyta silfrunum sáru í fyrra í tvö glansandi gull í vetur. Svartsýni: Missa aftur af því að vinna titil þrátt fyrir að vera með mjög öflugt lið.
Síðustu tímabil 2022-23: 5. sæti í A-deild 2021-22: 6. sæti í A-deild 2020-21: 3. sæti í B-deild 2019-20: 8. sæti í A-deild 2018-19: 2. sæti í B-deild
Síðustu tímabil 2022-23: 3. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2021-22: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2020-21: 1. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2019-20: 1. sæti í A-deild 2018-19: 1. sæti í A-deild (Íslandsmeistari)
Síðustu tímabil 2022-23: 4. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 4. sæti í A-deild (Íslandsmeistari) 2020-21: 1. sæti í B-deild 2019-20: 4. sæti í B-deild 2018-19: 4. sæti í B-deild
Síðustu tímabil 2022-23: 2. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2021-22: 3. sæti í A-deild (Lokaúrslit) 2020-21: 2. sæti í A-deild (Lokaúrslit) 2019-20: 5. sæti í A-deild 2018-19: 6. sæti í A-deild
Síðustu tímabil 2022-23: 1. sæti í A-deild (Lokaúrslit) 2021-22: 5. sæti í A-deild 2020-21: 3. sæti í A-deild (Undanúrslit) 2019-20: 3. sæti í A-deild 2018-19: 2. sæti í A-deild (Lokaúrslit)
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Valur Haukar UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira