Stjarnan

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafntefli í dramatískm leik
Haukar og Stjarnan mættust að Ásvöllum í kvöld í fyrsta leik 15. umferðar í Olís-deildinni. Leikurinn var jafn og spennandi. Stjarnan tryggði sér eitt stig út úr leiknum með síðasta skoti leiksins af vítalínunni en liðið hafði verið skrefi á eftir Haukum allan seinni hálfleikinn. Lokatölur 33-33.

Valdi þær bestu í klefanum
Góður liðsfélagi er mikilvægur öllum íþróttaliðum og það á vel við í Olís deild kvenna í handbolta eins og í öðrum deildum. Seinni bylgjan tók í gær saman fimm manna lista yfir leikmenn sem fá hæstu einkunn í búningsklefanum.

Róbert: Ekki nógu margir sem hittu á daginn sinn í dag
Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu var vitaskuld sár og svekktur eftir tap hans manna gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í kvöld. Stjarnan vann fjögurra marka sigur eftir jafnan leik.

Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Grótta 31-27 | Stjarnan í fjórða sætið eftir góðan sigur
Í kvöld lék Stjarnan sinn fyrsta leik í 52 daga þegar Grótta kom í heimsókn í 14. umferð Olís-deildarinnar. Lauk leiknum með nokkuð sannfærandi sigri heimamanna. Lokatölur 31-27 og Stjarnan byrjar nýja árið vel.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 31-28 | Stjarnan áfram með í toppslagnum
Stjarnan vann sigur á Fram í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Þetta er þriðji sigur Stjörnunnar á Fram í vetur en með sigrinum nær Stjarnan að halda í við topplið Vals og ÍBV.

Heitustu liðin fyrir áramót mætast í kvöld og Arnar Daði fór yfir málin með Gaupa
Toppliðin Valur og FH mætast í kvöld í fyrsta stórleiknum í Olís deild karla í handbolta eftir HM-frí.

Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Njarðvíkursigur í sveiflukenndum leik
Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals.

„Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá“
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, slapp með skrekkinn í kvöld þegar hans menn lögðu Stjörnuna í sveiflukenndum leik í Subway-deild karla. Hann hrósaði Stjörnumönnum fyrir þeirra frammistöðu sem gáfu Njarðvíkingum heldur betur alvöru leik í kvöld.

Eiginkona Gunnhildar Yrsu samdi líka við Stjörnuna
Erin McLeod hefur samið við Stjörnuna og muna spila með liðinu í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar alveg eins og eiginkona hennar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.

Stjarnan í humátt á eftir toppliðunum
Stjarnan lagði Selfoss með fjögurra marka mun, 26-22, í Olís deild kvenna í handbolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er þremur stigum á eftir toppliðum ÍBV og Vals.

Stjarnan hirti Þungavigtarbronsið eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Bestu deildar liðin Stjarnan og Keflavík mættust í leiknum um þriðja sætið í Þungavigtarbikarnum í fótbolta í dag.

Gunnhildur Yrsa var orðin þreytt en hlakkar til ævintýrisins með Stjörnunni
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin heim úr atvinnumennsku og spilar með uppeldisfélagi sínu Stjörnunnar á komandi leiktíð. Hún lítur bjartsýnisaugum á framtíðina hér heima.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 94-76 | Stjarnan seig fram úr undir lokin
Stjarnan vann mikilvægan sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 94-76 og Stjarnan skilur ÍR-inga sex stigum fyrir aftan sig í töflunni.

Arnar Guðjónsson um leikbannið: Séríslenskt að þjálfari fari alltaf í leikbann fyrir að vera vikið út úr húsi
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki á hliðarlínunni þar sem hann var í leikbanni. Arnar tjáði sig um leikbannið og að hans mati er regluverkið ósanngjarnt gagnvart þjálfurum.

Úr marki ÍA til Stjörnunnar
Árni Snær Ólafsson, sem verið hefur markvörður og fyrirliði ÍA í fótbolta, er mættur í Garðabæinn og genginn í raðir Stjörnunnar.

Arnar í bann en leikmenn sluppu
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KKÍ vegna framgöngu sinnar í leiknum gegn Keflavík síðastliðinn föstudag í Subway-deildinni í körfubolta.

Gunnhildur Yrsa komin heim í Stjörnuna
Landsliðskonan margreynda Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Gunnhildur Yrsa kemur til Stjörnunnar frá bandaríska liðinu Orlando Pride.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 25-31 | Gestirnir unnu grannaslaginn á Ásvöllum
Eftir að hafa náð í aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjum vann Stjarnan góðan sigur á nágrönnum sínum frá Hafnafirði. Lokatölur á Ásvöllum 25-31 og Stjarnan fór með stigin tvö heim í Garðabæ.

Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Stjarnan 115-87 | Keflvíkingar lögðu skapheita Stjörnumenn
Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87.

Arnar: Holan var allt of stór og við áttum ekki breik
Arnar Guðjónsson, þjálfari liðs Stjörnunnar í Subway deild karla í körfubolta, var að vonum ekki sérstaklega brosmildur eftir að lið hans beið stóran ósigur fyrir Keflavík, 115-87, fyrr í kvöld.

Tómas undir hnífinn eftir tveggja ára glímu við meiðsli
Körfuboltamaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson verður ekki með Stjörnunni næstu sex vikurnar hið minnsta en hann fór í aðgerð á báðum fótum eftir tapið gegn Val í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 66-71 | Valsmenn bikarmeistarar eftir spennutrylli
Valur er bikarmeistari í körfuknattleik karla eftir 71-66 sigur á Stjörnunni í æsispennandi úrslitaleik. Valsmenn eru nú ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 25-25 | Valskonur komu til baka og náðu í stig gegn Stjörnunni
Stjarnan og Valur skildu jöfn, 25-25, þegar liðin áttust við í æsispennandi og kaflaskiptum leik í 12. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í Mýrinni í Garðabænum í dag.

Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig.

Arnar heldur með Hetti: Ég er utan af landi og held með landsbyggðinni
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega gríðarlega sáttur eftir sigurinn á Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikarsins í kvöld. Stjarnan hefur gengið í gegnum nokkuð mikla leikmannaveltu að undanförnu en lét það ekki hafa áhrif á sig.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 18-22 | ÍBV vann annan stórleikinn í röð
ÍBV vann mikilvægan sigur á liði Stjörnunnar í kvöld í TM-höllinni í Garðabæ. Eyjakonur sigruðu leikinn með fjórum mörkum eftir afar kaflaskiptan leik. Fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti í Olís-deild kvenna og voru með jafnmörg stig, eða sextán talsins eftir tíu leiki.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 89-83 | Stjarnan í bikarúrslit fimmta árið í röð
Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaleik VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 89-83 sigur á Keflavík í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan mætir annað hvort Val eða Hetti í úrslitum.

Arnar getur komið Stjörnuliðinu í bikarúrslit í fimmtu bikarkeppninni í röð
Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, á dag möguleika á því að koma liði sínu í bikarúrslitaleikinn í fimmta sinn á fimm tímabilum sínum sem þjálfari Garðabæjarliðsins.

„Okkur langar að vera eins og þær þegar við verðum stórar“
„Mér líður vel. Ég er stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar Guðjónsson, annar þjálfara Stjörnunnar, eftir 27 stiga tap gegn Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 73-100 | Keflvíkingar í bikarúrslit
Keflavík vann býsna auðveldan sigur gegn ungu liði Stjörnunnar þegar topplið Subway-deildar kvenna og topplið 1. deildar kvenna áttust við í undanúrslitum VÍS-bikarsins í Laugardalshöll.