Arnar um stórleik Ægis: Hann æfir eins og hann spilar Andri Már Eggertsson skrifar 26. október 2023 21:40 Arnar Guðjónsson ræðir við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Stjarnan vann endurkomusigur gegn Keflavík á heimavelli 87-81. Stjarnan var mest nítján stigum undir og Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn. „Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn okkar klunnalegur sem varð til þess að við fengum hraðaupphlaup í bakið. Varnarlega vorum við langt frá mönnum sem varð til þess að við brutum mjög mikið þar sem við vorum seinir að teygja okkur í hlutinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við varnarlega grimmari og þá brýtur maður minna því maður er mættur á staðinn. Mig minnir að við vorum með átta villur í seinni hálfleik en tólf í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn varð mjög góður og við ræddum það að við eigum eina leið til að spila körfubolta varnarlega. Við höfum ekki tvær eða þrjár leiðir heldur eina leið og við spiluðum hana í fyrri hálfleik.“ Annar leikhluti Stjörnunnar var alls ekki góður. Heimamenn skoruðu fimm stig á tæplega átta mínútum og leikhlutinn endaði 12-28 Keflvíkingum í vil. „Hann var ekki góður. Mér fannst við ragir og linir með boltann. Við töpuðum talsvert af boltum og fengum auðveldar körfur í bakið og fórum að pirra okkur á því.“ Arnar var afar ánægður með Ægi Þór Steinarsson í fjórða leikhluta sem fór fyrir sínu liði og sá til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ægir er ógeðslega góður og duglegur. Hann æfir eins og hann spilar. Þegar að þú ert alltaf duglegur þá er lukkan með þér.“ James Ellisor spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Upphaflega átti Stjarnan að fá Bandaríkjamann eftir áramót en það náðist að safna fyrir honum og Arnar tileinkaði þeim sigurinn „Það var hellingur af fólki sem lagði saman þá fjárhæð sem þurfti. Velviljar félagsins og ég þakka þeim fyrir þar sem það skiptir máli að fá þennan leikmann inn í hópinn. Þessi sigur hefði ekki unnist án hans.“ Aðspurður hvort Arnar tileinkaði fólkinu sem safnaði fyrir Ellisor sigurinn svaraði Arnar léttur í bragði. „Það gefur augaleið ef ég fæ borgað um mánaðarmótin,“ sagði Arnar léttur að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
„Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn okkar klunnalegur sem varð til þess að við fengum hraðaupphlaup í bakið. Varnarlega vorum við langt frá mönnum sem varð til þess að við brutum mjög mikið þar sem við vorum seinir að teygja okkur í hlutinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Í seinni hálfleik þá fannst mér við varnarlega grimmari og þá brýtur maður minna því maður er mættur á staðinn. Mig minnir að við vorum með átta villur í seinni hálfleik en tólf í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn varð mjög góður og við ræddum það að við eigum eina leið til að spila körfubolta varnarlega. Við höfum ekki tvær eða þrjár leiðir heldur eina leið og við spiluðum hana í fyrri hálfleik.“ Annar leikhluti Stjörnunnar var alls ekki góður. Heimamenn skoruðu fimm stig á tæplega átta mínútum og leikhlutinn endaði 12-28 Keflvíkingum í vil. „Hann var ekki góður. Mér fannst við ragir og linir með boltann. Við töpuðum talsvert af boltum og fengum auðveldar körfur í bakið og fórum að pirra okkur á því.“ Arnar var afar ánægður með Ægi Þór Steinarsson í fjórða leikhluta sem fór fyrir sínu liði og sá til þess að Stjarnan vann leikinn. „Ægir er ógeðslega góður og duglegur. Hann æfir eins og hann spilar. Þegar að þú ert alltaf duglegur þá er lukkan með þér.“ James Ellisor spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Upphaflega átti Stjarnan að fá Bandaríkjamann eftir áramót en það náðist að safna fyrir honum og Arnar tileinkaði þeim sigurinn „Það var hellingur af fólki sem lagði saman þá fjárhæð sem þurfti. Velviljar félagsins og ég þakka þeim fyrir þar sem það skiptir máli að fá þennan leikmann inn í hópinn. Þessi sigur hefði ekki unnist án hans.“ Aðspurður hvort Arnar tileinkaði fólkinu sem safnaði fyrir Ellisor sigurinn svaraði Arnar léttur í bragði. „Það gefur augaleið ef ég fæ borgað um mánaðarmótin,“ sagði Arnar léttur að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira