Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 87-81 | Stjarnan með endurkomusigur í Garðabæ Andri Már Eggertsson skrifar 26. október 2023 21:52 Stjarnan fagnaði sigri í kvöld gegn Keflavík. Vísir/Bára Dröfn Eftir að hafa lent nítján stigum undir í fyrri hálfleik sneri Stjarnan taflinu við í seinni hálfleik og vann að lokum sex stiga sigur 87-81. Leikurinn fór vel af stað. Heimamenn náðu frumkvæðinu og eftir því sem leið á fyrsta fjórðung jókst forskot Stjörnunnar. Þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta var Stjarnan tíu stigum yfir 19-9. Eftir það bitu Keflvíkingar frá sér og gerðu níu stig í röð. Eftir tíu mínútur var allt í járnum 26-26. Sigurður Pétursson, leikmaður Keflavíkur, gerði tíu stig í kvöldVísir/Bára Dröfn Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta með látum. Varnarleikurinn var töluvert betri sem skilaði auðveldum körfum. Gestirnir gerðu fyrstu átta stigin og þá tók Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Eftir því sem leið á fyrri hálfleik var spilamennska Stjörnunnar verri og verri. Heimamenn töpuðu boltanum klaufalega og tóku afar léleg skot. Góður varnarleikur Keflvíkinga gaf þeim byr undir báða vængi og gestirnir komust 18 stigum yfir 31-49. Stjarnan gerði aðeins fimm stig á tæplega átta mínútum og þau komu öll frá Ægi Þór Steinarssyni. Staðan í hálfleik var 38-54. Keflvíkingar voru ánægðir í fyrri hálfleikVísir/Bára Dröfn Eftir hörmulegan annan leikhluta náði Stjarnan sér á strik í þriðja leikhluta. Heimamenn gerðu fyrstu tvær körfunnar og fengu stuðningsmennina með sér á sitt band. Keflvíkingar voru ekki lengi að stimpla sig inn í seinni hálfleik og Remy Martin hélt áfram að leiða sóknarleik Keflavíkur. Gestirnir voru ellefu stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Sigmundur Már Herbertsson, dómari leiksins, þurfti að róa mannskapinnVísir/Bára Dröfn Heimamenn byrjuðu fjórða leikhluta betur. Hlynur Bæringsson byrjaði á að setja niður þriggja stiga skot og þá vöknuðu stuðningsmenn Stjörnunnar. Nýjasti leikmaður Stjörnunnar, James Ellisor, setti niður sniðskot í næstu sókn og þá tók Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, leikhlé. Keflavík var fjórum stigum yfir 74-78 þegar að tæplega fjórar mínútur voru eftir. Eftir það tók Ægir við keflinu og gerði tíu stig í röð. Heimamenn unnu að lokum sex stiga sigur 87-81. Ægir Þór Steinarsson fór á kostum í kvöld Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Stjarnan? Varnarleikur Stjörnunnar small í seinni hálfleik. Eftir að hafa fengið á sig 54 stig í fyrri hálfleik var allt annað að sjá varnarleik Stjörnunnar sem varð til þess að Keflvíkingar gerðu aðeins 27 stig í seinni hálfleik sem var stigi minna en liðið skoraði í öðrum leikhluta. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson átti enn einn stórleikinn. Ægir gerði 32 stig og tólf af þeim komu á tæplega þriggja mínútna kafla þegar allt var undir í fjórða leikhluta. James Ellisor endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 12 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Hvað gekk illa? Það var með ólíkindum hvernig Keflavík kastaði þessum leik frá sér. Gestirnir voru á tímabili nítján stigum yfir í fyrri hálfleik 31-49. Fjórði leikhluti Keflavíkur var hreinasta hörmung þar sem liðið skoraði aðeins tíu stig sem var jafn mikið og Remy Martin skoraði í fyrsta leikhluta. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag fer Stjarnan í Origo-höllina og mætir Val klukkan 19:15.' Föstudaginn eftir viku mætast Keflavík og Haukar klukkan 19:15. Pétur: Veðjuðum á að láta Ægi skjóta Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við vorum að veðja undir hindranir á Ægi og láta hann skjóta og hann setti tvö stór skot ofan í,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik.“ Keflavík var töluvert betri í fyrri hálfleik og liðið var 16 stigum yfir í hálfleik. „Í öðrum leikhluta vorum að hitta og þeir ekki. Þeir enduðu á að skora 87 stig á heimavelli og Ægir setti stór skot ofan í og við veðjuðum á það.“ Pétur var afar svekktur með að hans lið hafi aðeins skorað tíu stig í fjórða leikhluta. „Það var vont að skora tíu stig í fjórða leikhluta og við vorum ekki að reyna það. Við fengum fullt af opnum skotum en settum þau ekki niður,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF
Eftir að hafa lent nítján stigum undir í fyrri hálfleik sneri Stjarnan taflinu við í seinni hálfleik og vann að lokum sex stiga sigur 87-81. Leikurinn fór vel af stað. Heimamenn náðu frumkvæðinu og eftir því sem leið á fyrsta fjórðung jókst forskot Stjörnunnar. Þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta var Stjarnan tíu stigum yfir 19-9. Eftir það bitu Keflvíkingar frá sér og gerðu níu stig í röð. Eftir tíu mínútur var allt í járnum 26-26. Sigurður Pétursson, leikmaður Keflavíkur, gerði tíu stig í kvöldVísir/Bára Dröfn Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta með látum. Varnarleikurinn var töluvert betri sem skilaði auðveldum körfum. Gestirnir gerðu fyrstu átta stigin og þá tók Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Eftir því sem leið á fyrri hálfleik var spilamennska Stjörnunnar verri og verri. Heimamenn töpuðu boltanum klaufalega og tóku afar léleg skot. Góður varnarleikur Keflvíkinga gaf þeim byr undir báða vængi og gestirnir komust 18 stigum yfir 31-49. Stjarnan gerði aðeins fimm stig á tæplega átta mínútum og þau komu öll frá Ægi Þór Steinarssyni. Staðan í hálfleik var 38-54. Keflvíkingar voru ánægðir í fyrri hálfleikVísir/Bára Dröfn Eftir hörmulegan annan leikhluta náði Stjarnan sér á strik í þriðja leikhluta. Heimamenn gerðu fyrstu tvær körfunnar og fengu stuðningsmennina með sér á sitt band. Keflvíkingar voru ekki lengi að stimpla sig inn í seinni hálfleik og Remy Martin hélt áfram að leiða sóknarleik Keflavíkur. Gestirnir voru ellefu stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Sigmundur Már Herbertsson, dómari leiksins, þurfti að róa mannskapinnVísir/Bára Dröfn Heimamenn byrjuðu fjórða leikhluta betur. Hlynur Bæringsson byrjaði á að setja niður þriggja stiga skot og þá vöknuðu stuðningsmenn Stjörnunnar. Nýjasti leikmaður Stjörnunnar, James Ellisor, setti niður sniðskot í næstu sókn og þá tók Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, leikhlé. Keflavík var fjórum stigum yfir 74-78 þegar að tæplega fjórar mínútur voru eftir. Eftir það tók Ægir við keflinu og gerði tíu stig í röð. Heimamenn unnu að lokum sex stiga sigur 87-81. Ægir Þór Steinarsson fór á kostum í kvöld Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Stjarnan? Varnarleikur Stjörnunnar small í seinni hálfleik. Eftir að hafa fengið á sig 54 stig í fyrri hálfleik var allt annað að sjá varnarleik Stjörnunnar sem varð til þess að Keflvíkingar gerðu aðeins 27 stig í seinni hálfleik sem var stigi minna en liðið skoraði í öðrum leikhluta. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson átti enn einn stórleikinn. Ægir gerði 32 stig og tólf af þeim komu á tæplega þriggja mínútna kafla þegar allt var undir í fjórða leikhluta. James Ellisor endaði með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 12 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Hvað gekk illa? Það var með ólíkindum hvernig Keflavík kastaði þessum leik frá sér. Gestirnir voru á tímabili nítján stigum yfir í fyrri hálfleik 31-49. Fjórði leikhluti Keflavíkur var hreinasta hörmung þar sem liðið skoraði aðeins tíu stig sem var jafn mikið og Remy Martin skoraði í fyrsta leikhluta. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag fer Stjarnan í Origo-höllina og mætir Val klukkan 19:15.' Föstudaginn eftir viku mætast Keflavík og Haukar klukkan 19:15. Pétur: Veðjuðum á að láta Ægi skjóta Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við vorum að veðja undir hindranir á Ægi og láta hann skjóta og hann setti tvö stór skot ofan í,“ sagði Pétur Ingvarsson eftir leik.“ Keflavík var töluvert betri í fyrri hálfleik og liðið var 16 stigum yfir í hálfleik. „Í öðrum leikhluta vorum að hitta og þeir ekki. Þeir enduðu á að skora 87 stig á heimavelli og Ægir setti stór skot ofan í og við veðjuðum á það.“ Pétur var afar svekktur með að hans lið hafi aðeins skorað tíu stig í fjórða leikhluta. „Það var vont að skora tíu stig í fjórða leikhluta og við vorum ekki að reyna það. Við fengum fullt af opnum skotum en settum þau ekki niður,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti