Valur

Fréttamynd

„Settum tóninn strax í upphafi leiks“

Amanda Jacobsen Andradóttir lék á als oddi í framlínu Vals þegar liðið skellti Þór/KA með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Samherjar Amöndu nutu góðs af spilamennsku hennar en hún lagði upp fjögur marka Valsliðsins eftir að hafa brotið ísinn með fyrsta marki leiksins. 

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn Pálsson semur við Val

Íslenski landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson hefur gengið til liðs við Subway deildar lið Vals í körfubolta og mun spila með liðinu næstu tvö tímabil. 

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 0-4 | Víkingar geta farið að setja kampavínið í kælinn eftir stórsigur gegn Val

Víkingur er kominn með 11 stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en Fossvogsliðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. umferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eftir þennan sigur hefur Víkingur 53 stig á toppnum en Valur kemur svo næst með 42 stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Fyrsta skipti sem við erum með á­tján manna hóp“

Valur vann 3-2 sigur á Þór/KA norður á Akureyri í dag í 16. umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en Valsliðið var ívið betra í dag og vann sanngjarnan sigur.Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var nokkuð léttur að leik loknum og skemmti sér vel yfir leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum“

„Tilfinningin er bara hræðileg. Þetta er ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum. Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Ernir Bjarnason, leikmaður Keflavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Val í Bestu deild karla í kvöld. Keflvíkingar héldu að sigurinn væri vís með marki í uppbótartíma en Valur svaraði í blálokin.

Íslenski boltinn