Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr stór­leiknum á Hlíðar­enda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Damir Muminovic skorar fyrra mark Breiðabliks gegn Val.
Damir Muminovic skorar fyrra mark Breiðabliks gegn Val. vísir/diego

Breiðablik minnkaði forskot Víkings á toppi Bestu deildar karla niður í þrjú stig með sigri á Val, 0-2, á N1-vellinum á Hlíðarenda í gær.

Blikar eru núna með 37 stig í 2. sæti deildarinnar en Valsmenn í því þriðja með 31 stig, níu stigum á eftir Víkingum.

Valur fékk þrjú upplögð færi til að skora snemma leiks en Anton Ari Einarsson var vel á verði í marki Breiðabliks.

Á 37. mínútu komust gestirnir úr Kópavogi svo yfir þegar Damir Muminovic skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar.

Blikar bættu öðru marki við á 67. mínútu. Þar var að verki Ísak Snær Þorvaldsson. Hann hafði betur í baráttu við Orra Sigurð Ómarsson og skoraði framhjá Ögmundi Kristinssyni í marki Valsmanna. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik fagnaði sigri, 0-2.

Klippa: Valur 0-2 Breiðablik

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Maður er bara stoltur af liðinu“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, lagði upp bæði mörk liðsins er Blikar unnu sterkan 2-0 útisigur gegn Valsmönnum í Bestu-deild karla í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×