Víkingur átti að mæta KR milli leikjanna gegn Santa Coloma en sá leikur hefur verið færður þar til eftir landsleikjahléið. KR og Víkingur áttu að mætast 26. ágúst en leikurinn verður 13. september.
Þremur dögum seinna, 16. september, sækir Víkingur Fylki heim. Sá leikur átti að vera daginn á undan, 15. september.
Leikur Vals og KR færist sömuleiðis fram um einn dag; frá fimmtánda til 16. september.
Víkingur mætir Santa Coloma á heimavelli á fimmtudaginn. Seinni leikurinn verður svo í Andorra fimmtudaginn 29. ágúst.