Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-2 | Blikar halda í við toppinn en Valur að missa af lestinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. ágúst 2024 18:31 Blikar unnu mikilvægan sigur í kvöld. Vísir/Diego Breiðablik vann virkilega sterkan 2-0 sigur er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Valsmenn voru hættulegri á upphafsmínútunum og heimamenn sköpuðu sér þrjú dauðafæri á fyrstu 25 mínútum leiksins. Kristinn Freyr Sigurðsson slapp í gegn á 15. mínútu, Gylfi Þór Sigurðsson fékk hörkuskotfæri tveimur mínútum síðar og eftir rétt tæplega 25 mínútna leik slapp Patrick Pedersen einn í gegn, en í öll skiptin varði Anton Ari Einarsson í marki Blika. Eftir færin þrjú tóku gestirnir við sér og færðu sig framar á völlinn. Blikar fengu nokkrar hornspyrnur og hálffæri, en það var ekki fyrr en á 37. mínútu að það dró til tíðinda. Hornspyrna Höskuldar Gunnlaugssonar flaug þá yfir pakkann á fjærstöngina þar sem Damir Muminovic var sterkari en tveir varnarmenn Vals og skilaði boltanum í netið. Síðari hálfleikur fór svo fjörlega af stað þar sem Ísak Snær Þorvaldsson fór niður innan vítateigs Valsmanna og Blikar heimtuðu víti. Tækling Jakobs Franz var hins vegar hárnákvæm og ekkert dæmt. Eftir um klukkutíma leik vildu Blikar svo aftur fá víti og í þetta skipti höfðu þeir sitthvað til síns máls. Davíð Ingvarsson fór illa með Jakob Franz sem sópaði löppunum undan Davíð innan vítateigs, en Vilhjálmur Alvar ákvað að athafast ekkert. Blikar héldu þó áfram að herja á mark heimamanna og á 67. mínútu bar það árangur. Höskuldur kom boltanum þá fram völlinn og Ísak Snær gerði lítið úr Orra Sigurði áður en hann kom sér í gegn og klárað vel framhjá Ögmundi í markinu. Valsmenn reyndu að setja pressu á gestina það sem eftir lifði leiks. Þeim tókst vissulega að skapa sér tvö fín færi, en líkt og í fyrri hálfleik greip Anton Ari inn í þegar á þurfti að halda. Leikurinn rann því út í sandinn og Blikar fögnuðu að lokum sterkum 2-0 sigri. Breiðablik er nú með 37 stig eftir 18 leiki, þremur stigum minna en topplið Víkings og sex stigum meira en Valur sem situr í þriðja sæti. Atvik leiksins Þrefalda varslan hans Antons Ara. Vissulega voru þetta þrjár vörslur á tíu mínútna tímabili, en við ætlum samt að kalla þetta þrefalda vörslu. Ef ekki hefði verið fyrir Anton hefðu Valsmenn verið komnir með tveggja til þriggja marka forskot eftir tæplega hálftíma leik og hver veit hvort Blikarnir hefðu náð að svara því. Stjörnur og skúrkar Markaskorararnir Damir Muminovic og Ísak Snær Þorvaldsson fá klárlega stjörnustimpil á sig eftir kvöldið. Þá átti Höskuldur Gunnlaugsson einnig stóran þátt í sigrinum. Lagði upp bæði mörkin og það var eiginlega sama hvert var litið á vellinum, Höskuldur var alltaf mættur í baráttuna. Að lokum má ekki gleyma Antoni Ara sem hélt Blikum á floti í upphafi leiks og gerði einnig vel í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á honum að halda. Skúrkarnir koma hins vegar úr liði Vals. Kristinn Freyr, Patrick og Gylfi Þór hefðu líklega allir átt að skora í fyrri hálfleik. Þá leit Orri Sigurður Ómarsson ekkert sérstaklega vel út þegar Ísak Snær skoraði annað mark Blika. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og hans teymi átti að mestu góðan dag á Hlíðarenda. Miðað við sjónarhornið úr stúkunni átti hann þó líklega að dæma vítaspyrnu á Jakob Franz eftir um klukkutíma leik, en þess utan er lítið hægt að setja út á frammistöðu dómarateymisins. Umgjörð og stemning Miðað við veðuraðstæður var vel mætt á völlinn í kvöld og stemningin að mestu góð. Umgjörðin hjá Valsmönnum er svo alltaf upp á tíu og ekkert hægt að setja út á þar. Besta deild karla Valur Breiðablik
Breiðablik vann virkilega sterkan 2-0 sigur er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Valsmenn voru hættulegri á upphafsmínútunum og heimamenn sköpuðu sér þrjú dauðafæri á fyrstu 25 mínútum leiksins. Kristinn Freyr Sigurðsson slapp í gegn á 15. mínútu, Gylfi Þór Sigurðsson fékk hörkuskotfæri tveimur mínútum síðar og eftir rétt tæplega 25 mínútna leik slapp Patrick Pedersen einn í gegn, en í öll skiptin varði Anton Ari Einarsson í marki Blika. Eftir færin þrjú tóku gestirnir við sér og færðu sig framar á völlinn. Blikar fengu nokkrar hornspyrnur og hálffæri, en það var ekki fyrr en á 37. mínútu að það dró til tíðinda. Hornspyrna Höskuldar Gunnlaugssonar flaug þá yfir pakkann á fjærstöngina þar sem Damir Muminovic var sterkari en tveir varnarmenn Vals og skilaði boltanum í netið. Síðari hálfleikur fór svo fjörlega af stað þar sem Ísak Snær Þorvaldsson fór niður innan vítateigs Valsmanna og Blikar heimtuðu víti. Tækling Jakobs Franz var hins vegar hárnákvæm og ekkert dæmt. Eftir um klukkutíma leik vildu Blikar svo aftur fá víti og í þetta skipti höfðu þeir sitthvað til síns máls. Davíð Ingvarsson fór illa með Jakob Franz sem sópaði löppunum undan Davíð innan vítateigs, en Vilhjálmur Alvar ákvað að athafast ekkert. Blikar héldu þó áfram að herja á mark heimamanna og á 67. mínútu bar það árangur. Höskuldur kom boltanum þá fram völlinn og Ísak Snær gerði lítið úr Orra Sigurði áður en hann kom sér í gegn og klárað vel framhjá Ögmundi í markinu. Valsmenn reyndu að setja pressu á gestina það sem eftir lifði leiks. Þeim tókst vissulega að skapa sér tvö fín færi, en líkt og í fyrri hálfleik greip Anton Ari inn í þegar á þurfti að halda. Leikurinn rann því út í sandinn og Blikar fögnuðu að lokum sterkum 2-0 sigri. Breiðablik er nú með 37 stig eftir 18 leiki, þremur stigum minna en topplið Víkings og sex stigum meira en Valur sem situr í þriðja sæti. Atvik leiksins Þrefalda varslan hans Antons Ara. Vissulega voru þetta þrjár vörslur á tíu mínútna tímabili, en við ætlum samt að kalla þetta þrefalda vörslu. Ef ekki hefði verið fyrir Anton hefðu Valsmenn verið komnir með tveggja til þriggja marka forskot eftir tæplega hálftíma leik og hver veit hvort Blikarnir hefðu náð að svara því. Stjörnur og skúrkar Markaskorararnir Damir Muminovic og Ísak Snær Þorvaldsson fá klárlega stjörnustimpil á sig eftir kvöldið. Þá átti Höskuldur Gunnlaugsson einnig stóran þátt í sigrinum. Lagði upp bæði mörkin og það var eiginlega sama hvert var litið á vellinum, Höskuldur var alltaf mættur í baráttuna. Að lokum má ekki gleyma Antoni Ara sem hélt Blikum á floti í upphafi leiks og gerði einnig vel í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á honum að halda. Skúrkarnir koma hins vegar úr liði Vals. Kristinn Freyr, Patrick og Gylfi Þór hefðu líklega allir átt að skora í fyrri hálfleik. Þá leit Orri Sigurður Ómarsson ekkert sérstaklega vel út þegar Ísak Snær skoraði annað mark Blika. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og hans teymi átti að mestu góðan dag á Hlíðarenda. Miðað við sjónarhornið úr stúkunni átti hann þó líklega að dæma vítaspyrnu á Jakob Franz eftir um klukkutíma leik, en þess utan er lítið hægt að setja út á frammistöðu dómarateymisins. Umgjörð og stemning Miðað við veðuraðstæður var vel mætt á völlinn í kvöld og stemningin að mestu góð. Umgjörðin hjá Valsmönnum er svo alltaf upp á tíu og ekkert hægt að setja út á þar.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti