Geðheilbrigði

Gefum félagslegu heilbrigði gaum
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun þá er heilbrigði skilgreint sem „líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis að vera laus við sjúkdóma og heilsubresti“.

Fimm leiðir til að vinna bug á faraldursþreytu
Þessa dagana glíma margir við heimsfaraldursþreytu. Við höfum þurft að búa við óvissu í bráðum tvö ár þar sem ýmist er verið að herða eða slaka á sóttvarnareglum, þar sem við höfum unnið heima og á vinnustaðnum í bland og þar sem margir hafa þurft að sæta sóttkví og einangrun.

Ráðuneytið skoðar áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns
Félagsmálaráðuneytið hefur enn til skoðunar ásakanir fyrrum félagsmanna Hugarafls um eitraða menningu hjá samtökunum. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðuneytisins til fréttastofu.

Verkefni til stuðnings börnum foreldra með geðrænan vanda komið á laggirnar
Stuðningsverkefni fyrir börn foreldra með geðrænan vanda hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið heitir Okkar heimur og er á vegum Geðhjálpar. Kveikjan að stofnun verkefnisins er reynsla verkefnastjóra verkefnisins af kerfinu hér á landi sem barn foreldris með alvarlegan geðrænan vanda.

Sjúklingur á geðdeild með Covid-19 og allir skimaðir
Inniliggjandi sjúklingur á geðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í gær. Sjúklingar jafnt sem starfsfólk er komið í sóttkví og óskar Landspítalinn eftir liðsinni fólks með bakgrunn í geðheilbrigðisþjónustu.

Tengir aukinn kvíða ungs fólks við að heil kynslóð hafi ekki lesið biblíusögur
Skoða þarf aukinn kvíða hjá ungu fólki í samhengi við að undanfarin tuttugu ár hafi heil kynslóð hvorki lært biblíusögur né fengið kristindómsfræðslu, að mati vígslubiskups á Hólum. Hún segir vanþekkingu fólks á starfi Þjóðkirkjunnar skýra lítið traust til hennar.

Opnaði sýningu með sínum dimmustu hugsunum
„Textana skrifaði ég á mínum dimmustu stundum í baráttu við þunglyndi og í allskonar flækjum með andlegu heilsuna mína,“ segir Hafnfirðingurinn og leikarinn Tryggvi Rafnsson um sýninguna sína Ég, í Litla Gallerý á Strandgötu í Hafnarfirði.

Af ábyrgð stjórnenda
Forvarnardagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Sem sálfræðingur til þrjátíu ára hef ég komið að fjölda eineltismála bæði í skólum, á vinnustöðum og í aðstæðum þar sem börn og fullorðnir stunda íþróttir og áhugamál sín. Beint er sjónum að vinnustöðum í þessari grein.

Nítján ára leikmaður Juventus íhugar að hætta vegna þunglyndis
Hollenska ungstirnið Mohamed Ihattaren íhugar að leggja að leggja skóna á hilluna vegna þunglyndis. Hann er aðeins nítján ára.

Horfði á barnið sitt og fann fyrir úrræðaleysi: „Þetta er tími sem við fáum ekki til baka“
Baráttukonan María Rut Kristinsdóttir brennur fyrir því að hjálpa fólki og þá sérstaklega jaðarsettum hópum sem henni hefur gjarnan fundist mæta afgangi í samfélaginu. María starfar sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, ásamt því að vera einn af stofnendum Hinseginleikans, fræðsluvettvangs um hinsegin samfélagið.

Faðir hugrænnar atferlismeðferðar er látinn
Bandaríski vísindamaðurinn Aaron T. Beck, sem jafnan hefur verið talinn faðir hugrænnar atferlismeðferðar, er látinn. Hann lést á heimili sínu í Fíladelfíu, hundrað ára að aldri.

„Maður er alveg tómur, eins og það sé búið að taka loft úr blöðru“
Valgerður Helga Björnsdóttir varð fyrir grófu einelti í grunnskóla sem hafði djúpstæð áhrif á hennar líf. Hún hefur glímt við þunglyndi frá tólf ára aldri, mjög alvarlegu og vanlíðan hefur verið það mikil að hún hefur tvívegis reynt að taka eigið líf.

Allt að ársbið eftir sálfræðingi
Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í allt að ár eftir sálfræðiaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skortur er á sálfræðingum að sögn framkvæmdastjóra geðheilbrigðismála.

Lögregla enn að rannsaka mál hjúkrunarfræðingsins
Rannsókn lögreglu á máli hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild Landspítalans að bana miðar vel að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni.

Þunglyndislyf gæti nýst gegn sjúkdómi sem leiðir til blindu
Ný rannsókn vísindamanna við læknadeild Háskólans í Virginíu bendir til að þunglyndislyfið fluoxetine geti reynst áhrifaríkt til að koma í veg fyrir aldursbundna augnbotnahrörnun. Lyfið er þekkt í Bandaríkjunum undir heitinu Prozac.

Anna Sigrún lætur í veðri vaka að Páll Vilhjálmsson sé siðblindur
Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landspítala, ritar grein þar sem hún lætur að því liggja að Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari sé siðblindur.

„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“
Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni.

Um geðveiki og getuna til að tjá sig
Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál.

Geðheilbrigði í brennidepli
Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu

„Þetta skapaði svarthol innra með mér“
„Ég flyt til Köben 2012, þar sem ég hitti ástina í lífi mínu, að ég vildi meina,“ segir ljósmyndarinn og Seyðfirðingurinn Helgi Ómarsson.

Bein útsending: Sagan þín er ekki búin
Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin.

Glæðum von og eflum forvarnir gegn sjálfsvígum
Í kvöld hefst söfnunarátak hjá Pietasamtökunum með fræðslu og forvarnaþætti sem sýndur verður í opinni dagskrá á Stöð2 kl. 18:55. Þar munu syrgjendur koma fram og segja sögu sína ásamt aðilum sem deila reynslu sinni af sjálfsvígshugsunum eða tilraunum.

Ert þú með geðveikan mannauð?
Frá því ég fékk geðgreiningu fyrir átta árum hef ég talað mikið fyrir því að geðveikindi séu einmitt það, veikindi eða sjúkdómar.

Hjúkrunar- og geðheilbrigðþjónusta fyrir heimilislausa, já takk!
Í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins og alþjóðadags heimilisleysis 10. október síðastliðinn finn ég mig knúna til að opinberlega heiðra samstarfsfélaga mína og alla starfsmenn sem vinna í framlínunni með heimilislausum.

Afhverju faldi ég vandann?
Ég fór að finna fyrir andlegum vanda þegar ég byrjaði í grunnskóla 1974. Ég fór að leika trúð um 12 ára aldur til að fela andlega vandann og óttann. Mig langaði ekki að lifa í heljargreipum óttans en sá enga útgönguleið úr andlegum vanda. Til þess að lifa þurfti ég að setja upp leikrit þar sem ég var leikstjórinn.

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 2021: Geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla
Á heimsþingi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Assembly) sem haldið var í maí á þessu ári voru þjóðir heimsins sammála um mikilvægi þess að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Geðheilsa er eitt stærsta heilbrigðismál samtímans enda fátt sem hefur jafn djúpstæð áhrif á líf og lífsgæði.

Hindranir í daglegu lífi
Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Yfirskriftin í ár hjá WHO er „Geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla: gerum það að veruleika“.

Sjöunda hvert barn í heiminum með greinda geðröskun
Á hverju ári taka um 46 þúsund ungmenni í heiminum sitt eigið líf samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Niðurgreiðum sálfræðiþjónustu – strax
Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag.

Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum
Ótrúverðugasta slagorð kosningabaráttunnar er „útrýmum biðlistum.” Slagorðið er aðlaðandi en líkt og mörg önnur á það sér enga stoð í raunveruleikanum. Margir flokkar hafa slegið þessu fram en Viðreisn hefur verið mest áberandi.