Einmanaleiki og óhamingja eykst meðal ungs fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. mars 2023 19:18 Dóra Guðrún segir óhamingju hafa aukist meðal ungmenna. Vísir/Sigurjón Einmanaleiki hefur aukist eftir Covid og íslensk ungmenni eru óhamingjusamari en þau voru eftir hrun samkvæmt nýjum tölum frá Landlækni. Sérfræðingur í hamingju segir skort á gæðastundum og umhyggju frá foreldrum spila þar stórt hlutverk. Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag og í tilefni þess voru niðurstöður alþjóðlegrar hamingjurannsóknar fyrir þriggja ára tímabil kynntar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Samkvæmt þeim eru Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims enda ýmsar góðar forsendur fyrir því. „Það er góður efnahagur hérna, við höfum frelsi til að taka ákvarðanir um okkar eigið líf, það er mikið traust hérna, við erum í góðum félagslegum tengslum og það er lítil spilling,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Á sama tíma kynnti Embætti landlæknis niðurstöður úr nýrri rannsókn, sem byggir á enn nýrri gögnum en sú alþjóðlega, um hamingju Íslendinga en þar sést að hamingja hefur minnkað. „Minnkun í hamingju er aðallega meðal unga fólksins,“ segir Dóra Ungmenni vanti meiri hlýju frá foreldrum Samkvæmt skýrslunni sögðust 47 prósent karla á aldrinum 18-24 ára hamingjusamir árið 2019 en í fyrra sögðust 39 prósent þeirra hamingjusamir. Meðal kvenna í sama aldurshópi sögðust 48 prósent hamingjusamar árið 2019 en 40 prósent árið 2022. Nokkuð lægra meðal beggja kynja en í öðrum aldurshópum. Átján prósentkarla 18-24 ára og 24 prósent kvenna á sama aldri sögðust í fyrra finna fyrir einmanaleika, sem er talsvert hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum. „Við vitum að sá þáttur sem hefur lang mest áhrif á hamingju eru góð félagsleg tengsl þannig að þegar við skoðum einmanaleika sjáum við að það er mikil aukning í einmanaleika meðal ungs fólks á Íslandi.“ Í kjölfar fjármálahrunsins hafi hamingja ungmenna aukist, sem landlæknisembættið skýrir með því að þau hafi fengið meiri hlýju og umhyggju frá foreldrum. Embættið hafi talið að eftir faraldurinn yrði svipað upp á teningnum en svo er ekki. „Unga fólkið okkar er einangraðra og á erfiðara með að mynda tengsl, á erfiðara með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og við þurfum virkilega að skoða hvað það er og hvað við getum gert til að bæta það.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47 20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag og í tilefni þess voru niðurstöður alþjóðlegrar hamingjurannsóknar fyrir þriggja ára tímabil kynntar í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Samkvæmt þeim eru Íslendingar þriðja hamingjusamasta þjóð heims enda ýmsar góðar forsendur fyrir því. „Það er góður efnahagur hérna, við höfum frelsi til að taka ákvarðanir um okkar eigið líf, það er mikið traust hérna, við erum í góðum félagslegum tengslum og það er lítil spilling,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Á sama tíma kynnti Embætti landlæknis niðurstöður úr nýrri rannsókn, sem byggir á enn nýrri gögnum en sú alþjóðlega, um hamingju Íslendinga en þar sést að hamingja hefur minnkað. „Minnkun í hamingju er aðallega meðal unga fólksins,“ segir Dóra Ungmenni vanti meiri hlýju frá foreldrum Samkvæmt skýrslunni sögðust 47 prósent karla á aldrinum 18-24 ára hamingjusamir árið 2019 en í fyrra sögðust 39 prósent þeirra hamingjusamir. Meðal kvenna í sama aldurshópi sögðust 48 prósent hamingjusamar árið 2019 en 40 prósent árið 2022. Nokkuð lægra meðal beggja kynja en í öðrum aldurshópum. Átján prósentkarla 18-24 ára og 24 prósent kvenna á sama aldri sögðust í fyrra finna fyrir einmanaleika, sem er talsvert hærra hlutfall en í öðrum aldurshópum. „Við vitum að sá þáttur sem hefur lang mest áhrif á hamingju eru góð félagsleg tengsl þannig að þegar við skoðum einmanaleika sjáum við að það er mikil aukning í einmanaleika meðal ungs fólks á Íslandi.“ Í kjölfar fjármálahrunsins hafi hamingja ungmenna aukist, sem landlæknisembættið skýrir með því að þau hafi fengið meiri hlýju og umhyggju frá foreldrum. Embættið hafi talið að eftir faraldurinn yrði svipað upp á teningnum en svo er ekki. „Unga fólkið okkar er einangraðra og á erfiðara með að mynda tengsl, á erfiðara með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum og við þurfum virkilega að skoða hvað það er og hvað við getum gert til að bæta það.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47 20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Sjá meira
Íslendingar áfram þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi Finnar eru hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report. Danir skipa annað sæti listans og Íslendingar það þriðja. Þetta er sjötta árið í röð þar sem Finnar mælast hamingjusamasta þjóð í heimi, en efstu þrjú sætin haldast óbreytt á milli ára. 20. mars 2023 07:47
20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. 20. mars 2023 07:30