„Eftirspurnin er svo miklu miklu meiri en teymin ná að anna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2023 16:07 Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir um 100 í meðferð á hverjum tíma hjá geðheilsuteymunum. Vísir/Arnar Gríðarleg eftirspurn er eftir inngöngu í þverfagleg geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri komast að en vilja. Framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það hafa verið lyftistöng þegar teymunum var komið á fót en meira þurfi til. Fjölga þurfi teymum og framtíðarsýnin að lítil teymi verði starfandi á hverri heilsugæslustöð. Markmiðið eigi sömuleiðis að vera að grípa fólk fyrr. Þrjú almenn geðheilsuteymi eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en hvert þeirra þjónustar ákveðið svæði. Um er að ræða Geðheilsuteymi vestur, sem þjónar íbúa í miðbænum, Hlíðum og Seltjarnarnesi, Geðheilsuteymi suður, sem þjónar íbúum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, og loks Geðheilsuteymi austur, sem þjónar íbúum í Grafarvogi, Breiðholti og Mosfellsbæ. Um er að ræða svokallaða annars stigs þjónustu, millistig milli heilsugæslunnar og geðdeildar Landspítala, þar sem notendur með flóknari vanda fá þverfaglega aðstoð, til að mynda frá geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfurum og íþróttafræðingum. Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það hafa verið gríðarlega lyftistöng þegar þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom teymunum á fót árið 2019 en þau hafa verið byggð upp verulega frá þeim tíma. „Það má segja að þetta módel komi mjög vel út, þetta byggir á batahugmyndafræði og að virkja notendur og hjálpa þeim að komast aftur í virkni og út í lífið. En við þurfum bara fleiri svona teymi því að eftirspurnin er svo miklu miklu meiri heldur en teymin ná að anna. Það er svona akkilesarhællinn,“ segir Guðlaug. Aðeins þeir veikustu komast að Meðferðartíminn er að meðaltali níu mánuðir og eru það að mestu heilsugæslustöðvarnar sem senda inn beiðnir. Biðlistar eru ekki til staðar í strangasta skilningi en nokkurra mánaða bið er frá því að beiðni er send þar til einstaklingur kemst að. „Hvert teymi fær um 300 beiðnir á ári og síðan eru þau með margvíslega ráðgjöf, bæði geðlæknaráðgjöf og ráðgjöf frá öðru fagfólki, sem eru kannski önnur 300 mál. En á hverjum tíma þá eru svona um hundrað einstaklingar í meðferð og yfir árið sirka tvö hundruð einstaklingar sem að keyra í gegnum meðferðar og endurhæfingarprógrammið,“ segir Guðlaug. Það er því ljóst að töluvert færri komist að en vilja en hvert teymi sinnir svæði sem telur 70 þúsund íbúa. Það hefur leitt til þess að aðeins þeir veikustu komist að og öðrum með minna flókinn vanda vísað í önnur úrræði. Ljóst er að meira þurfi til eftir því sem Íslendingum fjölgar og fjölbreytnin eykst. „Eftirspurnin minnkar ekki, hún eykst og við sjáum fyrir okkur að það þyrfti að koma fleiri teymum á lagnirnar og einnig að styrkja grunnþjónustuna, heilsugæslustöðvarnar. Það væri framtíðarsýnin, að það væru lítil geðteymi starfandi á hverri einustu heilsugæslustöð sem að gætu þá gripið fyrr inn í vanda fólks áður en hann verður svo alvarlegur að þurfa að fara inn í svona umfangsmikið úrræði eins og geðheilsuteymin veita,“ segir Guðlaug. Best væri þó ef einstaklingar þyrftu ekki á þessum úrræðum að halda, sem er í grunninn markmiðið. „Áherslan er að reyna að grípa fyrr inn í vanda fólks, það er framtíðarsýnin. Best væri að það þyrfti engin geðheilsuteymi, það væri hægt að hjálpa fólki og hindra það að vandinn þróist svona, verði alvarlegur og þarfnist svona mikillar þjónustu.“ Geðheilbrigði Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Þrjú almenn geðheilsuteymi eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en hvert þeirra þjónustar ákveðið svæði. Um er að ræða Geðheilsuteymi vestur, sem þjónar íbúa í miðbænum, Hlíðum og Seltjarnarnesi, Geðheilsuteymi suður, sem þjónar íbúum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, og loks Geðheilsuteymi austur, sem þjónar íbúum í Grafarvogi, Breiðholti og Mosfellsbæ. Um er að ræða svokallaða annars stigs þjónustu, millistig milli heilsugæslunnar og geðdeildar Landspítala, þar sem notendur með flóknari vanda fá þverfaglega aðstoð, til að mynda frá geðlæknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfurum og íþróttafræðingum. Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir það hafa verið gríðarlega lyftistöng þegar þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kom teymunum á fót árið 2019 en þau hafa verið byggð upp verulega frá þeim tíma. „Það má segja að þetta módel komi mjög vel út, þetta byggir á batahugmyndafræði og að virkja notendur og hjálpa þeim að komast aftur í virkni og út í lífið. En við þurfum bara fleiri svona teymi því að eftirspurnin er svo miklu miklu meiri heldur en teymin ná að anna. Það er svona akkilesarhællinn,“ segir Guðlaug. Aðeins þeir veikustu komast að Meðferðartíminn er að meðaltali níu mánuðir og eru það að mestu heilsugæslustöðvarnar sem senda inn beiðnir. Biðlistar eru ekki til staðar í strangasta skilningi en nokkurra mánaða bið er frá því að beiðni er send þar til einstaklingur kemst að. „Hvert teymi fær um 300 beiðnir á ári og síðan eru þau með margvíslega ráðgjöf, bæði geðlæknaráðgjöf og ráðgjöf frá öðru fagfólki, sem eru kannski önnur 300 mál. En á hverjum tíma þá eru svona um hundrað einstaklingar í meðferð og yfir árið sirka tvö hundruð einstaklingar sem að keyra í gegnum meðferðar og endurhæfingarprógrammið,“ segir Guðlaug. Það er því ljóst að töluvert færri komist að en vilja en hvert teymi sinnir svæði sem telur 70 þúsund íbúa. Það hefur leitt til þess að aðeins þeir veikustu komist að og öðrum með minna flókinn vanda vísað í önnur úrræði. Ljóst er að meira þurfi til eftir því sem Íslendingum fjölgar og fjölbreytnin eykst. „Eftirspurnin minnkar ekki, hún eykst og við sjáum fyrir okkur að það þyrfti að koma fleiri teymum á lagnirnar og einnig að styrkja grunnþjónustuna, heilsugæslustöðvarnar. Það væri framtíðarsýnin, að það væru lítil geðteymi starfandi á hverri einustu heilsugæslustöð sem að gætu þá gripið fyrr inn í vanda fólks áður en hann verður svo alvarlegur að þurfa að fara inn í svona umfangsmikið úrræði eins og geðheilsuteymin veita,“ segir Guðlaug. Best væri þó ef einstaklingar þyrftu ekki á þessum úrræðum að halda, sem er í grunninn markmiðið. „Áherslan er að reyna að grípa fyrr inn í vanda fólks, það er framtíðarsýnin. Best væri að það þyrfti engin geðheilsuteymi, það væri hægt að hjálpa fólki og hindra það að vandinn þróist svona, verði alvarlegur og þarfnist svona mikillar þjónustu.“
Geðheilbrigði Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira