Vistvænir bílar

Fréttamynd

58,5% aukning nýskráninga á milli ára

Alls voru nýskráðar 2072 bifreiðar í aprílmánuði. Samtals hafa verið nýskráðar 6.396 bifreiðar það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra höfðu 4.035 bifreiðar verið nýskráðar, aukning á milli ára er því 58,51%. Toyota var með flestar nýskráningar þegar litið er til tegunda með 409 bíla. Mitsubishi er í öðru sæti með 311 og Hyundai með 230 í þriðja sæti. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Framkvæmdastjóri Ford skýtur á Tesla

Ford F-150 Lightning er formlega farinn í framleiðslu í hinni sögulegu Rouge verksmiðju Ford og innanhúss hjá Ford er bíllinn talinn jafn mikilvægur og Model T. Jim Farley, framkvæmdastjóri Ford skaut á Tesla við fögnuð vegna upphafs framleiðslu bílsins.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai Ioniq 5 er heimsbíll ársins 2022

Rafbíllinn Hyundai Ioniq 5 var valinn heimsbíll ársins 2022 á verðlaunahátíðinni World Car Awards sem fram fór samhliða alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Auk þess var Ioniq 5 valinn Rafbíll ársins og hönnun ársins.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-EQ frumsýnir EQS SUV

Mercedes-EQ hefur kynnti til leiks EQS SUV sportjeppling í vikunni. Bíllinn hefur allt að 660 km drægni. EQS SUV sportjepplingurinn býr yfir rými fyrir allt að sjö manns. Líkt og EQS fólksbíllinn hefur hann sama langa hjólhafið sem gerir aksturseiginleika hans einstaka og mikið innanrými. EQS SUV sportjeppinn hefur góða veghæð, búinn loftpúðafjöðrun.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Framkvæmdastjóri Volkswagen í sjálfkeyrandi ID Buzz

Volkswagen kynnti nýlega hinn rafmagnaða ID Buzz. Framleiðandinn hefur nú bætt um betur og kynnt frumútgáfu af sálfkeyrandi ID Buzz sem notast við tækni frá Argo AO. Framkvæmdastjóri Volkswage, Herbert Diess, var um borð á rúntinum í Munch á dögunum.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Nýr smart #1

Rafbíllinn smart #1 var frumsýndur í Berlín síðustu viku. Bíllinn verður fáanlegur bæði fjórhjóladrifinn og afturdrifinn. Uppgefin drægni er 420-440 km.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Mercedes-Benz GLC prófaður í mjög krefjandi aðstæðum

Ný kynslóð af Mercedes-Benz GLC var prófuð á dögunum í mjög krefjandi aðstæðum í snjó og á ísilögðum vegum í Arjeplog í Lapplandi, nyrst í Svíþjóð. Ískaldur vindur og -30 gráður voru fullkomnar aðstæður til að prófa bílinn og ekki síst rafhlöður hans í ískulda.

Bílar
Fréttamynd

Toyota á toppnum í mars og þriðjungs aukning á milli mánaða

Toyota nýskráði 296 bifreiðar í mars nýliðum sem er meira en nokkuð annað merki skráði. Tesla var næst algengasta skráða merkið í mars með 231 bíl. Kia var svo í þriðja sæti með 140 bíla skráða. Alls voru 1856 nýskráð ný ökutæki í mars sem er aukning á milli mánaða um þriðjung eða 33,5%. Upplýsingar um nýskráningar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Reisa stærsta sólarorkuver á Íslandi og það fyrsta í Reykjavík

Brimborg mun í vor opna nýjan Polestar Destination sýningarsal fyrir Polestar rafbíla og á þaki hans verður reist stærsta sólarorkuver á Íslandi og það fyrsta í Reykjavík og mun orkuverið framleiða um 50% af orkuþörf sýningarsalarins í kWst á ársgrundvelli. Húsnæðið hefur allt verið endurnýjað með það í huga að spara raforku m.a. með LED ljósum, ljósastýringu og orkunýtnum raftækjum.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Rafpallbílarnir Hummer EV og Rivian R1T í spyrnu

Kapphlaupið um fyrsta rafpallbílinn er búið og markaðurinn stækkar ört. Rafpallbílarnir Hummer EV og Rivian R1T eru meðal þeirra sem eru í boði. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þá í spyrnu, bæði úr kyrrstöðu og í rúllandi ræsingu.

Bílar
Fréttamynd

BL hefur afhent þrjú þúsund rafbíla

BL við Sævarhöfða afhenti í síðustu viku þrjú þúsundasta rafbílinn frá því að fyrirtækið hóf sölu rafbíla árið 2013. Bíllinn sem afhentur var er af gerðinni BMW iX Atelier xDrive40, sem er nýjasti fjórhjóladrifni jepplingurinn frá BMW. Bíllinn, sem hefur um 425 km drægni, er 326 hestöfl og getur dregið 2,5 tonn á dráttarkróki sem er mesta dráttargetan á rafbílamarkaðnum.

Bílar
Fréttamynd

Volswagen ID Buzz kynntur til leiks

Rafbíllinn ID Buzz frá Volkswagen mun vera til bæði sem van og sem strumpastrætó. Hann sækir innblástur í klassíska hönnun á Volskwagen sem gekk undir nafninu rúgbrauð á Íslandi.

Bílar
Fréttamynd

Ný nálgun í rafvæðingu frá Nissan með e-Power

Nissan kynnir í sumar skilvirku og hljóðlátu rafdrifnu aflrásina e-Power fyrir Nissan Qashqai sem felst í meginatriðum í eiginleikum og upplifun af akstri rafbíls án þess að nokkru sinni þurfi að stinga bílnum í samband til að hlaða. Tæknin kom fyrst fram í Nissan Note á ákveðnum mörkuðum árið 2017 en hún felst í því að sparneytin bensínvél hleður orku beint inn á rafhlöðu bílsins þaðan sem 188 hestafla rafmótor fær orku til að knýja bílinn áfram. Hinn sívinsæli Qashqai verður fyrsti bíllinn á Evrópumarkaði með tækninni þegar fyrstu bílarnir koma á markað í júní.

Bílar
Fréttamynd

Indian eFTR Hooligan rafhjólið

Rafknúin reiðhjól eru á mikilli siglingu og njóta sífellt meiri vinsælda. Nýjasta viðbótin í þá flóru er Indian eFTR Hooligan sem hefur útlit sem er alls ekki mjög reiðhjólalegt í laginu.

Bílar
Fréttamynd

Kia EV6 valinn Bíll ársins í Evrópu

Rafbíllinn Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins í Evrópu árið 2022. Kia EV6 hefur fengið góðar viðtökur síðan hann var frumsýndur á síðasta ári.

Bílar
Fréttamynd

Toyota með flestar nýskráningar í febrúar

Toyota seldi flesta bíla í febrúar, með 124 eintök nýskráð. Nissan var í öðru sæti með 91 eintak nýskráð. Alls voru 1293 ökutæki nýskráð í febrúar, það er aukning um 34 prósent frá því í febrúar í fyrra. Tölurnar eru byggðar á tölfræðivef Samgöngustofu.

Bílar