Bílar

Myndband: Fox News gagnrýnir „bensínhák“ Harry prins

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Bílstjóri Harry prins á Audi e-Tron.
Bílstjóri Harry prins á Audi e-Tron.

Fox News hefur í gegnum tíðina fjallað ítrekað um að loftslagsbreytingar séu farsi, búinn til af fjölmiðlum. Eða þá að þær eru komnar til af náttúrulegum ástæðum en ekki af mannavöldum. Fox News gagnrýndi á dögunum Harry bretaprins fyrir að láta bensínhák sinn ganga í lausagangi í lengri tíma. Bíllinn sem um ræðir er Audi e-Tron, rafbíll.

Bíll Harry Prins var á bílastæði við flugvöll í um hálftíma og að sögn Fox News að dæla koltvísýring út í andrúmsloftið.

Fox News hefur nýlega birt talsvert magn frétta af þekktum einstaklingum og kallað þau loftslagshræsnara vegna notkunar á einkaþotum, sérstaklega á leiðum sem hefði verið hægt að aka.

Hugsanlega töldu fréttamenn Fox News að þau hefðu nappað Harry prins, sem hefur gert þónokkuð til að auka vitund um loftslagsbreytingar.






×