Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju.
Rafmögnuð vörulína Mercedes-EQ verður til sýnis og er sýningin hluti af opnun á nýjum og glæsilegum sýningarsal Mercedes-Benz sem hefur verið hannaður samkvæmt nýjustu stöðlum framleiðandans.
Bílarnir í sýningarsalnum verða allir í silfruðu litaþema sem tileinkað er hinum goðsagnakennda Silver Arrow kappakstursbíls, en saga litarins á rætur sínar að rekja allt til ársins 1934 sem er talið marka upphafið af vinsældum silfurlitar í bílaframleiðslu.