Bílar

Dacia Duster á toppnum þriðja mánuðinn í röð

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Dacia Duster í 2022 útlitinu.
Dacia Duster í 2022 útlitinu.

Alls voru nýskráðar 1649 bifreiðar í nýliðnum ágúst mánuði. Þar af voru 236 Toyota bifreiðar. 187 Kia bifreiðar og 128 Suzuki bifreiðar. Dacia var í fjórða sæti með 128 bíla, þar af 124 Duster bifreiðar sem gerir Duster vinsælustu undirdegundina. Tölurnar byggja á upplýsingum frá Samgöngustofu.

Nýskráningar eftir tegundum, efstu fimm sætin, ágúst 2022.

Suzuki Jimny er í öðru sæti undirtegundinna með 116 nýskráningar og Kia Sportage er í þriðja sæti með 84 nýskráningar í ágúst.

Heildarnýskráningar í ágúst voru 1649 sem áður segir. Það er talsvert minna en í júlí þar sem 2693 eintök voru nýskráð. Það er samdráttur um 63% á milli mánaða. 

Orkugjafar nýskráðra bifreiða í ágúst.

Orkugjafar

Allir Duster bílarnir sem voru nýskráðir í ágúst eru díselbílar. Sem gerir dísel að vinsælasta orkugjafanum í ágúst með 459 nýskráningar. Rafmagn er í öðru sæti með 394 nýskráningar. Þriðja sætið hreppa tengiltvinnbílar með 293 nýskráningar. Bensínbílar voru 277 og tvinnbílar 226. Nýorkubílar eru því 913 og hefðbundnir bensín og díselbílar 736.






×