Uppsetning og umsýsla rafhleðslukerfa í fjölbýli er á ábyrgð húsfélags Daníel Árnason skrifar 16. september 2022 14:01 Hröð þróun hefur verið í þjónustu tengdri rafbílum á síðustu misserum. Sú þróun mun halda áfram hvað sem líður afnámi tolla og upptöku kílómetragjalds og vegtolla. Þjónusta tengd hleðslustöðvum í fjölbýlishúsum snýst annars vegar um útfærslu hleðslukerfa og kaup á hleðslustöðvum og hins vegar um rekstur rafhleðslukerfa, þ.e. umsjón með kerfunum og innheimtu raforkunotkunar. Tilboð frá seljendum rafhleðslustöðva eru oftar en ekki ósamræmd og byggja á forsendum og útfærslum tilboðsgjafa. Fyrir leikmenn getur verið snúið að bera þau saman og átta sig á hvaða útfærsla er skynsamleg og hvaða tilboð er hagstæðast. Í nýlegum ákvæðum í lögum um fjöleignarhús um uppbyggingu rafhleðslukerfa eru skýr ákvæði um að hússtjórnir skuli láta fara fram úttekt og greiningu á aðstæðum og leggja fram tillögur um útfærslu kerfa. Algengt er að hússtjórnir líti fram hjá þessari lagaskyldu og kalli þess í stað strax eftir tilboðum söluaðila, sem er miður því slík úttekt auðveldar öflun samræmdra útboðsgagna og sparar húsfélögum fjármuni þegar upp er staðið. Þetta getum við fullyrt eftir greiningu á fjölda úttekta sem við höfum unnið fyrir stjórnir húsfélaga á hleðslukerfum fjöleignarhúsa, sem og þeim útboðum og verðkönnunum sem við höfum gert að beiðni húsfélagastjórna hjá þjónustuaðilum rafhleðslukerfa. Við könnum einnig verð hjá seljendum hleðslustöðva og gerum verðsamanburð, sjáum um umsóknir fyrir húsfélög ef hleðslukerfi eru styrkhæf, sækjum um VSK-endurgreiðslur og skilum stjórn viðkomandi húsfélags minnisblaði með mati og ráðleggingum sérfræðings. Óháð ráðgjöf mikils virði Greiningar okkar sýna að full ástæða er fyrir stjórnir húsfélaga að afla sambærilegra tilboða í rafhleðslukerfi húsfélaga. Niðurstöðurnar sýna líka að meðalkostnaður við gott kerfi, fyrir bæði bílastæði í séreign og sameign, hefur verið um 100 þúsund krónur á hverja eign og fer heldur lækkandi. Þá vekur það athygli að munur á hæstu og lægstu tilboðum í sambærilegar útfærslur hleðslukerfa var mjög mikill í fyrstu en hefur farið minnkandi, sem gefur vísbendingu um að þessi markaður sé að ná meira jafnvægi. Við horfum einnig til kostnaðar við uppsetningu stöðva, eftir að grunnkerfið hefur verið sett upp, en umtalsverður munur getur verið á gjaldskrá þjónustufyrirtækja vegna uppsetningar viðbótarstöðva. Það er ótvírætt að ofangreint verklag skilar húsfélögum bæði betri kjörum og markvissari verkáætlunum um uppsetningu rafhleðslukerfa. Það er líka umhugsunarefni að lausnir fyrirtækja sem farið hafa mikinn undanfarið á auglýsingamarkaði hafa í fæstum tilfellum verið metnar hagstæðastar fyrir húsfélögin. Umsjón rafhleðslukerfa í fjölbýli Samhliða því að stjórn húsfélags tekur ákvörðun um kaup á rafhleðslukerfi og búnaði á hún að okkar mati að taka líka ákvörðun um umsýslu kerfisins. Í grunninn felst hún í að tryggja virkni kerfisins í heild, bæði uppitíma, álagsstýringu, aðgangsréttindi og mælingu á raforkunotkun hleðslustöðva notenda. Í dag er umsýsla hleðslukerfa rafbíla mjög mismunandi. Víða hafa hússtjórnarmenn tekið að sér að sjá um kerfið og innheimtu vegna notkunar, einnig bjóða þjónustufyrirtæki upp á umsjón með sínum kerfum gegn gjaldi. Dæmi eru um að þjónustuaðilar innheimti bæði mánaðargjald og síðan viðbótargjald miðað við notkun. Einnig hafa sum húsfélög lagt umtalsvert álag á kostnaðarverð raforku sem brýtur í bága við lög um fjöleignarhús. Samkvæmt lögunum er húsfélögum einungis ætlað að innheimta beinan útlagðan kostnað og umsýslukostnað vegna reksturs rafhleðslukerfa. Rafrænn aflestur og gjaldfærsla með húsgjöldum Það er skoðun okkar hjá Eignaumsjón að til framtíðar færi best á því fyrir húsfélög að hleðslukerfi rafbíla uppfylltu kröfur um fjartengingu og vefþjónustu, þ.e. séu að fullu snjallvædd og uppfylli staðla um samhæfingu. Þá er hægt að koma aflestri og reikningsgerð yfir í sjálfvirkt fyrirkomulag og gjaldfæra kostnað rafrænt á húsfélagsreikning viðkomandi notanda/rafbílaeiganda með öðrum húsgjöldum, eins og kveðið er á um í fjöleignarhúsalögunum. Að lokum skal áréttað að æskilegt er að okkar mati að umsýslusamningar með hleðslukerfum fjöleignarhúsa feli í sér vöktun vegna bilana, eftirlit með gæðum og afköstum kerfisins ásamt vöktun á orkuverði hjá smásölum, til að tryggja besta orkuverð á hverjum tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignumsjónar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hús og heimili Vistvænir bílar Bílar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hröð þróun hefur verið í þjónustu tengdri rafbílum á síðustu misserum. Sú þróun mun halda áfram hvað sem líður afnámi tolla og upptöku kílómetragjalds og vegtolla. Þjónusta tengd hleðslustöðvum í fjölbýlishúsum snýst annars vegar um útfærslu hleðslukerfa og kaup á hleðslustöðvum og hins vegar um rekstur rafhleðslukerfa, þ.e. umsjón með kerfunum og innheimtu raforkunotkunar. Tilboð frá seljendum rafhleðslustöðva eru oftar en ekki ósamræmd og byggja á forsendum og útfærslum tilboðsgjafa. Fyrir leikmenn getur verið snúið að bera þau saman og átta sig á hvaða útfærsla er skynsamleg og hvaða tilboð er hagstæðast. Í nýlegum ákvæðum í lögum um fjöleignarhús um uppbyggingu rafhleðslukerfa eru skýr ákvæði um að hússtjórnir skuli láta fara fram úttekt og greiningu á aðstæðum og leggja fram tillögur um útfærslu kerfa. Algengt er að hússtjórnir líti fram hjá þessari lagaskyldu og kalli þess í stað strax eftir tilboðum söluaðila, sem er miður því slík úttekt auðveldar öflun samræmdra útboðsgagna og sparar húsfélögum fjármuni þegar upp er staðið. Þetta getum við fullyrt eftir greiningu á fjölda úttekta sem við höfum unnið fyrir stjórnir húsfélaga á hleðslukerfum fjöleignarhúsa, sem og þeim útboðum og verðkönnunum sem við höfum gert að beiðni húsfélagastjórna hjá þjónustuaðilum rafhleðslukerfa. Við könnum einnig verð hjá seljendum hleðslustöðva og gerum verðsamanburð, sjáum um umsóknir fyrir húsfélög ef hleðslukerfi eru styrkhæf, sækjum um VSK-endurgreiðslur og skilum stjórn viðkomandi húsfélags minnisblaði með mati og ráðleggingum sérfræðings. Óháð ráðgjöf mikils virði Greiningar okkar sýna að full ástæða er fyrir stjórnir húsfélaga að afla sambærilegra tilboða í rafhleðslukerfi húsfélaga. Niðurstöðurnar sýna líka að meðalkostnaður við gott kerfi, fyrir bæði bílastæði í séreign og sameign, hefur verið um 100 þúsund krónur á hverja eign og fer heldur lækkandi. Þá vekur það athygli að munur á hæstu og lægstu tilboðum í sambærilegar útfærslur hleðslukerfa var mjög mikill í fyrstu en hefur farið minnkandi, sem gefur vísbendingu um að þessi markaður sé að ná meira jafnvægi. Við horfum einnig til kostnaðar við uppsetningu stöðva, eftir að grunnkerfið hefur verið sett upp, en umtalsverður munur getur verið á gjaldskrá þjónustufyrirtækja vegna uppsetningar viðbótarstöðva. Það er ótvírætt að ofangreint verklag skilar húsfélögum bæði betri kjörum og markvissari verkáætlunum um uppsetningu rafhleðslukerfa. Það er líka umhugsunarefni að lausnir fyrirtækja sem farið hafa mikinn undanfarið á auglýsingamarkaði hafa í fæstum tilfellum verið metnar hagstæðastar fyrir húsfélögin. Umsjón rafhleðslukerfa í fjölbýli Samhliða því að stjórn húsfélags tekur ákvörðun um kaup á rafhleðslukerfi og búnaði á hún að okkar mati að taka líka ákvörðun um umsýslu kerfisins. Í grunninn felst hún í að tryggja virkni kerfisins í heild, bæði uppitíma, álagsstýringu, aðgangsréttindi og mælingu á raforkunotkun hleðslustöðva notenda. Í dag er umsýsla hleðslukerfa rafbíla mjög mismunandi. Víða hafa hússtjórnarmenn tekið að sér að sjá um kerfið og innheimtu vegna notkunar, einnig bjóða þjónustufyrirtæki upp á umsjón með sínum kerfum gegn gjaldi. Dæmi eru um að þjónustuaðilar innheimti bæði mánaðargjald og síðan viðbótargjald miðað við notkun. Einnig hafa sum húsfélög lagt umtalsvert álag á kostnaðarverð raforku sem brýtur í bága við lög um fjöleignarhús. Samkvæmt lögunum er húsfélögum einungis ætlað að innheimta beinan útlagðan kostnað og umsýslukostnað vegna reksturs rafhleðslukerfa. Rafrænn aflestur og gjaldfærsla með húsgjöldum Það er skoðun okkar hjá Eignaumsjón að til framtíðar færi best á því fyrir húsfélög að hleðslukerfi rafbíla uppfylltu kröfur um fjartengingu og vefþjónustu, þ.e. séu að fullu snjallvædd og uppfylli staðla um samhæfingu. Þá er hægt að koma aflestri og reikningsgerð yfir í sjálfvirkt fyrirkomulag og gjaldfæra kostnað rafrænt á húsfélagsreikning viðkomandi notanda/rafbílaeiganda með öðrum húsgjöldum, eins og kveðið er á um í fjöleignarhúsalögunum. Að lokum skal áréttað að æskilegt er að okkar mati að umsýslusamningar með hleðslukerfum fjöleignarhúsa feli í sér vöktun vegna bilana, eftirlit með gæðum og afköstum kerfisins ásamt vöktun á orkuverði hjá smásölum, til að tryggja besta orkuverð á hverjum tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignumsjónar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun