Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur

Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Segir refsi­á­byrgð ráð­herra í starfi ó­mark­vissa í nú­gildandi lögum

Stóru deilumálin þrjú í íslenskum stjórnmálum þessi dægrin; Íslandsbankamálið, Hvalamálið og Lindarhvolsmálið, hafa vakið upp ýsmar spurningar um ábyrgð ráðherra í störfum sínum. Rannsóknasérfræðingur í lagadeild Háskóla Íslands, Haukur Logi Karlsson, segir í grein á vef skólans að ráðherrar tilheyri elítu í samfélaginu sem verði ekki sóttir til saka vegna brota í starfi eftir sömu reglum og aðrir.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfi í takt við tímann

Árið 1947 var samþykkt á Alþingi að hækka hámarksaldur starfsmanna ríkisins úr 65 árum í 70 ár á þeim forsendum ,,…að flestir opinberir starfsmenn væru færir um að gegna starfinu til sjötugs“. Þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins frá árinu 1947 þá stendur reglan um 70 ára hámarksaldur starfsmanna ríkisins óbreytt.

Skoðun
Fréttamynd

Strandveiðimenn boða til mótmæla

Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn

Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu.

Erlent
Fréttamynd

Lands­menn ó­sam­mála um á­kvörðun Svan­dísar

Landsmenn skiptast nokkuð jafnt í fylkingar þegar kemur að skoðun þeirra á ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið bann á hvalveiðum. Samkvæmt Þjóðarpúls Gallup eru tæp fjörutíu og tvö prósent ánægð með ákvörðunina en rúmlega þrjátíu og níu prósent eru óánægð.

Innlent
Fréttamynd

Katrín náði að skreppa í bæinn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þessa stundina stödd í Vilníus, höfuðborg Litáens, þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefur staðið yfir í gær og í dag. Katrín hefur ekki áður komið til borgarinnar og náði hún að skreppa í miðbæinn á götuna sem kennd er við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli.

Erlent
Fréttamynd

Síðasti dagur strandveiða

Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Öngstræti matvælaráðherra

„Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi.

Skoðun
Fréttamynd

Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus

Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu.

Erlent
Fréttamynd

Ó­lík­legt að slitni upp úr sam­starfinu núna

Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á ekki von á því að það slitni upp út stjórnarsamstarfi Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þrátt fyrir þrjú stór deilumál um hvalveiðar, sölu Íslandsbanka og nú nýjast Lindarhvoll. Óvanalegt sé að fá svona mál upp að sumri en samstarfið virðist sterkt.

Innlent
Fréttamynd

Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu

Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

„Stór­glæsi­leg niður­staða fyrir ríkis­sjóð“

Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega“

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi. Að hans mati vilji þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir.

Innlent
Fréttamynd

Skipuð dómari við Lands­rétt

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásgerðar Ragnarsdóttur, setts landsréttardómara, í embætti Landsréttardómara frá 21. ágúst 2023.

Innlent
Fréttamynd

Hrókeringar í utan­ríkis­þjónustunni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um flutning forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“

Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 

Innlent