Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 08:23 Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við Slóvakíu fyrir hönd Íslands. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. Á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar sem kláraðist árið 2020 hafði Ísland heimild til að losa tuttugu milljónir tonna koltvísýringsígilda. Losunin var þó 3,4 milljónum tonna meiri á tímabilinu. Til samanburðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 4,5 milljónir tonna árið 2020. Umframlosunin þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa ónýttar losunarheimildir annarra ríkja fyrir endanlegt uppgjör á Kýótó-tímabilinu í næsta mánuði. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við slóvakíska starfsbróður sinn. Kaupverðið er sagt eiga að renna til slóvavísks sjóðs sem styður loftslagstengd verkefni, til dæmis að bæta einangrun húsa, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir allt að átta hundruð milljónum króna til kaupanna á losunarheimildunum í fjárlögum ársins. Nær eini kosturinn í boði Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld festa kaup á losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Niðurstaða starfshóps þriggja ráðuneyta var að vænlegustu kostirnir til þess að standast Kýótó-skuldbindingarnar væru annars vegar að kaupa ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. Fullyrt er í tilkynningu stjórnarráðsins að CER-einingar Slóvakíu hefðu verið „nær eini kosturinn“ sem fæli í sér styrk til verkefna sem draga úr losun. Slóvakísk stjórnvöld gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir framgangi verkefnanna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Slóvakía Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar sem kláraðist árið 2020 hafði Ísland heimild til að losa tuttugu milljónir tonna koltvísýringsígilda. Losunin var þó 3,4 milljónum tonna meiri á tímabilinu. Til samanburðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 4,5 milljónir tonna árið 2020. Umframlosunin þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa ónýttar losunarheimildir annarra ríkja fyrir endanlegt uppgjör á Kýótó-tímabilinu í næsta mánuði. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við slóvakíska starfsbróður sinn. Kaupverðið er sagt eiga að renna til slóvavísks sjóðs sem styður loftslagstengd verkefni, til dæmis að bæta einangrun húsa, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir allt að átta hundruð milljónum króna til kaupanna á losunarheimildunum í fjárlögum ársins. Nær eini kosturinn í boði Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld festa kaup á losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Niðurstaða starfshóps þriggja ráðuneyta var að vænlegustu kostirnir til þess að standast Kýótó-skuldbindingarnar væru annars vegar að kaupa ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. Fullyrt er í tilkynningu stjórnarráðsins að CER-einingar Slóvakíu hefðu verið „nær eini kosturinn“ sem fæli í sér styrk til verkefna sem draga úr losun. Slóvakísk stjórnvöld gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir framgangi verkefnanna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Slóvakía Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14
„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34