Neitar að tjá sig um meint innbrot á Lambeyrum Helena Rós Sturludóttir skrifar 12. ágúst 2023 07:00 Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra segir fyrri yfirlýsingu sína um Lambeyradeiluna standa. Vísir/Vilhelm Barnamálaráðherra neitar að tjá sig um meint innbrot hans á jörðinni Lambeyrum og segir fyrri yfirlýsingu standa. Hann segist ekki hafa haft áhrif á vinnubrögð lögreglu í málinu. Töluvert hefur verið fjallað um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum eftir að þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar barnamálaráðherra sögðu sögu sína í hlaðvarpinu: Lömbin þagna ekki. Þar er barnamálaráðherra sakaður um innbrot og faðir hans og föðurbróðir um ítrekuð skemmdarverk á jörðinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Ásmundur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði deiluna ekki koma sér við. Hann hafi í upphafi tekið einarða afstöðu með föður sínum en hafi stigið út úr átökunum. Þegar ráðherra var inntur eftir svörum um málið á leið á ríkisstjórnarfund í morgun sagði hann engu við yfirlýsinguna að bæta. „Ég hef þegar gefið yfirlýsingu vegna þessarar sorglegu erfðadeilu og ég hef engu við það að bæta.“ Lambeyrasysturnar sögðu í ítarlegu viðtali við fréttastofu að eigendur jarðarinnar hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu þegar skemmdarverk hafi verið framin en lögregla neitað að mæta á svæðið. Ásmundur hafi mikil ítök á Vesturlandi og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Hefur þú beitt þér fyrir því að lögreglan aðhafist ekki í málinu? „Nei,“ svarar Ásmundur. Aðspurður hvort það sé óeðlilegt að lögregla sinni ekki tilkynningum um málið segir ráðherra aðra verða að svara fyrir það. „Ég hef ekki komið nálægt þessari deilu í mörg ár. Þessari sorglegu erfðadeilu og þeir sem eiga í þessum deilum verða að svara fyrir það,“ segir hann. Er það þá rangt að þú hafir brotist inn? „Eins og ég hef sagt þá ætla ég ekki ítrekað að svara röngum ásökunum í þessu efni.“ Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. 1. ágúst 2023 18:09 Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 24. júlí 2023 19:17 Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. 22. júlí 2023 15:37 Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46 Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06 Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum eftir að þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar barnamálaráðherra sögðu sögu sína í hlaðvarpinu: Lömbin þagna ekki. Þar er barnamálaráðherra sakaður um innbrot og faðir hans og föðurbróðir um ítrekuð skemmdarverk á jörðinni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Ásmundur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði deiluna ekki koma sér við. Hann hafi í upphafi tekið einarða afstöðu með föður sínum en hafi stigið út úr átökunum. Þegar ráðherra var inntur eftir svörum um málið á leið á ríkisstjórnarfund í morgun sagði hann engu við yfirlýsinguna að bæta. „Ég hef þegar gefið yfirlýsingu vegna þessarar sorglegu erfðadeilu og ég hef engu við það að bæta.“ Lambeyrasysturnar sögðu í ítarlegu viðtali við fréttastofu að eigendur jarðarinnar hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu þegar skemmdarverk hafi verið framin en lögregla neitað að mæta á svæðið. Ásmundur hafi mikil ítök á Vesturlandi og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Hefur þú beitt þér fyrir því að lögreglan aðhafist ekki í málinu? „Nei,“ svarar Ásmundur. Aðspurður hvort það sé óeðlilegt að lögregla sinni ekki tilkynningum um málið segir ráðherra aðra verða að svara fyrir það. „Ég hef ekki komið nálægt þessari deilu í mörg ár. Þessari sorglegu erfðadeilu og þeir sem eiga í þessum deilum verða að svara fyrir það,“ segir hann. Er það þá rangt að þú hafir brotist inn? „Eins og ég hef sagt þá ætla ég ekki ítrekað að svara röngum ásökunum í þessu efni.“
Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. 1. ágúst 2023 18:09 Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 24. júlí 2023 19:17 Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. 22. júlí 2023 15:37 Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46 Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06 Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. 1. ágúst 2023 18:09
Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 24. júlí 2023 19:17
Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. 22. júlí 2023 15:37
Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. 22. júlí 2023 10:46
Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06
Hlaðvarp um ættardeilur Ásmundar Einars: „Þessu fólki fyrirgef ég aldrei“ Þrjár frænkur Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra hafa byrjað með nýtt hlaðvarp um fjölskylduerjurnar á Lambeyrum. Þær segja skemmdarverk framin í hverjum mánuði og vonast til að hlaðvarpið geti stöðvað þau. 17. júlí 2023 18:04