Gagnrýnir úrræði dómsmálaráðherra: „Þetta er ný tegund af fangelsi“ Kristinn Haukur Guðnason og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. ágúst 2023 23:51 Guðbrandur er ómyrkur í máli í garð ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort að sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar kallar hugmynd Guðrúnar nýja tegund af fangelsi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis og félagsmálaráðuneytanna sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu. Lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja hins vegar að sveitarfélögin eigi ekki að taka við þeim. Ekkert samráð við sveitarfélögin „Í mínum huga er þetta algjört bull. Þetta er ný tegund af fangelsi,“ segir Guðbrandur aðspurður um hugmynd dómsmálaráðherra. Guðbrandur hefur áratuga reynslu af sveitarstjórnarmálum og meðal annars setið sem forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Hann er heldur ekki hrifinn af stefnu forsætis og félagsmálaráðherra að skella öllu á sveitarfélögin. „Ráðherra félagsmála nefndi það í ræðupúltinu, þegar það var verið að semja þessi lög, að sveitarfélögin myndu koma að þessu með einhverjum hætti. En þessi orð virðast hafa fallið án samráðs við sveitarfélögin því við höfum verið að sjá viðbrögð frá sveitarfélögunum. Þau eru öll á einn veg. Það var ekkert samráð haft við sveitarfélögin og ég skil ekki að málaflokkur sem hefur verið á hendi ríkisins sé sjálfkrafa færður yfir til sveitarfélaganna. Ég næ því bara ekki,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir að málefni flóttafólks sé stórt mál í sínum heimabæ. Álagið sé mjög mikið og ríkið sé með um 1100 manns á sínum vegum sem hafa dvalið í bænum án úrlausnar og án þess að það sé til staðar þjónustusamningur við sveitarfélagið. „Þetta hefur auðvitað reynt verulega á sveitarfélagið. En þetta sem við erum að upplifa núna hefur engin áhrif á það,“ segir Guðbrandur. Möguleiki að stjórnvöld hafi rangt fyrir sér Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir málin mörg og ólík en ljóst sé af umfjöllun fjölmiðla að þetta sé hópur í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Möguleiki sé á að stjórnvöld komist að rangri niðurstöðu í þeirra málum. „Vandamálið sem við erum að horfa upp á er það að einstaklingar telja sig ekki geta farið heim þó stjórnvöld telji þau geta farið heim. Það sem stjórnvöld eru að leggja til er engin lausn fyrir þessa einstaklinga. Það er hvorki lausn að setja þá út á götuna í enn meiri örbirgð né loka þá inni í einhverjum fangabúðum til æviloka eins og líka hefur verið lagt til,“ segir Arndís. Hún segist ekki hafa lagt þann skilning í lögin að sveitarfélögin myndu grípa fólkið. Áríðandi að leysa vandann Katrín Jakobsdóttir hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það má segja að þetta hafi verið ein af þeim forsendum sem hafðar voru í huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma,“ segir Katrín. Um þrjátíu eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Katrín segir áríðandi að dómsmála og félagsmálaráðuneytin leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún er útfærð,“ segir Katrín. Guðrún hefur aðra sýn á lausn vandans og segist vilja opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem fá endanlega synjun. „Ég er að skoða það hér í ráðuneytinu hvað beri að gera í þeirri stöðu. Ég er að skoða að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir það fólk sem ekki ætlar að vinna með íslenskum stjórnvöldum,“ segir Guðrún. Katrín segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkti hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og okkur hefur ekki hugnast,“ segir Katrín. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lögfræðinga forsætis og félagsmálaráðuneytanna sammála um að sveitarfélög eigi að taka við flóttafólki sem svipt hefur verið rétti til þjónustu og búsetu. Lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins telja hins vegar að sveitarfélögin eigi ekki að taka við þeim. Ekkert samráð við sveitarfélögin „Í mínum huga er þetta algjört bull. Þetta er ný tegund af fangelsi,“ segir Guðbrandur aðspurður um hugmynd dómsmálaráðherra. Guðbrandur hefur áratuga reynslu af sveitarstjórnarmálum og meðal annars setið sem forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Hann er heldur ekki hrifinn af stefnu forsætis og félagsmálaráðherra að skella öllu á sveitarfélögin. „Ráðherra félagsmála nefndi það í ræðupúltinu, þegar það var verið að semja þessi lög, að sveitarfélögin myndu koma að þessu með einhverjum hætti. En þessi orð virðast hafa fallið án samráðs við sveitarfélögin því við höfum verið að sjá viðbrögð frá sveitarfélögunum. Þau eru öll á einn veg. Það var ekkert samráð haft við sveitarfélögin og ég skil ekki að málaflokkur sem hefur verið á hendi ríkisins sé sjálfkrafa færður yfir til sveitarfélaganna. Ég næ því bara ekki,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir að málefni flóttafólks sé stórt mál í sínum heimabæ. Álagið sé mjög mikið og ríkið sé með um 1100 manns á sínum vegum sem hafa dvalið í bænum án úrlausnar og án þess að það sé til staðar þjónustusamningur við sveitarfélagið. „Þetta hefur auðvitað reynt verulega á sveitarfélagið. En þetta sem við erum að upplifa núna hefur engin áhrif á það,“ segir Guðbrandur. Möguleiki að stjórnvöld hafi rangt fyrir sér Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir málin mörg og ólík en ljóst sé af umfjöllun fjölmiðla að þetta sé hópur í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Möguleiki sé á að stjórnvöld komist að rangri niðurstöðu í þeirra málum. „Vandamálið sem við erum að horfa upp á er það að einstaklingar telja sig ekki geta farið heim þó stjórnvöld telji þau geta farið heim. Það sem stjórnvöld eru að leggja til er engin lausn fyrir þessa einstaklinga. Það er hvorki lausn að setja þá út á götuna í enn meiri örbirgð né loka þá inni í einhverjum fangabúðum til æviloka eins og líka hefur verið lagt til,“ segir Arndís. Hún segist ekki hafa lagt þann skilning í lögin að sveitarfélögin myndu grípa fólkið. Áríðandi að leysa vandann Katrín Jakobsdóttir hefur óskað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að útkljá um þennan ágreining. „Það má segja að þetta hafi verið ein af þeim forsendum sem hafðar voru í huga þegar frumvarpið var samþykkt á sínum tíma,“ segir Katrín. Um þrjátíu eru í þeirri stöðu að vera án réttinda á Íslandi eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Katrín segir áríðandi að dómsmála og félagsmálaráðuneytin leysi málið með sveitarfélögunum. „Það þarf að skilgreina hvenær slík aðstoð myndi eiga við og hvernig hún er útfærð,“ segir Katrín. Guðrún hefur aðra sýn á lausn vandans og segist vilja opna búsetuúrræði með takmörkunum fyrir þau sem fá endanlega synjun. „Ég er að skoða það hér í ráðuneytinu hvað beri að gera í þeirri stöðu. Ég er að skoða að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir það fólk sem ekki ætlar að vinna með íslenskum stjórnvöldum,“ segir Guðrún. Katrín segir að forsenda þess að lögin hafi verið samþykkti hafi verið að slíkt úrræði hafi ekki verið að finna í þeim. „Það var ekki hluti af því frumvarpi sem var samþykkt í vor. Ég þekki til slíkra úrræða sem hafa verið sett upp víða á Norðurlöndum og okkur hefur ekki hugnast,“ segir Katrín.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira