Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. ágúst 2023 23:03 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ekki bjartsýnn á að ráðherra heimili veiðarnar á ný. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. Tímabundin stöðvun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Ákvörðun ráðherra er umdeild og þá sér í lagi tímasetning hennar þar sem greint var frá ákvörðuninni degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní. Fyrr í vikunni var greint frá því að engum starfsmanni Hvals hafi verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunarinnar og að fyrirtækið væri að gera sig klárt til að hefja veiðarnar þann 1. september næstkomandi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að Svandís komi til með að leyfa veiðarnar á ný. „Því að það virðist skeyta hana engu hvort hún fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um eðlilega stjórnsýsluhætti og hvernig eigi að standa að svona málum ég verð að segja það bara alveg eins og er,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra þurfi að fara svara Hvali hf varðandi framhaldið. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál mun á endanum enda fyrir dómstólum því ég held það liggi alveg fyrir að Hvalur er að hlaða hér í stóra skaðabótakröfu gagnvart íslenska ríkinu vegna þessara ólöglegu aðgerða matvælaráðherra. Það er æðimargt sem bendir til þess að þessi ákvörðun ráðherra standist ekki skoðun,“ segir hann. Ráðherrar þurfi að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda við ákvörðunartöku líkt og þessa. Ákvörðunin sé bakstunga í ríkisstjórnarsamstarfið og því hljóti samstarfinu að vera sjálfhætt taki ráðherra ákvörðun um að stöðva veiðarnar áfram 1. september. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Tímabundin stöðvun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Ákvörðun ráðherra er umdeild og þá sér í lagi tímasetning hennar þar sem greint var frá ákvörðuninni degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní. Fyrr í vikunni var greint frá því að engum starfsmanni Hvals hafi verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunarinnar og að fyrirtækið væri að gera sig klárt til að hefja veiðarnar þann 1. september næstkomandi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að Svandís komi til með að leyfa veiðarnar á ný. „Því að það virðist skeyta hana engu hvort hún fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um eðlilega stjórnsýsluhætti og hvernig eigi að standa að svona málum ég verð að segja það bara alveg eins og er,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra þurfi að fara svara Hvali hf varðandi framhaldið. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál mun á endanum enda fyrir dómstólum því ég held það liggi alveg fyrir að Hvalur er að hlaða hér í stóra skaðabótakröfu gagnvart íslenska ríkinu vegna þessara ólöglegu aðgerða matvælaráðherra. Það er æðimargt sem bendir til þess að þessi ákvörðun ráðherra standist ekki skoðun,“ segir hann. Ráðherrar þurfi að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda við ákvörðunartöku líkt og þessa. Ákvörðunin sé bakstunga í ríkisstjórnarsamstarfið og því hljóti samstarfinu að vera sjálfhætt taki ráðherra ákvörðun um að stöðva veiðarnar áfram 1. september.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42
Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent