Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. ágúst 2023 23:03 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ekki bjartsýnn á að ráðherra heimili veiðarnar á ný. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. Tímabundin stöðvun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Ákvörðun ráðherra er umdeild og þá sér í lagi tímasetning hennar þar sem greint var frá ákvörðuninni degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní. Fyrr í vikunni var greint frá því að engum starfsmanni Hvals hafi verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunarinnar og að fyrirtækið væri að gera sig klárt til að hefja veiðarnar þann 1. september næstkomandi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að Svandís komi til með að leyfa veiðarnar á ný. „Því að það virðist skeyta hana engu hvort hún fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um eðlilega stjórnsýsluhætti og hvernig eigi að standa að svona málum ég verð að segja það bara alveg eins og er,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra þurfi að fara svara Hvali hf varðandi framhaldið. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál mun á endanum enda fyrir dómstólum því ég held það liggi alveg fyrir að Hvalur er að hlaða hér í stóra skaðabótakröfu gagnvart íslenska ríkinu vegna þessara ólöglegu aðgerða matvælaráðherra. Það er æðimargt sem bendir til þess að þessi ákvörðun ráðherra standist ekki skoðun,“ segir hann. Ráðherrar þurfi að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda við ákvörðunartöku líkt og þessa. Ákvörðunin sé bakstunga í ríkisstjórnarsamstarfið og því hljóti samstarfinu að vera sjálfhætt taki ráðherra ákvörðun um að stöðva veiðarnar áfram 1. september. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Tímabundin stöðvun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna veiða á langreyðum rennur út í lok mánaðar en enn er ekki ljóst hvort veiðar verði heimilaðar á ný. Ákvörðun ráðherra er umdeild og þá sér í lagi tímasetning hennar þar sem greint var frá ákvörðuninni degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní. Fyrr í vikunni var greint frá því að engum starfsmanni Hvals hafi verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunarinnar og að fyrirtækið væri að gera sig klárt til að hefja veiðarnar þann 1. september næstkomandi. Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að Svandís komi til með að leyfa veiðarnar á ný. „Því að það virðist skeyta hana engu hvort hún fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda um eðlilega stjórnsýsluhætti og hvernig eigi að standa að svona málum ég verð að segja það bara alveg eins og er,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra þurfi að fara svara Hvali hf varðandi framhaldið. „Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta mál mun á endanum enda fyrir dómstólum því ég held það liggi alveg fyrir að Hvalur er að hlaða hér í stóra skaðabótakröfu gagnvart íslenska ríkinu vegna þessara ólöglegu aðgerða matvælaráðherra. Það er æðimargt sem bendir til þess að þessi ákvörðun ráðherra standist ekki skoðun,“ segir hann. Ráðherrar þurfi að fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda við ákvörðunartöku líkt og þessa. Ákvörðunin sé bakstunga í ríkisstjórnarsamstarfið og því hljóti samstarfinu að vera sjálfhætt taki ráðherra ákvörðun um að stöðva veiðarnar áfram 1. september.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16. maí 2023 13:01
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42
Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8. ágúst 2023 08:09