Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Helena Rós Sturludóttir skrifar 13. ágúst 2023 21:56 Guðmundur Ingi og Rósa Guðbjartsdóttir eru ósammála um hvar ábyrgðin liggi. vísir Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þjónustan sé í boði Félagsmálaráðherra segir að þeim sem fá endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ segir Guðmundur Ingi. Þau sem ekki vinni með stjórnvöldum þurfi að fara út úr þjónustuhúsnæði eftir þrjátíu daga. Guðmundur segir þann hóp geta sótt um félagsaðstoð sveitarfélaga, en það sé sveitarfélagana að meta hvort þau veiti slíka aðstoð eða ekki. Félagsaðstoð sveitarfélaga „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ segir Guðmundur Ingi jafnframt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í hádegisfréttum RÚV að stjórnvöld hafi ekki verði í sambandi við Reykjavíkurborg um málið og að blað sé brotið í sögu Íslendinga ef hælisleitendur eigi að bætast í hóp heimilislausra og vera þannig á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir ábyrgðina bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ósammála ráðherra „Þannig er það í þessum málaflokki í heild sinni, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustunni og félagsaðstoð. Það er þeirra lögbundna hlutverk,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ekki sammála ráðherra og segir ábyrgðina liggja hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. „Ég vísa því alveg á bug að það sé sveitarfélaganna að taka upp þjónustu. Við getum ekki verið að grípa inn í hjá fólki eða hópi fólks sem engar reglur eða lög eru til um. Ég veit ekki alveg til hvers ráðherran er að vísa til,“ segir Rósa. Fólk með lögheimili í sveitarfélaginu fái félagslega þjónustu. Hafnarfjarðarbær hyggist ekki veita hælisleitendum sem hafi verið þjónustusviptir þjónustu. Álagið sé nógu mikið fyrir vegna málaflokksins í heild sinni. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þjónustan sé í boði Félagsmálaráðherra segir að þeim sem fá endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd bjóðist að vinna með stjórnvöldum að því að fara af landi brott. „Og ef þau vinna með stjórnvöldum þá fá þau þjónustu áfram. Þannig þjónustan er vissulega í boði fyrir fólk,“ segir Guðmundur Ingi. Þau sem ekki vinni með stjórnvöldum þurfi að fara út úr þjónustuhúsnæði eftir þrjátíu daga. Guðmundur segir þann hóp geta sótt um félagsaðstoð sveitarfélaga, en það sé sveitarfélagana að meta hvort þau veiti slíka aðstoð eða ekki. Félagsaðstoð sveitarfélaga „Ég hef bent á þessa leið fyrir fólk að sækja um félagsaðstoð sveitarfélaga og ef sveitarfélögin taka þá ákvörðun að veita fólki þessa félagsaðstoð þá lendir fólk ekki á götunni, það er alveg ljóst og er þá ekki í hópi heimilislausra,“ segir Guðmundur Ingi jafnframt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í hádegisfréttum RÚV að stjórnvöld hafi ekki verði í sambandi við Reykjavíkurborg um málið og að blað sé brotið í sögu Íslendinga ef hælisleitendur eigi að bætast í hóp heimilislausra og vera þannig á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðmundur Ingi segir ábyrgðina bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ósammála ráðherra „Þannig er það í þessum málaflokki í heild sinni, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustunni og félagsaðstoð. Það er þeirra lögbundna hlutverk,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ekki sammála ráðherra og segir ábyrgðina liggja hjá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun. „Ég vísa því alveg á bug að það sé sveitarfélaganna að taka upp þjónustu. Við getum ekki verið að grípa inn í hjá fólki eða hópi fólks sem engar reglur eða lög eru til um. Ég veit ekki alveg til hvers ráðherran er að vísa til,“ segir Rósa. Fólk með lögheimili í sveitarfélaginu fái félagslega þjónustu. Hafnarfjarðarbær hyggist ekki veita hælisleitendum sem hafi verið þjónustusviptir þjónustu. Álagið sé nógu mikið fyrir vegna málaflokksins í heild sinni.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 11. ágúst 2023 17:13
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19
Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. 13. ágúst 2023 12:10