Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2023 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tekur undir með forstjóra Kerecis um að gera megi betur í uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum en segir þó að töluverðum fjármunum hafi verið varið þar í uppbyggingu. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vestfjörðum. Þó sé gert ráð fyrir töluverðri uppbyggingu í landshlutanum í núverandi samgönguáætlun. Mikla uppbyggingu á Suðurlandi í samanburði við aðra landshluta líkt og Vesturland megi skýra með því að fjármagni hafi verið forgangsraðað eftir umferðarþunga. Tilefnið er umsögn lækningavörufyrirtækisins Kerecis, en undir hana ritar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins nafn sitt. Þar er lýst er yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun sem Sigurður Ingi kynnti í júní. Í umsögninni segir að Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í áætluninni, en landshlutinn þurfi að njóta forgangs þar sem vegakerfi þeirra sé það lang lakasta á landinu. Samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar og lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Miklar áskoranir framundan Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir töluverðu fjármagni í vegagerð á Vestfjörðum í nýrri samgönguáætlun en rétt sé að gera þurfi betur. „Það eru miklar áskoranir framundan. Við erum með býsna metnaðarfulla jarðgangaáætlun í þessari samgönguáætlun og þar á meðal eru þó nokkuð mörg jarðgöng á Vestfjörðum. En það er alveg rétt að við þurfum að gera enn betur til þess að koma sem flestum vegum í það að vera láglendisvegir.“ Umferðarþungi mestur á Suðurlandi Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að veita mismiklu fjármagni til vegagerðar á milli landshluta, meðal annars af Magnúsi Magnússyni, ritstjóra staðarmiðilsins Skessuhorns á Vesturlandi. Magnús segir nánast enga peninga áætlaða í nýframkvæmdir í vegagerð á Vesturlandi á næstu fimm árum en töluvert meira á Suðurlandi til samanburðar. „Við höfum ákveðið að forgangsraða framkvæmdum eftir umferðarþunga og settum í síðustu samgönguáætlunum áherslu á að aðskilja aksturstefnu á þessum vegum sem eru umferðarþyngstir og þar sem alvarlegustu slysin verða, það er að segja á Reykjanesbrautinni, Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi og það er kannski ástæðan fyrir því,“ segir Sigurður Ingi „Auðvitað er líka umferðarþunginn langmestur á Suðurlandi, fyrir utan þessa vegi þarna. En síðan höfum við verið með verulegt átak í uppbyggingu á Vestfjörðum. Það eru gríðarlega miklir fjármunir í gangi á suðurleiðinni og síðustu göngin sem voru gerð voru Dýrafjarðargöngin. En já já, það væri gott að geta gert betur. Ég vildi gjarnan hafa meiri peninga til þess að geta gert enn betur.“ Samgöngur Ísafjarðarbær Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Tilefnið er umsögn lækningavörufyrirtækisins Kerecis, en undir hana ritar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins nafn sitt. Þar er lýst er yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun sem Sigurður Ingi kynnti í júní. Í umsögninni segir að Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í áætluninni, en landshlutinn þurfi að njóta forgangs þar sem vegakerfi þeirra sé það lang lakasta á landinu. Samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar og lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Miklar áskoranir framundan Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir töluverðu fjármagni í vegagerð á Vestfjörðum í nýrri samgönguáætlun en rétt sé að gera þurfi betur. „Það eru miklar áskoranir framundan. Við erum með býsna metnaðarfulla jarðgangaáætlun í þessari samgönguáætlun og þar á meðal eru þó nokkuð mörg jarðgöng á Vestfjörðum. En það er alveg rétt að við þurfum að gera enn betur til þess að koma sem flestum vegum í það að vera láglendisvegir.“ Umferðarþungi mestur á Suðurlandi Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að veita mismiklu fjármagni til vegagerðar á milli landshluta, meðal annars af Magnúsi Magnússyni, ritstjóra staðarmiðilsins Skessuhorns á Vesturlandi. Magnús segir nánast enga peninga áætlaða í nýframkvæmdir í vegagerð á Vesturlandi á næstu fimm árum en töluvert meira á Suðurlandi til samanburðar. „Við höfum ákveðið að forgangsraða framkvæmdum eftir umferðarþunga og settum í síðustu samgönguáætlunum áherslu á að aðskilja aksturstefnu á þessum vegum sem eru umferðarþyngstir og þar sem alvarlegustu slysin verða, það er að segja á Reykjanesbrautinni, Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi og það er kannski ástæðan fyrir því,“ segir Sigurður Ingi „Auðvitað er líka umferðarþunginn langmestur á Suðurlandi, fyrir utan þessa vegi þarna. En síðan höfum við verið með verulegt átak í uppbyggingu á Vestfjörðum. Það eru gríðarlega miklir fjármunir í gangi á suðurleiðinni og síðustu göngin sem voru gerð voru Dýrafjarðargöngin. En já já, það væri gott að geta gert betur. Ég vildi gjarnan hafa meiri peninga til þess að geta gert enn betur.“
Samgöngur Ísafjarðarbær Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira