Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Há­skólarnir sam­einist í há­skóla­sam­stæðu

Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað.

Innlent
Fréttamynd

Gervi­hnettir gætu tekið við símamöstrum

Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu.

Innlent
Fréttamynd

Katrín fékk gervipíku að gjöf

Þrír ráðherrar af ellefu ráðherrum hafa birt lista á vef stjórnarráðsins yfir þær gjafir sem þeir fengu í embætti árið 2023. Það er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lífið
Fréttamynd

Við­ræður breiðfylkingar ASÍ og SA í upp­námi

Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki grund­vallar­breytingar á bú­vöru­samningum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðaherra undirrituðu í gær fyrir hönd stjórnvalda samkomulag um endurskoðun búvörusamninga við Bændasamtök Íslands. Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ undirritaði fyrir hönd samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Ljónið í veginum ríkis­stjórnin sjálf

Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið: Hvað er stjórnar­and­staðan að hugsa?

Viðvarandi verðbólga og vaxtahækkanir, húsnæðiskreppa, stöðugar jarðhræringar, óvinsæl ríkisstjórn, forsetakosningar framundan og hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Heimir Már Pétursson fær leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tómas settur ráðu­neytis­stjóri

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóra skrifstofu efnahagsmála, í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins til 31. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Aug­ljóst að frum­varpið hafi ekki verið samið af fag­fólki

Forstjóri útgerðarfélagsins Brims segir ljóst að frumvarp matvælaráðherra til laga um sjávarútveg hafi ekki verið samið af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Hann vill að frumvarpið verði unnið betur, í samvinnu við þá sem best þekki til, áður en lengra verður haldið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upp­byggingu varnar­garða við Grinda­vík haldið á­fram

Forsætisráðherra segir að uppbyggingu varnargarða við Grindavík verði haldið áfram. Þeir hafi sýnt gildi sitt í gær og markmiðið sé að verja byggðina í Grindavík til framtíðar. Ríkisstjórnin leggur til við Alþingi að afkomustuðningur við Grindvíkinga verði framlengdur.

Innlent
Fréttamynd

Fram­lengja stuðning við í­búa Grinda­víkur og kaupa fleiri í­búðir

Ríkisstjórn hefur ákveðið að framlengja hússnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur. Aukinn kraftur verður settur í að kaupa íbúðir fyrir Grindvíkinga. Þá er aukinn stuðningur við fyrirtæki ti lskoðunar. Forsætisráðherra segir tjónamat í bænum hafa verið mjög langt komið en atburðir helgarinnar hafi sett strik í reikninginn. Hún geri sér grein fyrir að tilfinningar Grindvíkingar séu blendnar, sumir vilji snúa til baka en aðrir alls ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin fundar vegna eld­gossins

Ráðherr­anefnd ríkisstjórnar Íslands mun funda klukk­an fimm í dag vegna eld­goss­ins sem hófst í morg­un. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er á leið til landsins, en hún hefur verið erlendis undanfarna daga. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara al­veg hrika­leg staða“

„Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 

Innlent
Fréttamynd

Svona á­kvarðanir ekki teknar í tóma­rúmi

Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. 

Innlent
Fréttamynd

Ástríðupólitíkusinn Guð­laugur Þór er hvergi nærri á förum

Þegar blaðamaður Vísis gekk á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var dimmt og slagviðri. Ráðuneytið flutti skömmu fyrir áramót í nýlegt húsnæði, 8. hæð, þá efstu við Borgartún 26 og hefur vegur þess aukist síðan Júlíus Sólnes var fyrsti umhverfisráðherrann 1990.

Lífið
Fréttamynd

Verður for­maður stjórnar Þjóðar­hallar

Jón Arnór Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið skipaður formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf., nýs félags ríkis og borgar sem mun standa að byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal.

Innlent