„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. janúar 2024 13:01 Bjarni Benediktsson segir að gagnrýni á sig sem utanríkisráðherra hafi að mestu verið tilefnislaus. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. Aðspurður um gagnrýni sem hann hafi fengið á skömmum tíma sínum sem utanríkisráðherra segir hann hana fyrst og fremst hafa verið tilefnislausa og innihaldslausa að hans mati. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar.“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Varðandi greiðslurnar til Flóttamannaaðstoðarinnar segir Bjarni mikilvægt að fá fullnægjandi skýringar á þeim ásökunum sem koma hafa fram í garð hennar. Hann segir ekki valkost að líta hjá ásökununum. Hann bendir á að önnur ríki sem Ísland beri sig saman við hafi tekið sams konar ákvarðanir. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sagði í gær að honum hefði þótt betra ef Bjarni hefði rætt frystinguna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Aðspurður út í það sjónarmið segir Bjarni að ákvörðunin muni ekki hafa varanleg áhrif. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta stuðningi við stofnuna,“ segir hann og minnist á að greiðslurnar sem um ræðir hafi átt að berast eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þá segir hann að það megi ekki gerast að dregið verði úr mannúðaraðstoð á svæðinu. Ef það kemur út úr rannsókninni að starfsmenn hafi gerst brotlegir mun þá Ísland draga úr styrk til þessarar stofnunar? „Það fer allt eftir því hvernig á því verður tekið og hvort að mönnum líði eins og komist hafi verið að rót vandans. Það er alls ekkert hægt að tjá sig um það núna. Það er svo margt á huldu um til dæmis eðli ásakannana.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Aðspurður um gagnrýni sem hann hafi fengið á skömmum tíma sínum sem utanríkisráðherra segir hann hana fyrst og fremst hafa verið tilefnislausa og innihaldslausa að hans mati. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar.“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Varðandi greiðslurnar til Flóttamannaaðstoðarinnar segir Bjarni mikilvægt að fá fullnægjandi skýringar á þeim ásökunum sem koma hafa fram í garð hennar. Hann segir ekki valkost að líta hjá ásökununum. Hann bendir á að önnur ríki sem Ísland beri sig saman við hafi tekið sams konar ákvarðanir. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sagði í gær að honum hefði þótt betra ef Bjarni hefði rætt frystinguna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Aðspurður út í það sjónarmið segir Bjarni að ákvörðunin muni ekki hafa varanleg áhrif. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta stuðningi við stofnuna,“ segir hann og minnist á að greiðslurnar sem um ræðir hafi átt að berast eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þá segir hann að það megi ekki gerast að dregið verði úr mannúðaraðstoð á svæðinu. Ef það kemur út úr rannsókninni að starfsmenn hafi gerst brotlegir mun þá Ísland draga úr styrk til þessarar stofnunar? „Það fer allt eftir því hvernig á því verður tekið og hvort að mönnum líði eins og komist hafi verið að rót vandans. Það er alls ekkert hægt að tjá sig um það núna. Það er svo margt á huldu um til dæmis eðli ásakannana.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira