Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 29. janúar 2024 22:22 Orri Páll er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Fulltrúar utanríkisþjónustunnar og flóttamannaaðstoðarinnar funduðu í dag um frystingu á fjárframlögum Íslands vegna ásakana um tengsl tólf starfsmanna stofnunarinnar við Hamas-samtökin og hryðjuverkin 7. október. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gat ekki veitt viðtal um málið í dag en hann segir ekkert því til fyrirstöðu að halda stuðningnum áfram fáist fullnægjandi skýringar og viðbrögðin teljist ásættanleg. Nokkur ríki hafa fryst framlög til flóttamannaðstoðar, þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland og Japan sem veita einna hæstu framlögin. Sameinuðu þjóðirnar lýstu í dag yfir miklum áhyggjum vegna þessa í ljósi brýnnar þarfar á Gasa. Þingmenn úr röðum stjórnarflokka og stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt utanríkisráðherra, ýmist fyrir þessa ákvörðun eða samráðsleysi. Til stendur að fjalla um málið á næsta fundi utanríkismálanefndar Alþingis. Mikilvægt að halda aðstoðinni áfram Þingflokksformaður Vinstri grænna segir aðstoðina vera lykilstofnun í viðbragði og aðstoð inni á Gasa, og raunar allri Palestínu. „Og okkur í Vinstri grænum hefði nú þótt fara betur á því ef ráðherrann hefði rætt þessa hugmynd sína, áður en hann tók ákvörðun um það, sér í lagi við utanríkismálanefnd Alþingis,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Hann gefi sér að einhver rök búi að baki ákvörðun Bjarna, sem hann hljóti á einhverjum tímapunkti að deila með utanríkismálanefnd. Nefndin hafi lagt fram ályktun á þinginu, sem fékkst samþykkt, sem lúti að því að styðja við mannúðaraðstoð á Gasa og Alþjóðadómstólinn. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum þeirri aðstoð áfram, hefði ég haldið, og því erum við sammála í VG.“ Betra að bíða og sjá Orri svarar því játandi að það varpi skugga á stofnunina ef í ljós kemur að starfsmenn hennar hafi tekið þátt í, stutt eða fagnað hryðjuverkum Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn, þar sem yfir þúsund manns létu lífið. „En nú er rannsókn í gangi á þessum ásökunum eða ávirðingum sem þarna eru í gangi. Norðmenn frændur okkar virðast hafa tekið ákvörðun um það að halda stuðningnum áfram, þangað til rannsókninni lyki. Ég hefði haldið að það færi allavega betur á því að við hefðum gert slíkt hið sama, vegna þess að þetta er lykilstofnun í aðstoð inni á svæðinu og ástandið er hryllilegt eins og við vitum öll.“ Málið verður til umræðu á næsta fundi utanríkismálanefndar þingsins á miðvikudag. Um helgina kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í nefndinni, eftir því að nefndin yrði upplýst um grundvöll ákvörðunar utanríkisráðherra. Sjá einnig: Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Gera mætti ráð fyrir því að farið yrði vel yfir málið. Sagðist hún telja mestu máli skipta að samráð yrði haft við önnur Norðurlönd vegna málsins. En Finnland og Ísland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. 28. janúar 2024 20:06 Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. 27. janúar 2024 20:37 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Fulltrúar utanríkisþjónustunnar og flóttamannaaðstoðarinnar funduðu í dag um frystingu á fjárframlögum Íslands vegna ásakana um tengsl tólf starfsmanna stofnunarinnar við Hamas-samtökin og hryðjuverkin 7. október. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gat ekki veitt viðtal um málið í dag en hann segir ekkert því til fyrirstöðu að halda stuðningnum áfram fáist fullnægjandi skýringar og viðbrögðin teljist ásættanleg. Nokkur ríki hafa fryst framlög til flóttamannaðstoðar, þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland og Japan sem veita einna hæstu framlögin. Sameinuðu þjóðirnar lýstu í dag yfir miklum áhyggjum vegna þessa í ljósi brýnnar þarfar á Gasa. Þingmenn úr röðum stjórnarflokka og stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt utanríkisráðherra, ýmist fyrir þessa ákvörðun eða samráðsleysi. Til stendur að fjalla um málið á næsta fundi utanríkismálanefndar Alþingis. Mikilvægt að halda aðstoðinni áfram Þingflokksformaður Vinstri grænna segir aðstoðina vera lykilstofnun í viðbragði og aðstoð inni á Gasa, og raunar allri Palestínu. „Og okkur í Vinstri grænum hefði nú þótt fara betur á því ef ráðherrann hefði rætt þessa hugmynd sína, áður en hann tók ákvörðun um það, sér í lagi við utanríkismálanefnd Alþingis,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Hann gefi sér að einhver rök búi að baki ákvörðun Bjarna, sem hann hljóti á einhverjum tímapunkti að deila með utanríkismálanefnd. Nefndin hafi lagt fram ályktun á þinginu, sem fékkst samþykkt, sem lúti að því að styðja við mannúðaraðstoð á Gasa og Alþjóðadómstólinn. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum þeirri aðstoð áfram, hefði ég haldið, og því erum við sammála í VG.“ Betra að bíða og sjá Orri svarar því játandi að það varpi skugga á stofnunina ef í ljós kemur að starfsmenn hennar hafi tekið þátt í, stutt eða fagnað hryðjuverkum Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn, þar sem yfir þúsund manns létu lífið. „En nú er rannsókn í gangi á þessum ásökunum eða ávirðingum sem þarna eru í gangi. Norðmenn frændur okkar virðast hafa tekið ákvörðun um það að halda stuðningnum áfram, þangað til rannsókninni lyki. Ég hefði haldið að það færi allavega betur á því að við hefðum gert slíkt hið sama, vegna þess að þetta er lykilstofnun í aðstoð inni á svæðinu og ástandið er hryllilegt eins og við vitum öll.“ Málið verður til umræðu á næsta fundi utanríkismálanefndar þingsins á miðvikudag. Um helgina kallaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í nefndinni, eftir því að nefndin yrði upplýst um grundvöll ákvörðunar utanríkisráðherra. Sjá einnig: Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Gera mætti ráð fyrir því að farið yrði vel yfir málið. Sagðist hún telja mestu máli skipta að samráð yrði haft við önnur Norðurlönd vegna málsins. En Finnland og Ísland
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. 28. janúar 2024 20:06 Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. 27. janúar 2024 20:37 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10
Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. 28. janúar 2024 20:06
Norðmenn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum. 27. janúar 2024 20:37