Pallborðið í dag: Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. janúar 2024 11:01 Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru í Pallborðinu í dag. vísir/arnar Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa nú verið saman í ríkisstjórn í 62 mánuði og farið að gæta spennu og þreytu í stjórnarsamstarfinu. Þrír stjórnarþingmenn mæta í Pallborðið klukkan 14 til að ræða stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu. Þegar fyrri stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð árið hinn 30. nóvember 2017 var í raun stjórnarkreppa í landinu sem varð grundöllurinn að þessu óvenjulega og ólíklega stjórnarsamstarfi. Nú 26 mánuði inn í annað kjörtímabil stjórnarflokkanna hafa þeir allir misst mikið fylgi og næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi ef kosið yrði á morgun samkvæmt könnunum. Það er komin þreyta í samstarfið, sérstaklega á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og ekki laust við að fylgistapið hafi skapað örvæntingu í herbúðum þeirra. Flokkana greinir á í fjölmörgum málum. Þeir eru ósammála í löggæslumálum, málefnum flóttamanna, orkumálum, hvalveiðimálum, utanríkismálum, heilbrigðismálum og örugglega fleiri málum. Það hefur oft gefið hressilega á bátinn hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, eins og hinn 28. nóvember 2021 þegar annað ráðuneyti hennar tók við völdum á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum og Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki ræða stöðuna í Pallborðinu í dag. Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Er það óttinn við dóm kjósenda eða dálæti á völdunum og áhrifunum sem þeim fylgir eða eru þeir enn sammála um einhver kjarna málefna til heilla fyrir land og þjóð? Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00 í dag. Þeir sem ekki geta fylgst með útsendingunni geta lesið alla helstu punktana í vaktinni hér að neðan.
Þegar fyrri stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð árið hinn 30. nóvember 2017 var í raun stjórnarkreppa í landinu sem varð grundöllurinn að þessu óvenjulega og ólíklega stjórnarsamstarfi. Nú 26 mánuði inn í annað kjörtímabil stjórnarflokkanna hafa þeir allir misst mikið fylgi og næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi ef kosið yrði á morgun samkvæmt könnunum. Það er komin þreyta í samstarfið, sérstaklega á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins og ekki laust við að fylgistapið hafi skapað örvæntingu í herbúðum þeirra. Flokkana greinir á í fjölmörgum málum. Þeir eru ósammála í löggæslumálum, málefnum flóttamanna, orkumálum, hvalveiðimálum, utanríkismálum, heilbrigðismálum og örugglega fleiri málum. Það hefur oft gefið hressilega á bátinn hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, eins og hinn 28. nóvember 2021 þegar annað ráðuneyti hennar tók við völdum á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum og Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki ræða stöðuna í Pallborðinu í dag. Hvað heldur stjórnarflokkunum saman? Er það óttinn við dóm kjósenda eða dálæti á völdunum og áhrifunum sem þeim fylgir eða eru þeir enn sammála um einhver kjarna málefna til heilla fyrir land og þjóð? Pallborðið í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00 í dag. Þeir sem ekki geta fylgst með útsendingunni geta lesið alla helstu punktana í vaktinni hér að neðan.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?