Enn óráðið með förgunargjald í Grindavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:00 Altjón hefur verið metið í 23 húsum í Grindavík. Eigendur húsanna fá hins vegar ekki fullnaðarbætur því hluti þeirra er tekin til hliðar vegna förgunargjalds. Vísir/Vilhelm Eigendur altjónshúsa í Grindavík fá aðeins hluta bóta greiddan því enn liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi slíkra húsa. Enn á eftir að koma hita og rafmagni á tugi húsa í bænum. Veðurstofan birtir nýtt hættumat í dag. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur nú þegar metið að altjón hafi orðið í tuttugu og fimm eignum í Grindavík. Af þeim eru tuttugu og þrjú altjón á húsnæði og tvö á innbúi. Fleiri mál eru til skoðunar. Stofnunin hefur í framhaldinu lokið tjónamati á tuttugu og einu máli og eru tjónabætur í þeim samtals um einn komma tveir milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum Náttúruhamfaratryggingar Íslands Fá ekki allar bæturnar Bæturnar í altjóni miðast við brunabótamat. Náttúruhamfaratrygging hefur hins vegar þurft að fresta útborgun þess hluta bóta sem ætlaður er til að standa straum af niðurrifi húseignanna þar sem enn ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi þeirra. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ákveður hversu hátt förgunargjald er hverju sinni en yfirleitt er það um tólf prósent. Alls er brunabótamat ríflega tólf hundruð fasteigna í Grindavík um 78.5 milljarða króna. Svör væntanleg Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að síðustu vikur hafi áhersla verið lögð á að bjarga verðmætum í Grindavík með því að tryggja að þar sé heitt vatn og rafmagn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir svör væntanleg um það hvenær Grindvíkingar komist í bæinn að bjarga verðmætum. Vísir „Það er komið hiti og rafmagn á flest hús í Grindavík. Ég myndi skjóta á að það væru svona 50-60 hús sem væru í vinnslu hjá viðbragðsaðilum. Það eru helst hús sem liggja að höfninni í Grindavík,“ segir Úlfar. Bæjarfulltrúar Grindavíkur lögðu á fundi sínum í gær ríka áherslu á verðmætabjörgun hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum eins fljótt og öryggi og aðstæður leyfi Úlfar segir að svör við því séu á næsta leiti. „Ég vona að það verði mjög fljótlega sem við getum svarað því hvenær íbúar geta komið og sótt eigur sínar í bænum. Það er mikil og vandasöm vinna sem er í gangi þannig að ég get ekki svarað því öðruvísi en því,“ segir hann Veðurstofan gefur út nýtt hættumat fyrir Grindavík í dag en það sem liggur nú fyrir rennur út klukkan þrjú. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur nú þegar metið að altjón hafi orðið í tuttugu og fimm eignum í Grindavík. Af þeim eru tuttugu og þrjú altjón á húsnæði og tvö á innbúi. Fleiri mál eru til skoðunar. Stofnunin hefur í framhaldinu lokið tjónamati á tuttugu og einu máli og eru tjónabætur í þeim samtals um einn komma tveir milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum Náttúruhamfaratryggingar Íslands Fá ekki allar bæturnar Bæturnar í altjóni miðast við brunabótamat. Náttúruhamfaratrygging hefur hins vegar þurft að fresta útborgun þess hluta bóta sem ætlaður er til að standa straum af niðurrifi húseignanna þar sem enn ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi þeirra. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ákveður hversu hátt förgunargjald er hverju sinni en yfirleitt er það um tólf prósent. Alls er brunabótamat ríflega tólf hundruð fasteigna í Grindavík um 78.5 milljarða króna. Svör væntanleg Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að síðustu vikur hafi áhersla verið lögð á að bjarga verðmætum í Grindavík með því að tryggja að þar sé heitt vatn og rafmagn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir svör væntanleg um það hvenær Grindvíkingar komist í bæinn að bjarga verðmætum. Vísir „Það er komið hiti og rafmagn á flest hús í Grindavík. Ég myndi skjóta á að það væru svona 50-60 hús sem væru í vinnslu hjá viðbragðsaðilum. Það eru helst hús sem liggja að höfninni í Grindavík,“ segir Úlfar. Bæjarfulltrúar Grindavíkur lögðu á fundi sínum í gær ríka áherslu á verðmætabjörgun hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum eins fljótt og öryggi og aðstæður leyfi Úlfar segir að svör við því séu á næsta leiti. „Ég vona að það verði mjög fljótlega sem við getum svarað því hvenær íbúar geta komið og sótt eigur sínar í bænum. Það er mikil og vandasöm vinna sem er í gangi þannig að ég get ekki svarað því öðruvísi en því,“ segir hann Veðurstofan gefur út nýtt hættumat fyrir Grindavík í dag en það sem liggur nú fyrir rennur út klukkan þrjú.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira