Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2024 12:10 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kallar eftir stillingu en hann segir stór orð hafa verið látin falla eftir að hann brjást skjótt við og skrúfaði fyrir framlag til flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. Þetta gerði hann eftir að í ljós kom að tólf starfsmönnum stofnunarinnar, sem í daglegu tali er nefnd UNRWA, hafði verið sagt upp vegna ásakana um ákveðin tengsl við hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október. Þetta atvik leiddi til þeirra blóðsúthellinga sem nú eru á Gasa, tólf hundruð manns týndu lífi og 250 gíslar voru teknir. Bjarni kallar eftir stillingu Margir hafa gagnrýnt þessi skjótu viðbrögð Bjarna sem bendir á að stofnunin hafi brugðist skjótt við og vikið starfsmönnum úr starfi og er rannsókn hafin á framkomnum ásökunum. Hann kallar eftir stillingu. „Ísland hefur undanfarið verið meðal stærstu stuðningsríkja UNRWA m.v. höfðatölu og veitt rífleg viðbótarframlög til stofnunarinnar eftir að átökin brutust út, enda gegnir hún mikilvægu hlutverki við mannúðaraðstoð á svæðinu. Við höfum ávallt litið á UNRWA sem lykilstofnun við að koma mannúðaraðstoð rétta leið,“ segir Bjarni í nýlegri Facebook-færslu. Vegna þessa máls tilkynnti Bjarni að ekki yrðu um frekari framlög að ræða meðan skýringa væri leitað. „Og samráð haft við samstarfsríki, þ.m.t. Norðurlöndin um næstu skref í málinu. Í dag eiga fulltrúar utanríkisþjónustunnar m.a. fund með stofnuninni í þessum tilgangi. Eðlilegt og nauðsynlegt er að kalla eftir skýringum og samræma kröfur um viðbrögð flóttamannaaðstoðarinnar.“ Bjarni segir viðbrögðin við ákvörðun hans hafa einkennst af talsverðri vanstillingu. Bæði af hálfu fjölmiðla og stjórnarandstöðu. „Talað er á þann veg að Ísland svelti nú fólk á svæðinu, frysting framlaga meðan samráð fer fram sé óásættanleg og jafngildi jafnvel „þátttöku í þjóðarmorði“.“ Ekki sjálfgefið að Ísland sendi skattfé á átakasvæði Bjarni segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um slíkar upphrópanir en hann vill árétta eftirfarandi: „Það er ekki sjálfgefið að íslensk stjórnvöld sendi skattfé í stórum stíl á átakasvæði í blindni. Stofnunin lýtur umfangsmiklu eftirliti SÞ og stuðningsríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en þegar ásakanir sem þessar koma upp er það beinlínis skylda mín sem ráðherra að tryggja að peningarnir renni þangað sem ætlast er til, og ekkert annað.“ Ef fullnægjandi skýringar koma fram og nauðsynlegar skýringar verða settar fram er ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. „En ég lít á það sem skyldu mína að ganga úr skugga um eðlileg viðbrögð og ráðstafanir til framtíðar. Ísland styður mannúðaraðstoð á svæðinu í gegnum ýmsar stofnanir og við höfum engin áform um að draga úr honum.“ Bjarni segir að endingu að það sé í þessu máli eins og svo oft áður að „lítils háttar yfirvegun og stilling myndu gera umræðunni gott.“ Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Þetta gerði hann eftir að í ljós kom að tólf starfsmönnum stofnunarinnar, sem í daglegu tali er nefnd UNRWA, hafði verið sagt upp vegna ásakana um ákveðin tengsl við hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október. Þetta atvik leiddi til þeirra blóðsúthellinga sem nú eru á Gasa, tólf hundruð manns týndu lífi og 250 gíslar voru teknir. Bjarni kallar eftir stillingu Margir hafa gagnrýnt þessi skjótu viðbrögð Bjarna sem bendir á að stofnunin hafi brugðist skjótt við og vikið starfsmönnum úr starfi og er rannsókn hafin á framkomnum ásökunum. Hann kallar eftir stillingu. „Ísland hefur undanfarið verið meðal stærstu stuðningsríkja UNRWA m.v. höfðatölu og veitt rífleg viðbótarframlög til stofnunarinnar eftir að átökin brutust út, enda gegnir hún mikilvægu hlutverki við mannúðaraðstoð á svæðinu. Við höfum ávallt litið á UNRWA sem lykilstofnun við að koma mannúðaraðstoð rétta leið,“ segir Bjarni í nýlegri Facebook-færslu. Vegna þessa máls tilkynnti Bjarni að ekki yrðu um frekari framlög að ræða meðan skýringa væri leitað. „Og samráð haft við samstarfsríki, þ.m.t. Norðurlöndin um næstu skref í málinu. Í dag eiga fulltrúar utanríkisþjónustunnar m.a. fund með stofnuninni í þessum tilgangi. Eðlilegt og nauðsynlegt er að kalla eftir skýringum og samræma kröfur um viðbrögð flóttamannaaðstoðarinnar.“ Bjarni segir viðbrögðin við ákvörðun hans hafa einkennst af talsverðri vanstillingu. Bæði af hálfu fjölmiðla og stjórnarandstöðu. „Talað er á þann veg að Ísland svelti nú fólk á svæðinu, frysting framlaga meðan samráð fer fram sé óásættanleg og jafngildi jafnvel „þátttöku í þjóðarmorði“.“ Ekki sjálfgefið að Ísland sendi skattfé á átakasvæði Bjarni segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um slíkar upphrópanir en hann vill árétta eftirfarandi: „Það er ekki sjálfgefið að íslensk stjórnvöld sendi skattfé í stórum stíl á átakasvæði í blindni. Stofnunin lýtur umfangsmiklu eftirliti SÞ og stuðningsríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en þegar ásakanir sem þessar koma upp er það beinlínis skylda mín sem ráðherra að tryggja að peningarnir renni þangað sem ætlast er til, og ekkert annað.“ Ef fullnægjandi skýringar koma fram og nauðsynlegar skýringar verða settar fram er ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. „En ég lít á það sem skyldu mína að ganga úr skugga um eðlileg viðbrögð og ráðstafanir til framtíðar. Ísland styður mannúðaraðstoð á svæðinu í gegnum ýmsar stofnanir og við höfum engin áform um að draga úr honum.“ Bjarni segir að endingu að það sé í þessu máli eins og svo oft áður að „lítils háttar yfirvegun og stilling myndu gera umræðunni gott.“
Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira