Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær. Innlent 6.11.2021 12:07 96 greindust í gær 96 greindust með COVID-19 smit innanlands í gær, þar af voru 39 í sóttkví. Innlent 6.11.2021 11:26 Hefði viljað beina tilmælum til fólks frekar en að grípa til aðgerða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað halda áformum stjórnvalda um afléttingar um miðjan mánuð til streitu. Beina hefði átt tilmælum til fólks frekar en að grípa til íþyngjandi aðgerða. Ágreiningur var innan ríkisstjórnarinnar í dag um næstu aðgerðir innanlands. Innlent 5.11.2021 19:22 Landspítalinn á hættustig Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. Innlent 5.11.2021 18:07 Grunur um að fjórir séu smitaðir um borð í Málmey Grunur er uppi um að fjórir skipverjar á Málmey SK-1, sem gerð er út af útgerðinni FISK á Sauðárkróki, séu smitaðir af Covid-19. Togarinn er nú á leið í land á Sauðárkróki og mun áhöfn fara í skimun í fyrramálið. Innlent 5.11.2021 16:52 „Bráðvantar“ heilbrigðisstarfsfólk í bakvarðasveitina Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita síðustu daga og með auknu álagi á heilbrigðiskerfið bráðvantar nú fleira heilbrigðisstarfsfólk á skrá í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Innlent 5.11.2021 15:39 Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. Innlent 5.11.2021 15:16 Svona var 190. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar í dag klukkan 15:00. Á fundinum fór Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir yfir framgang faraldursins hér á landi. Innlent 5.11.2021 14:28 Telur ólíklegt að boðaðar aðgerðir skili miklum árangri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni skila miklum árangri. Þetta má lesa úr minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur fram þrjár tillögur að takmörkunum. Innlent 5.11.2021 14:05 Nýtt lyf hafi mikla þýðingu í baráttunni við faraldurinn Nýtt lyf gegn Covid-19 hefur talsverða þýðingu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum að mati prófessors í smitsjúkdómalækningum. Margir hafa augastað á lyfinu en það jákvæða er að framleiðsla þess er auðveldari en framleiðsla bóluefna. Innlent 5.11.2021 13:43 Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. Erlent 5.11.2021 13:07 160 þúsund verða boðaðir í örvunarbólusetningu fyrir áramót Um 160 þúsund manns um land allt verða boðaðir í örvunarbólusetningu fyrir áramót. Góð reynsla hefur hlotist í Ísrael með almennri þátttöku í örvunarbólusetningum. Innlent 5.11.2021 12:57 Frelsisskerðingar í boði frelsisflokksins Enn á ný þurfum við Íslendingar að herða takmarkanir innanlands vegna COVID-19 veirunnar. Mörg eru eflaust orðin ansi þreytt á þessu sífellda herða-losa-herða mynstri sem við virðumst vera föst í. Skoðun 5.11.2021 12:31 „Þessu rugli verður að linna“ Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann. Innlent 5.11.2021 12:15 Boðað til upplýsingafundar: Þríeykið snýr aftur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 15:00. Innlent 5.11.2021 11:46 Opið bréf til heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis Nú hefur íslenska þjóðin búið við gríðarlegar samkomutakmarkanir og á tíðum þurft að sæta frelsisskerðingum og óþarfa inngripum af hálfu ríkisvaldssins í vel á annað ár. Ástæðan er öllum kunn - það mun vera kórónuveiran. Í upphafi átti þetta ástand að vara stutt og stefnt var að því að „fletja út kúrvuna”. Skoðun 5.11.2021 11:32 Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. Innlent 5.11.2021 11:11 Sextán ára og eldri fái örvunarskammt Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19. Innlent 5.11.2021 10:26 Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin fundar nú fyrir hádegi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir til umfjöllunar þar. Innlent 5.11.2021 10:05 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. Innlent 5.11.2021 09:51 Matvælaverð ekki verið hærra í meira en áratug Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Verð á matvörum hefur hækkað um yfir 30 prósent á síðastliðnu ári. Viðskipti erlent 5.11.2021 09:21 Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. Erlent 5.11.2021 09:15 Einsemd: Faraldur á heimsvísu Faraldur einsemdar hefur vaxið víða um veröld á tímum kórónuveirunnar. Skoðun 5.11.2021 08:30 Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. Innlent 5.11.2021 08:16 Ríkisstjórnin fundar fyrir hádegi og ræðir tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin hittist á fundi nú fyrir hádegið þar sem farið verður yfir nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Innlent 5.11.2021 07:43 Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. Erlent 5.11.2021 06:54 Loka skólum og stofnunum í Suðurnesjabæ vegna Covid-smita Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að loka skólum og stofnunum vegna Covid-19-smita sem hafa greinst á meðal starfsfólks á leikskóla og nemenda í grunnskólanum. Lokanirnar eiga að koma í veg fyrir frekari dreifingu veirunnar. Innlent 4.11.2021 22:21 Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. Innlent 4.11.2021 21:49 „Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni“ Skagamenn og -konur virðast taka sprengingu í Covid-tilfellum í bænum með stóískri ró og æðruleysi ef marka má bæjarbúa sem fréttastofa hitti á förnum vegi í dag. Innlent 4.11.2021 21:30 Viðskiptavinir Bónuss hvattir til að nota grímu Framkvæmdastjóri verslanakeðjunnar Bónuss hvetur viðskiptavini til þess að nota grímu í verslunum í ljósi mikilla óvissa vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Sóttvarnalæknir hefur skilað ráðherra minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir. Innlent 4.11.2021 19:02 « ‹ 63 64 65 66 67 68 69 70 71 … 334 ›
Spítalinn geti ekki starfað eðlilega nema með fleiri hjúkrunarrýmum Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir starfsemi spítalans að miklu leyti standa og falla með fjölda hjúkrunarrýma í landinu. Á meðan hjúkrunarrýmin séu þetta fá geti spítalinn ekki starfað með eðlilegum hætti. Landspítalinn var færður á hættustig í gær. Innlent 6.11.2021 12:07
96 greindust í gær 96 greindust með COVID-19 smit innanlands í gær, þar af voru 39 í sóttkví. Innlent 6.11.2021 11:26
Hefði viljað beina tilmælum til fólks frekar en að grípa til aðgerða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað halda áformum stjórnvalda um afléttingar um miðjan mánuð til streitu. Beina hefði átt tilmælum til fólks frekar en að grípa til íþyngjandi aðgerða. Ágreiningur var innan ríkisstjórnarinnar í dag um næstu aðgerðir innanlands. Innlent 5.11.2021 19:22
Landspítalinn á hættustig Landspítali var færður á hættustig kl. 16 í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu spítalans segir að þá hafi viðbragðsstjórn komið saman til fundar ásamt farsóttanefnd og tekið ákvarðanir sem varða breytta starfsemi. Innlent 5.11.2021 18:07
Grunur um að fjórir séu smitaðir um borð í Málmey Grunur er uppi um að fjórir skipverjar á Málmey SK-1, sem gerð er út af útgerðinni FISK á Sauðárkróki, séu smitaðir af Covid-19. Togarinn er nú á leið í land á Sauðárkróki og mun áhöfn fara í skimun í fyrramálið. Innlent 5.11.2021 16:52
„Bráðvantar“ heilbrigðisstarfsfólk í bakvarðasveitina Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita síðustu daga og með auknu álagi á heilbrigðiskerfið bráðvantar nú fleira heilbrigðisstarfsfólk á skrá í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Innlent 5.11.2021 15:39
Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. Innlent 5.11.2021 15:16
Svona var 190. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar í dag klukkan 15:00. Á fundinum fór Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir yfir framgang faraldursins hér á landi. Innlent 5.11.2021 14:28
Telur ólíklegt að boðaðar aðgerðir skili miklum árangri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni skila miklum árangri. Þetta má lesa úr minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur fram þrjár tillögur að takmörkunum. Innlent 5.11.2021 14:05
Nýtt lyf hafi mikla þýðingu í baráttunni við faraldurinn Nýtt lyf gegn Covid-19 hefur talsverða þýðingu í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum að mati prófessors í smitsjúkdómalækningum. Margir hafa augastað á lyfinu en það jákvæða er að framleiðsla þess er auðveldari en framleiðsla bóluefna. Innlent 5.11.2021 13:43
Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. Erlent 5.11.2021 13:07
160 þúsund verða boðaðir í örvunarbólusetningu fyrir áramót Um 160 þúsund manns um land allt verða boðaðir í örvunarbólusetningu fyrir áramót. Góð reynsla hefur hlotist í Ísrael með almennri þátttöku í örvunarbólusetningum. Innlent 5.11.2021 12:57
Frelsisskerðingar í boði frelsisflokksins Enn á ný þurfum við Íslendingar að herða takmarkanir innanlands vegna COVID-19 veirunnar. Mörg eru eflaust orðin ansi þreytt á þessu sífellda herða-losa-herða mynstri sem við virðumst vera föst í. Skoðun 5.11.2021 12:31
„Þessu rugli verður að linna“ Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann. Innlent 5.11.2021 12:15
Boðað til upplýsingafundar: Þríeykið snýr aftur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 15:00. Innlent 5.11.2021 11:46
Opið bréf til heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis Nú hefur íslenska þjóðin búið við gríðarlegar samkomutakmarkanir og á tíðum þurft að sæta frelsisskerðingum og óþarfa inngripum af hálfu ríkisvaldssins í vel á annað ár. Ástæðan er öllum kunn - það mun vera kórónuveiran. Í upphafi átti þetta ástand að vara stutt og stefnt var að því að „fletja út kúrvuna”. Skoðun 5.11.2021 11:32
Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. Innlent 5.11.2021 11:11
Sextán ára og eldri fái örvunarskammt Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19. Innlent 5.11.2021 10:26
Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin fundar nú fyrir hádegi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir til umfjöllunar þar. Innlent 5.11.2021 10:05
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. Innlent 5.11.2021 09:51
Matvælaverð ekki verið hærra í meira en áratug Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Verð á matvörum hefur hækkað um yfir 30 prósent á síðastliðnu ári. Viðskipti erlent 5.11.2021 09:21
Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. Erlent 5.11.2021 09:15
Einsemd: Faraldur á heimsvísu Faraldur einsemdar hefur vaxið víða um veröld á tímum kórónuveirunnar. Skoðun 5.11.2021 08:30
Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. Innlent 5.11.2021 08:16
Ríkisstjórnin fundar fyrir hádegi og ræðir tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin hittist á fundi nú fyrir hádegið þar sem farið verður yfir nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Innlent 5.11.2021 07:43
Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. Erlent 5.11.2021 06:54
Loka skólum og stofnunum í Suðurnesjabæ vegna Covid-smita Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að loka skólum og stofnunum vegna Covid-19-smita sem hafa greinst á meðal starfsfólks á leikskóla og nemenda í grunnskólanum. Lokanirnar eiga að koma í veg fyrir frekari dreifingu veirunnar. Innlent 4.11.2021 22:21
Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. Innlent 4.11.2021 21:49
„Ég er ekki tilbúin til að smitast. Ég vil frekar halda jól með fjölskyldunni“ Skagamenn og -konur virðast taka sprengingu í Covid-tilfellum í bænum með stóískri ró og æðruleysi ef marka má bæjarbúa sem fréttastofa hitti á förnum vegi í dag. Innlent 4.11.2021 21:30
Viðskiptavinir Bónuss hvattir til að nota grímu Framkvæmdastjóri verslanakeðjunnar Bónuss hvetur viðskiptavini til þess að nota grímu í verslunum í ljósi mikilla óvissa vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Sóttvarnalæknir hefur skilað ráðherra minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir. Innlent 4.11.2021 19:02