Aldrei fleiri börn með Covid-19: „Ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2021 19:00 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Aldrei hafa fleiri börn verið í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans en nú og enn annað met var slegið í gær þegar 178 greindust með veiruna innanlands. Sóttvarnalæknir segir að herða þurfi sóttvarnaaðgerðir til að fækka þeim sem greinast með kórónuveiruna. Þeim hefur fjölgað hratt síðustu dagana sem greinst hafa með veiruna. Nú eru 1.359 með kórónuveiruna og í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans. Þar af eru 324 börn en mörg þeirra eru ekki bólusett þar sem bóluefni stendur börnunum ellefu ára og yngri ekki til boða. Hertar reglur vegna faraldursins tóku gildi í dag. Nú mega aðeins fimm hundruð manns koma saman og afgreiðslutími vínveitingastaða hefur verið styttur. Þar að auki tók grímuskylda aftur gildi síðustu helgi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að herða þurfir reglurnar frekar til að ná að draga úr útbreiðslu veirunnar. „Ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni og þessum veldisvexti sem er í greiningunum og þeirri stöðu sem við sjáum að við erum svona að missa tökin víða á faraldrinum eins og hann er og þá er í raun og veru ekki, að mínu mati, nema um eitt að ræða það er að reyna að herða tökin og reyna að beita þeim ráðum sem við höfum beitt áður til þess að ná smitunum niður í samfélaginu og það verður ekki gert nema með takmörkunum og vissulega geta einstaklingar hjálpað okkur með því að bæta sínar einstaklingsbundnu sóttvarnir en það virðist bara ekki hafa dugað til til þessa,“ segir Þórólfur. Fimmtán liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af eru þrír á gjörgæslu. Þá eru þrír með sjúkdóminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri en einn þeirra er í öndunarvél. Þórólfur undirbýr nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. „Mér finnst þróunin vera slæm og ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þeim hefur fjölgað hratt síðustu dagana sem greinst hafa með veiruna. Nú eru 1.359 með kórónuveiruna og í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans. Þar af eru 324 börn en mörg þeirra eru ekki bólusett þar sem bóluefni stendur börnunum ellefu ára og yngri ekki til boða. Hertar reglur vegna faraldursins tóku gildi í dag. Nú mega aðeins fimm hundruð manns koma saman og afgreiðslutími vínveitingastaða hefur verið styttur. Þar að auki tók grímuskylda aftur gildi síðustu helgi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að herða þurfir reglurnar frekar til að ná að draga úr útbreiðslu veirunnar. „Ég held að það sé full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni og þessum veldisvexti sem er í greiningunum og þeirri stöðu sem við sjáum að við erum svona að missa tökin víða á faraldrinum eins og hann er og þá er í raun og veru ekki, að mínu mati, nema um eitt að ræða það er að reyna að herða tökin og reyna að beita þeim ráðum sem við höfum beitt áður til þess að ná smitunum niður í samfélaginu og það verður ekki gert nema með takmörkunum og vissulega geta einstaklingar hjálpað okkur með því að bæta sínar einstaklingsbundnu sóttvarnir en það virðist bara ekki hafa dugað til til þessa,“ segir Þórólfur. Fimmtán liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 þar af eru þrír á gjörgæslu. Þá eru þrír með sjúkdóminn á Sjúkrahúsinu á Akureyri en einn þeirra er í öndunarvél. Þórólfur undirbýr nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra. „Mér finnst þróunin vera slæm og ég held að það þurfi að gera eitthvað áður en við siglum í strand.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ekki hægt að fækka smitum nema með frekari takmörkunum Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af veldisvexti í greiningu kórónuveirusmitaðra undanfarna daga, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Hann segir ekki sé um að annað að ræða en að herða takmarkanir til þess að ná fjölda smitaðra niður. 10. nóvember 2021 11:29