Ein öruggasta leiðin til að fara út, koma saman og lifa lífinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 06:54 Ísleifur segir vart hægt að fara út á lífið á öruggari hátt en að mæta á vel skipulagða tónleika. Vísir/Arnar „Það er ekki hægt að setja allar samkomur undir einn hatt. Það að fólk sé að hittast við alls konar aðstæður, í alls konar ástandi, þar sem er engin gæsla eða eftirlit, það er allt annað en tónleikar þar sem við erum með leyfi frá lögreglu, slökkviliðinu, heilbrigðisyfirvöldum og bæjaryfirvöldum.“ Þetta segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, um viðburðahald og sóttvarnaaðgerðir. Viðburðahaldarar sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem meðal annars sagði að það myndi enda með ósköpum ef þrengt yrði frekar að menningarlífinu með auknum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir ræddi við Ísleif fyrr í gær og var hann ómyrkur í máli. „Ég held að það sé mjög mikilvægt sem við tónleika- og viðburðahaldarar viljum koma skýrt á framfæri; að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fara á viðburði sem er leyfilegt að halda. Við tökum þetta allt saman mjög alvarlega og göngum ef eitthvað er lengra en reglurnar segja til um af því að við viljum alls ekki að það gerist eitthvað á viðburðum á okkar vegum,“ sagði Ísleifur. Til umræðu voru fyrirhugaðir tónleikar með stórsöngvaranum Andrea Bocelli, sem fara fram í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember næstkomandi. Um 7.000 manns verða á tónleikunum en salnum verður skipt upp í svæði til að mæta 1.500 manna fjöldatakmörkunum. Ísleifur segir allt unnið í samvinnu með sóttvarnayfirvöldum. Þá eru öll sæti númeruð, sætum skipt í eyjur og eyjunum í svæði. Allri umferð um salinn sé stýrt, loftgæðin vöktuð og allir gestir fari í hraðpróf áður en þeir mæta á tónleikana. „Og ég held því bara fram að þetta sé ein öruggasta leiðin sem í boði er til að fara út og koma saman og lifa lífinu. Þarna er allt undir stjórn og allt undir eftirliti og öllum reglum fylgt út í ystu æsar.“ Stórsöngvarinn Andrea Bocelli er á tónleikaferðalagi og kemur við í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember.Getty/Daniele Venturelli Ísleifur segir hraðprófin að verða þáttur í daglegu lífi en bendir á að þau séu enda ókeypis, aðgengileg og hraðvirk, líkt og nafnið gefur til kynna. Þá ítrekar hann að það sé allt annað að mæta á þaulskipulagðan viðburð en hitting úti í bæ; á viðburðum sé búið að hugsa allt út fyrirfram og undirbúa. Allt sé unnið í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og viðburðahaldarar geti auk þess átt í stöðugum samskiptum við gesti til að upplýsa þá um það sem þeir þurfa að vita. Þá hafi hraðprófin sem tekin eru fyrir viðburði annan bónus í för með sér. „Það mætir enginn á tónleika með smit,“ segir Ísleifur. „Við erum að fara að senda hundruð og þúsund manns í test. Það verða fullt af smitum gripin. Og ef þú greinist færðu miðann að sjálfsögðu endurgreiddann,“ bætir hann við. Spurður að því hvort Bocelli sé upplýstur um ástandið og sé uggandi yfir þróun mála hérlendis, segir Ísleifur Senu eiga í stöðugum samskiptum við teymið hans og nei, hann sé ekki uggandi yfir ástandinu. „Hann er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og er að fara í ferðalag um Evrópu. Þetta er bara það sem allir eru að díla við um allan heim. Vírusinn er ekkert að fara. Við þurfum bara að finna leiðir til að gera þetta á öruggan hátt. Það er ekkert valkostur lengur að allt viðburða- og tónleikahaldd liggi bara niðri. Það er hægt að gera þetta öruggt og það er það sem við erum að gera.“ Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. 10. nóvember 2021 21:12 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Þetta segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, um viðburðahald og sóttvarnaaðgerðir. Viðburðahaldarar sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem meðal annars sagði að það myndi enda með ósköpum ef þrengt yrði frekar að menningarlífinu með auknum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir ræddi við Ísleif fyrr í gær og var hann ómyrkur í máli. „Ég held að það sé mjög mikilvægt sem við tónleika- og viðburðahaldarar viljum koma skýrt á framfæri; að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fara á viðburði sem er leyfilegt að halda. Við tökum þetta allt saman mjög alvarlega og göngum ef eitthvað er lengra en reglurnar segja til um af því að við viljum alls ekki að það gerist eitthvað á viðburðum á okkar vegum,“ sagði Ísleifur. Til umræðu voru fyrirhugaðir tónleikar með stórsöngvaranum Andrea Bocelli, sem fara fram í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember næstkomandi. Um 7.000 manns verða á tónleikunum en salnum verður skipt upp í svæði til að mæta 1.500 manna fjöldatakmörkunum. Ísleifur segir allt unnið í samvinnu með sóttvarnayfirvöldum. Þá eru öll sæti númeruð, sætum skipt í eyjur og eyjunum í svæði. Allri umferð um salinn sé stýrt, loftgæðin vöktuð og allir gestir fari í hraðpróf áður en þeir mæta á tónleikana. „Og ég held því bara fram að þetta sé ein öruggasta leiðin sem í boði er til að fara út og koma saman og lifa lífinu. Þarna er allt undir stjórn og allt undir eftirliti og öllum reglum fylgt út í ystu æsar.“ Stórsöngvarinn Andrea Bocelli er á tónleikaferðalagi og kemur við í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember.Getty/Daniele Venturelli Ísleifur segir hraðprófin að verða þáttur í daglegu lífi en bendir á að þau séu enda ókeypis, aðgengileg og hraðvirk, líkt og nafnið gefur til kynna. Þá ítrekar hann að það sé allt annað að mæta á þaulskipulagðan viðburð en hitting úti í bæ; á viðburðum sé búið að hugsa allt út fyrirfram og undirbúa. Allt sé unnið í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og viðburðahaldarar geti auk þess átt í stöðugum samskiptum við gesti til að upplýsa þá um það sem þeir þurfa að vita. Þá hafi hraðprófin sem tekin eru fyrir viðburði annan bónus í för með sér. „Það mætir enginn á tónleika með smit,“ segir Ísleifur. „Við erum að fara að senda hundruð og þúsund manns í test. Það verða fullt af smitum gripin. Og ef þú greinist færðu miðann að sjálfsögðu endurgreiddann,“ bætir hann við. Spurður að því hvort Bocelli sé upplýstur um ástandið og sé uggandi yfir þróun mála hérlendis, segir Ísleifur Senu eiga í stöðugum samskiptum við teymið hans og nei, hann sé ekki uggandi yfir ástandinu. „Hann er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og er að fara í ferðalag um Evrópu. Þetta er bara það sem allir eru að díla við um allan heim. Vírusinn er ekkert að fara. Við þurfum bara að finna leiðir til að gera þetta á öruggan hátt. Það er ekkert valkostur lengur að allt viðburða- og tónleikahaldd liggi bara niðri. Það er hægt að gera þetta öruggt og það er það sem við erum að gera.“
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. 10. nóvember 2021 21:12 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. 10. nóvember 2021 21:12