Ein öruggasta leiðin til að fara út, koma saman og lifa lífinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 06:54 Ísleifur segir vart hægt að fara út á lífið á öruggari hátt en að mæta á vel skipulagða tónleika. Vísir/Arnar „Það er ekki hægt að setja allar samkomur undir einn hatt. Það að fólk sé að hittast við alls konar aðstæður, í alls konar ástandi, þar sem er engin gæsla eða eftirlit, það er allt annað en tónleikar þar sem við erum með leyfi frá lögreglu, slökkviliðinu, heilbrigðisyfirvöldum og bæjaryfirvöldum.“ Þetta segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, um viðburðahald og sóttvarnaaðgerðir. Viðburðahaldarar sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem meðal annars sagði að það myndi enda með ósköpum ef þrengt yrði frekar að menningarlífinu með auknum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir ræddi við Ísleif fyrr í gær og var hann ómyrkur í máli. „Ég held að það sé mjög mikilvægt sem við tónleika- og viðburðahaldarar viljum koma skýrt á framfæri; að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fara á viðburði sem er leyfilegt að halda. Við tökum þetta allt saman mjög alvarlega og göngum ef eitthvað er lengra en reglurnar segja til um af því að við viljum alls ekki að það gerist eitthvað á viðburðum á okkar vegum,“ sagði Ísleifur. Til umræðu voru fyrirhugaðir tónleikar með stórsöngvaranum Andrea Bocelli, sem fara fram í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember næstkomandi. Um 7.000 manns verða á tónleikunum en salnum verður skipt upp í svæði til að mæta 1.500 manna fjöldatakmörkunum. Ísleifur segir allt unnið í samvinnu með sóttvarnayfirvöldum. Þá eru öll sæti númeruð, sætum skipt í eyjur og eyjunum í svæði. Allri umferð um salinn sé stýrt, loftgæðin vöktuð og allir gestir fari í hraðpróf áður en þeir mæta á tónleikana. „Og ég held því bara fram að þetta sé ein öruggasta leiðin sem í boði er til að fara út og koma saman og lifa lífinu. Þarna er allt undir stjórn og allt undir eftirliti og öllum reglum fylgt út í ystu æsar.“ Stórsöngvarinn Andrea Bocelli er á tónleikaferðalagi og kemur við í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember.Getty/Daniele Venturelli Ísleifur segir hraðprófin að verða þáttur í daglegu lífi en bendir á að þau séu enda ókeypis, aðgengileg og hraðvirk, líkt og nafnið gefur til kynna. Þá ítrekar hann að það sé allt annað að mæta á þaulskipulagðan viðburð en hitting úti í bæ; á viðburðum sé búið að hugsa allt út fyrirfram og undirbúa. Allt sé unnið í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og viðburðahaldarar geti auk þess átt í stöðugum samskiptum við gesti til að upplýsa þá um það sem þeir þurfa að vita. Þá hafi hraðprófin sem tekin eru fyrir viðburði annan bónus í för með sér. „Það mætir enginn á tónleika með smit,“ segir Ísleifur. „Við erum að fara að senda hundruð og þúsund manns í test. Það verða fullt af smitum gripin. Og ef þú greinist færðu miðann að sjálfsögðu endurgreiddann,“ bætir hann við. Spurður að því hvort Bocelli sé upplýstur um ástandið og sé uggandi yfir þróun mála hérlendis, segir Ísleifur Senu eiga í stöðugum samskiptum við teymið hans og nei, hann sé ekki uggandi yfir ástandinu. „Hann er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og er að fara í ferðalag um Evrópu. Þetta er bara það sem allir eru að díla við um allan heim. Vírusinn er ekkert að fara. Við þurfum bara að finna leiðir til að gera þetta á öruggan hátt. Það er ekkert valkostur lengur að allt viðburða- og tónleikahaldd liggi bara niðri. Það er hægt að gera þetta öruggt og það er það sem við erum að gera.“ Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. 10. nóvember 2021 21:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Þetta segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, um viðburðahald og sóttvarnaaðgerðir. Viðburðahaldarar sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem meðal annars sagði að það myndi enda með ósköpum ef þrengt yrði frekar að menningarlífinu með auknum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir ræddi við Ísleif fyrr í gær og var hann ómyrkur í máli. „Ég held að það sé mjög mikilvægt sem við tónleika- og viðburðahaldarar viljum koma skýrt á framfæri; að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fara á viðburði sem er leyfilegt að halda. Við tökum þetta allt saman mjög alvarlega og göngum ef eitthvað er lengra en reglurnar segja til um af því að við viljum alls ekki að það gerist eitthvað á viðburðum á okkar vegum,“ sagði Ísleifur. Til umræðu voru fyrirhugaðir tónleikar með stórsöngvaranum Andrea Bocelli, sem fara fram í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember næstkomandi. Um 7.000 manns verða á tónleikunum en salnum verður skipt upp í svæði til að mæta 1.500 manna fjöldatakmörkunum. Ísleifur segir allt unnið í samvinnu með sóttvarnayfirvöldum. Þá eru öll sæti númeruð, sætum skipt í eyjur og eyjunum í svæði. Allri umferð um salinn sé stýrt, loftgæðin vöktuð og allir gestir fari í hraðpróf áður en þeir mæta á tónleikana. „Og ég held því bara fram að þetta sé ein öruggasta leiðin sem í boði er til að fara út og koma saman og lifa lífinu. Þarna er allt undir stjórn og allt undir eftirliti og öllum reglum fylgt út í ystu æsar.“ Stórsöngvarinn Andrea Bocelli er á tónleikaferðalagi og kemur við í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember.Getty/Daniele Venturelli Ísleifur segir hraðprófin að verða þáttur í daglegu lífi en bendir á að þau séu enda ókeypis, aðgengileg og hraðvirk, líkt og nafnið gefur til kynna. Þá ítrekar hann að það sé allt annað að mæta á þaulskipulagðan viðburð en hitting úti í bæ; á viðburðum sé búið að hugsa allt út fyrirfram og undirbúa. Allt sé unnið í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og viðburðahaldarar geti auk þess átt í stöðugum samskiptum við gesti til að upplýsa þá um það sem þeir þurfa að vita. Þá hafi hraðprófin sem tekin eru fyrir viðburði annan bónus í för með sér. „Það mætir enginn á tónleika með smit,“ segir Ísleifur. „Við erum að fara að senda hundruð og þúsund manns í test. Það verða fullt af smitum gripin. Og ef þú greinist færðu miðann að sjálfsögðu endurgreiddann,“ bætir hann við. Spurður að því hvort Bocelli sé upplýstur um ástandið og sé uggandi yfir þróun mála hérlendis, segir Ísleifur Senu eiga í stöðugum samskiptum við teymið hans og nei, hann sé ekki uggandi yfir ástandinu. „Hann er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og er að fara í ferðalag um Evrópu. Þetta er bara það sem allir eru að díla við um allan heim. Vírusinn er ekkert að fara. Við þurfum bara að finna leiðir til að gera þetta á öruggan hátt. Það er ekkert valkostur lengur að allt viðburða- og tónleikahaldd liggi bara niðri. Það er hægt að gera þetta öruggt og það er það sem við erum að gera.“
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. 10. nóvember 2021 21:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. 10. nóvember 2021 21:12