Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Þessar tak­markanir tóku gildi á mið­nætti

Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf.

Innlent
Fréttamynd

„Það er allt að springa hérna“

Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær.

Innlent
Fréttamynd

Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin

Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Covid-19 aftur farið að ógna dönsku samfélagi

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að danska þingið skilgreini kórónuveiruna á ný sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi. Faraldurinn hefur verið á uppleið í Danmörku að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Uggandi yfir tak­mörkunum en stefna á notkun hrað­prófa

Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana.

Menning
Fréttamynd

Við­varandi neyðar­á­stand kemur ekki til greina

Á föstudaginn sl. var Landspítali færður á svokallað hættustig, en þegar spítalinn er færður á hættustig er m.a. dregið úr aðgerðum og annarri starfsemi hans. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum var ákvörðunin tekin vegna „mikill[a] og vaxandi fjölda smita undanfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Slaka á ferða­banni til Banda­ríkjanna

Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudags, að staðartíma í Bandaríkjunum, verður ferðabanni til landsins aflétt. Það hefur verið í gildi síðustu 20 mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Með afléttingu verður fullbólusettum ferðalöngum heimilt að fara til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Skólar á Akra­nesi opna á morgun

Gert er ráð fyrir allar stofnanir á skóla- og frístundasviði Akraness verði með starfsemi á morgun, en vegna fjölgunar smitaðra í sveitarfélaginu fyrir helgi var brugðið á það ráð að fella skólastaf niður.

Innlent
Fréttamynd

„Einn að kalla: passið ykkur“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að hvetja til samstöðu í samfélaginu á sama tíma og ráðamenn tali sóttvarnaaðgerðir niður. Hann kallar eftir því að þeir beri ábyrgð á orðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki að nýjar takmarkanir breyti miklu

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á mikilli uppsiglingu undanfarna daga og hefur það haft talsverð áhrif á störf farsóttarhúsa Rauða Krossins. Um ellefu hundruð manns eru í einangrun þessa stundina og farsóttarhúsin að sprengja utan af sér.

Innlent