Í Efra Austurríki hyggjast yfirvöld koma á útgöngubanni á mánudag ef stjórnvöld landsins leggja blessun sína yfir fyrirætlanirnar. Þá stendur einnig til að grípa til aðgerða í Salzburg.
Kanslarinn Alexander Schallenberg hefur sagt að útgöngubann fyrir óbólusetta á landsvísu sé líklega óumflýjanlegt. Tveir þriðjuhlutar fólks ættu ekki að þjást vegna afstöðu annarra til bólusetninga.
Hlutfall bólusettra er hvergi lægra en í Efra Austurríki. Þar búa 1,5 milljónir manna og nýgreindir hvergi fleiri.
Óbólusettum er þegar meinað um aðgengi að veitingastöðum, kvikmyndahúsum, hárgreiðslustofum og skíðalyftum. Ef af útgöngubanni verður mun þeim ekki verða heimilt að yfirgefa heimili sín nema til að sækja vinnu, versla í matinn og stunda hreyfingu.
Gagnrýnendur bannsins segja meðal annars að það verði ómögulegt að framfylgja því.