Segir ríkið sýna hörku og óbilgirni í túlkun sinni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. nóvember 2021 18:20 Friðrik Jónsson, formaður BHM, óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi. Ríkið hefur neitað að fallast á það að starfsfólk sem sent er í sóttkví meðan það er í orlofi fái að nýta veikindarétt sinn í stað orlofsdaga. Formaður BHM segir niðurstöðuna vonbrigði og óttast að hún dragi úr nauðsynlegri samstöðu á atvinnumarkaði. Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, og Læknafélag Íslands sendu sameiginlegt erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins þann 18. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að afstaða ríkisins til orlofsskráningu starfsfólks yrði endurskoðuð. Var það gert í kjölfar ábendinga um að ríkisstofnanir neituðu að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví. Töldu samtökin að túlkun ríkisins samræmdist ekki lögum eða kjarasamningum. Svar við því erindi barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrr í vikunni er vísað til þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í upphafi faraldursins. Ráðuneytið segir ljóst að sóttkví teljist ekki til veikinda og þannig sé ekki hægt að réttlæta frestun orlofstöku vegna sóttkvíar. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir niðurstöðuna vonbrigði „Okkar skoðun er sú að ef þér er gert að sæta sóttkví að fyrirmælum yfirvalda, þá getur það tæpast talist orlof,“ segir Friðrik en hann segir að með erindinu sé ríkið að segja að ef fólk lendir í sóttkví í fríi þá sé það einfaldlega þeirra tap. „Ég tel að þetta sé ekki mjög hjálplegt inn í stöðuna núna. Eina ferðina enn á að herða sóttvarnaraðgerðir og þá ætlar ríkið að ganga á undan með vondu fordæmi og sýna þessa hörku og óbilgirni í túlkun sinni á lögum og veikindaréttinum,“ segir Friðrik. „Ég óttast það að þetta gangi gegn markmiðum takmarkana og dragi úr nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann enn fremur. Samtökin reikna með því að fara með málið fyrir dómstóla þar sem ríkið hefur neitað að verða við boði samtakanna um að setjast niður og ræða málin. Friðrik kveðst einnig óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi á almennum vinnumarkaði. „Maður hefði haldið að það væri æskilegt að við, aðilar vinnumarkaðsins, reyndum að vinna að því að túlkun á þessum reglum og framkvæmd þeirra væri sem sveigjanlegust, og væri til þess að hjálpa því að við gætum komist í gegnum þennan skafl á sem bestan hátt, með sem minnstu tjóni fyrir samfélagið allt. En þegar ríkið gengur undan með þessu fordæmi þá er maður náttúrulega búast við því að fyrirtæki á almenna markaðinum fari eftir þessu,“ segir Friðrik. „Þetta er óneitanlega sérkennilegt og ekki hjálplegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, og Læknafélag Íslands sendu sameiginlegt erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins þann 18. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að afstaða ríkisins til orlofsskráningu starfsfólks yrði endurskoðuð. Var það gert í kjölfar ábendinga um að ríkisstofnanir neituðu að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví. Töldu samtökin að túlkun ríkisins samræmdist ekki lögum eða kjarasamningum. Svar við því erindi barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrr í vikunni er vísað til þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í upphafi faraldursins. Ráðuneytið segir ljóst að sóttkví teljist ekki til veikinda og þannig sé ekki hægt að réttlæta frestun orlofstöku vegna sóttkvíar. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir niðurstöðuna vonbrigði „Okkar skoðun er sú að ef þér er gert að sæta sóttkví að fyrirmælum yfirvalda, þá getur það tæpast talist orlof,“ segir Friðrik en hann segir að með erindinu sé ríkið að segja að ef fólk lendir í sóttkví í fríi þá sé það einfaldlega þeirra tap. „Ég tel að þetta sé ekki mjög hjálplegt inn í stöðuna núna. Eina ferðina enn á að herða sóttvarnaraðgerðir og þá ætlar ríkið að ganga á undan með vondu fordæmi og sýna þessa hörku og óbilgirni í túlkun sinni á lögum og veikindaréttinum,“ segir Friðrik. „Ég óttast það að þetta gangi gegn markmiðum takmarkana og dragi úr nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann enn fremur. Samtökin reikna með því að fara með málið fyrir dómstóla þar sem ríkið hefur neitað að verða við boði samtakanna um að setjast niður og ræða málin. Friðrik kveðst einnig óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi á almennum vinnumarkaði. „Maður hefði haldið að það væri æskilegt að við, aðilar vinnumarkaðsins, reyndum að vinna að því að túlkun á þessum reglum og framkvæmd þeirra væri sem sveigjanlegust, og væri til þess að hjálpa því að við gætum komist í gegnum þennan skafl á sem bestan hátt, með sem minnstu tjóni fyrir samfélagið allt. En þegar ríkið gengur undan með þessu fordæmi þá er maður náttúrulega búast við því að fyrirtæki á almenna markaðinum fari eftir þessu,“ segir Friðrik. „Þetta er óneitanlega sérkennilegt og ekki hjálplegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56