Segir ríkið sýna hörku og óbilgirni í túlkun sinni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. nóvember 2021 18:20 Friðrik Jónsson, formaður BHM, óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi. Ríkið hefur neitað að fallast á það að starfsfólk sem sent er í sóttkví meðan það er í orlofi fái að nýta veikindarétt sinn í stað orlofsdaga. Formaður BHM segir niðurstöðuna vonbrigði og óttast að hún dragi úr nauðsynlegri samstöðu á atvinnumarkaði. Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, og Læknafélag Íslands sendu sameiginlegt erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins þann 18. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að afstaða ríkisins til orlofsskráningu starfsfólks yrði endurskoðuð. Var það gert í kjölfar ábendinga um að ríkisstofnanir neituðu að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví. Töldu samtökin að túlkun ríkisins samræmdist ekki lögum eða kjarasamningum. Svar við því erindi barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrr í vikunni er vísað til þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í upphafi faraldursins. Ráðuneytið segir ljóst að sóttkví teljist ekki til veikinda og þannig sé ekki hægt að réttlæta frestun orlofstöku vegna sóttkvíar. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir niðurstöðuna vonbrigði „Okkar skoðun er sú að ef þér er gert að sæta sóttkví að fyrirmælum yfirvalda, þá getur það tæpast talist orlof,“ segir Friðrik en hann segir að með erindinu sé ríkið að segja að ef fólk lendir í sóttkví í fríi þá sé það einfaldlega þeirra tap. „Ég tel að þetta sé ekki mjög hjálplegt inn í stöðuna núna. Eina ferðina enn á að herða sóttvarnaraðgerðir og þá ætlar ríkið að ganga á undan með vondu fordæmi og sýna þessa hörku og óbilgirni í túlkun sinni á lögum og veikindaréttinum,“ segir Friðrik. „Ég óttast það að þetta gangi gegn markmiðum takmarkana og dragi úr nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann enn fremur. Samtökin reikna með því að fara með málið fyrir dómstóla þar sem ríkið hefur neitað að verða við boði samtakanna um að setjast niður og ræða málin. Friðrik kveðst einnig óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi á almennum vinnumarkaði. „Maður hefði haldið að það væri æskilegt að við, aðilar vinnumarkaðsins, reyndum að vinna að því að túlkun á þessum reglum og framkvæmd þeirra væri sem sveigjanlegust, og væri til þess að hjálpa því að við gætum komist í gegnum þennan skafl á sem bestan hátt, með sem minnstu tjóni fyrir samfélagið allt. En þegar ríkið gengur undan með þessu fordæmi þá er maður náttúrulega búast við því að fyrirtæki á almenna markaðinum fari eftir þessu,“ segir Friðrik. „Þetta er óneitanlega sérkennilegt og ekki hjálplegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, og Læknafélag Íslands sendu sameiginlegt erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins þann 18. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að afstaða ríkisins til orlofsskráningu starfsfólks yrði endurskoðuð. Var það gert í kjölfar ábendinga um að ríkisstofnanir neituðu að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví. Töldu samtökin að túlkun ríkisins samræmdist ekki lögum eða kjarasamningum. Svar við því erindi barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrr í vikunni er vísað til þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í upphafi faraldursins. Ráðuneytið segir ljóst að sóttkví teljist ekki til veikinda og þannig sé ekki hægt að réttlæta frestun orlofstöku vegna sóttkvíar. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir niðurstöðuna vonbrigði „Okkar skoðun er sú að ef þér er gert að sæta sóttkví að fyrirmælum yfirvalda, þá getur það tæpast talist orlof,“ segir Friðrik en hann segir að með erindinu sé ríkið að segja að ef fólk lendir í sóttkví í fríi þá sé það einfaldlega þeirra tap. „Ég tel að þetta sé ekki mjög hjálplegt inn í stöðuna núna. Eina ferðina enn á að herða sóttvarnaraðgerðir og þá ætlar ríkið að ganga á undan með vondu fordæmi og sýna þessa hörku og óbilgirni í túlkun sinni á lögum og veikindaréttinum,“ segir Friðrik. „Ég óttast það að þetta gangi gegn markmiðum takmarkana og dragi úr nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann enn fremur. Samtökin reikna með því að fara með málið fyrir dómstóla þar sem ríkið hefur neitað að verða við boði samtakanna um að setjast niður og ræða málin. Friðrik kveðst einnig óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi á almennum vinnumarkaði. „Maður hefði haldið að það væri æskilegt að við, aðilar vinnumarkaðsins, reyndum að vinna að því að túlkun á þessum reglum og framkvæmd þeirra væri sem sveigjanlegust, og væri til þess að hjálpa því að við gætum komist í gegnum þennan skafl á sem bestan hátt, með sem minnstu tjóni fyrir samfélagið allt. En þegar ríkið gengur undan með þessu fordæmi þá er maður náttúrulega búast við því að fyrirtæki á almenna markaðinum fari eftir þessu,“ segir Friðrik. „Þetta er óneitanlega sérkennilegt og ekki hjálplegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56