Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Einn til viðbótar smitaður í Hvassaleiti

Einn íbúi greindist með Covid-19 í skimun hjá 50 íbúum Hvassaleitis 56-58 í fyrradag. Ráðist var í skimunina eftir að átta einstaklingar, sex íbúar og tveir starfsmenn, smituðust í hópsýkingu í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Löfven kominn í sóttkví

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er kominn í sóttkví eftir að manneskja, sem hann hafði verið í samskiptum við, hafi greinst með Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Biden og Trump sýni að kennitalan skiptir engu máli

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn „enn í skotgröfunum“

Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands kominn í sóttkví

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Eiga ekki að leika við aðra en bekkjarfélaga

Embætti landlæknis og Almannavarnir minna forráðamenn barna á að draga úr tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þeim hertu aðgerðum sem eru í gangi í skólum og íþróttafélögum.

Innlent