Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Berst við heila­þoku og ofur­þreytu eftir al­var­lega Co­vid-sýkingu í vor

Einn þeirra sem er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor. Hann þjáist af síþreytu og hefur örmagnast við minnsta álag. Heilaþokan leikur hann grátt, kaffibragðið er ekki eins og áður - en hann er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragðskynið breyttist.

Innlent
Fréttamynd

Loka landamærum Noregs næstum alveg

Hörðustu takmarkanir á landamærum Noregs síðan í mars taka gildi í landinu á miðnætti annað kvöld, 29. janúar. Landið verður í reynd lokað fyrir öllum sem ekki eru íbúar. Þetta tilkynnti Erna Solbergs forsætisráðherra Noregs á blaðamannafundi nú síðdegis.

Erlent
Fréttamynd

Starfsþróun á tímum samkomutakmarkanna

Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla.

Skoðun
Fréttamynd

Segir samsæriskenningar um sig vera klikkaðar og illar

Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum.

Erlent
Fréttamynd

Hét því að setja aukinn kraft í bólu­setningar

Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í gær að setja aukinn kraft í bólusetningu þar í landi þannig að flest allir Bandaríkjamenn verði búnir að fá bólusetningu gegn Covid-19 í lok sumars eða snemma í haust.

Erlent
Fréttamynd

Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn

„Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Það versta lík­lega af­staðið og út­lit fyrir bjartari tíma

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

John­son segist al­gjör­lega miður sín

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist bera alla ábyrgð á aðgerðum ríkisstjórnar sinnar gegn kórónuveirufaraldrinum í landinu. Stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð í glímunni við faraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

„Áhugavert“ bóluefni sem lofar mjög góðu

Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni, sem Íslendingar gætu átt von á til landsins á fyrsta ársfjórðungi, áhugavert bóluefni, sem svipi mjög til bóluefnis AstraZeneca. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa rannsókna lofi mjög góðu.

Innlent
Fréttamynd

Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna

Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“  en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum.

Erlent
Fréttamynd

„Ó­sköp var þetta nú Mið­flokks­legt“

„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynningar um andlát orðnar átta

Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice

Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundrað þúsund dánir í Bretlandi

Rúmlega hundrað þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 í Bretlandi. Það er samkvæmt opinberum tölum en um 3,7 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Gjöld vegna Co­vid-19 vott­orðs geta marg­faldað ferða­­kostnað

Fleiri ríki gera nú kröfu um að flugfarþegar framvísi vottorði um neikvæða niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi þegar þeir koma til landsins. Frá og með deginum í dag þurfa allir sem koma til Bandaríkjanna að hafa undir höndum slíkt vottorð en fyrr í mánuðinum tók sú breyting til að mynda gildi í Englandi og Danmörku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn

Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent