„Þetta heldur áfram að líta vel út“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2021 13:05 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Lögreglan Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir stöðuna með tilliti til kórónuveirufaraldursins líta vel út hér á landi, en lítið megi út af bregða. Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir lítið þurfa til að faraldurinn nái sér á skrið. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindist einn á landamærunum, en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi var með virkt smit. „Þetta heldur áfram að líta vel út og náttúrulega sérlega jákvætt að þeir sem eru að greinast eru í sóttkví. En þetta er svo sem líka merki um það að það er enn þá veira þarna úti í samfélaginu og það þarf enn þá að fara varlega,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að full ástæða sé til að gleðjast yfir stöðunni hér á landi, sem er talsvert betri en víða annars staðar í heiminum. Mikilvægt sé að fólk njóti þess að geta mætt til vinnu, farið út að borða og annars slíks. „Svo sjáum við til hvernig verður með framhaldið, hvort að sóttvarnalæknir sjái ástæðu til þess að rýmka þetta eitthvað meira. Það verður bara að koma í ljós.“ Fólk dregur sínar eigin ályktanir út frá fréttum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í nótt fimmtán hávaðatilkynningar. Rögnvaldur segir þetta merki um að fólk taki fréttum um færri smitaða sem merki um að öruggara sé að koma saman. „Fólk er greinilega að fylgjast með fréttum og sér þetta náttúrulega, að það eru færri að greinast. Við höfum séð það áður líka í faraldrinum að fólk er að draga sínar eigin ályktanir og koma með sitt eigið hættumat inn í þetta, sem er í sjálfu sér eðlilegt.“ Rögnvaldur segir þó mikilvægt að fólk haldi áfram í heiðri reglur um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Hann segir að lítið þurfi til að faraldurinn sæki í sig veðrið. „Við höfum náttúrulega séð það líka oft í faraldrimum þar sem eitt til tvö smit koma af stað bylgju sem tekur drjúgan tíma að ná utan um og þegar byrjað er að létta á takmörkunum eru fleiri að hittast, fleiri undir, og þar af leiðandi geta bylgjurnar orðið stærri. Það er náttúrulega það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir lítið þurfa til að faraldurinn nái sér á skrið. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindist einn á landamærunum, en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi var með virkt smit. „Þetta heldur áfram að líta vel út og náttúrulega sérlega jákvætt að þeir sem eru að greinast eru í sóttkví. En þetta er svo sem líka merki um það að það er enn þá veira þarna úti í samfélaginu og það þarf enn þá að fara varlega,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að full ástæða sé til að gleðjast yfir stöðunni hér á landi, sem er talsvert betri en víða annars staðar í heiminum. Mikilvægt sé að fólk njóti þess að geta mætt til vinnu, farið út að borða og annars slíks. „Svo sjáum við til hvernig verður með framhaldið, hvort að sóttvarnalæknir sjái ástæðu til þess að rýmka þetta eitthvað meira. Það verður bara að koma í ljós.“ Fólk dregur sínar eigin ályktanir út frá fréttum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í nótt fimmtán hávaðatilkynningar. Rögnvaldur segir þetta merki um að fólk taki fréttum um færri smitaða sem merki um að öruggara sé að koma saman. „Fólk er greinilega að fylgjast með fréttum og sér þetta náttúrulega, að það eru færri að greinast. Við höfum séð það áður líka í faraldrinum að fólk er að draga sínar eigin ályktanir og koma með sitt eigið hættumat inn í þetta, sem er í sjálfu sér eðlilegt.“ Rögnvaldur segir þó mikilvægt að fólk haldi áfram í heiðri reglur um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Hann segir að lítið þurfi til að faraldurinn sæki í sig veðrið. „Við höfum náttúrulega séð það líka oft í faraldrimum þar sem eitt til tvö smit koma af stað bylgju sem tekur drjúgan tíma að ná utan um og þegar byrjað er að létta á takmörkunum eru fleiri að hittast, fleiri undir, og þar af leiðandi geta bylgjurnar orðið stærri. Það er náttúrulega það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira